Morgunblaðið - 28.09.2005, Blaðsíða 44

Morgunblaðið - 28.09.2005, Blaðsíða 44
44 MIÐVIKUDAGUR 28. SEPTEMBER 2005 MORGUNBLAÐIÐ NÝ GAMANMYND FRÁ LEIKSTJÓRA ÍSLENSKA DRAUMSINS OG MAÐUR EINS OG ÉG TOPP5.IS KVIKMYNDIR.COM KVIKMYNDIR.IS H.J. / Mbl. Ó.H.T. / RÁS 2 DV  Þ.G. / Sirkus Með Steve Carell úr “Anchorman” og “Bruce Almighty” Með Steve Carell úr “Anchorman” og “Bruce Almighty” The 40 Year Old Virgin kl. 5.40 - 8 og 10.20 Valiant - íslenskt tal kl. 6 Charlie and the Chocolate .. kl. 5.45 - 8 og 10.15 The Cave kl. 8 og 10 b.i. 14 Strákarnir Okkar kl. 6 - 8 og 10 b.i. 14 The Dukes of Hazzard kl. 5.50 - 8 og 10.05 V.J.V. TOPP5.IS R.H.R. MÁLIÐ V.J.V. TOPP5.IS R.H.R. MÁLIÐ D.V. S.V. MBL kvikmyndir.is VARÚÐ: Þú gætir farið úr kjálkaliðum af hlátri LANG VINSÆLASTA MYNDIN Á ÍSLANDI Í DAG LANG VINSÆLASTA MYNDIN Á ÍSLANDI Í DAG VARÚÐ: Þú gætir farið úr kjálkaliðum af hlátri A.G. Blaðið                            ! "  $  %$   &  '(  )((    *+ ,+ -+ .+ /+ 0+ 1+ 2+ *  '13B' #     )  . , #  5G  6# 6.  =8            FERTUGI hreini sveinninn, The 40 Year-Old Virgin, hreppti toppsæti íslenska bíólistans þessa vikuna og hafði þar betur en Charlie and the Chocolate Factory, toppmynd síð- ustu viku, sem féll niður í annað sæti. Gagnrýnandi Morgunblaðsins gefur myndinni fjórar stjörnur af fimm mögulegum og segir m.a.: „Þegar upp er staðið verður Fertug- ur sveinn ekki pínleg einsbrandara gamanmynd heldur óvæntasta ást- arsaga kvikmyndanna í háa herrans tíð.“ Christof Wehmeier hjá Sambíó- unum er ánægður með árangur hins fertuga sveins. „The 40 Year Old Virgin hefur gengið vel aðsókn- arlega séð og hún er líka að spyrjast mjög vel út meðal fólks. Hún á eftir að vera sterk næstu vikur og halda sér vel gangandi og það virkar ein- mitt svo vel þegar umtalið er gott. Þar fyrir utan er myndin líka að fá góða dóma hjá gagnrýnendum. Myndin fékk 4.500 gesti á fyrstu sýningarhelgi en með forsýningum er hún komin í 5.400 manns,“ segir hann. Tvær aðrar myndir koma nýjar inn á listann; Bewitched, sem lenti í þriðja sæti, og Valiant, sem náði því fjórða. Nicole Kidman og Will Ferr- ell eru í aðalhlutverkum Bewitched. Hún leikur norn sem hefur nýtt líf og vill helst gleyma yfirnátt- úrulegum hæfileikum sínum, en freistast til að nota þá vegna þess að ást hennar í garð persónu Ferrells er óendurgoldin. Valiant segir frá lítilli en hugrakkri dúfu að nafni Valiant, sem dreymir um að ganga í sérsveitir dúfna og þjóna landi sínu í síðari heimsstyrjöldinni. Bíóaðsókn | Ný mynd í fyrsta sæti Fertugi hreini sveinninn lendir í ýmsum ævintýrum. Fertugur, hreinn sveinn og á toppnum GAGNRÝNANDI hjá bandaríska kvikmyndablaðinu Variety, Dennis Harvey, gefur Strákunum okkar (Elev- en Men Out) góða dóma á vef blaðsins. Myndin er nýj- asta kvikmynd leikstjórans Róberts Douglas og var sýnd á Kvikmyndahátíðinni í Toronto í Kanada. Harvey segir húmor myndarinnar ferskan en líkir henni við þýska kvikmynd sem fjallar um svipað efni og sýnd var á síð- asta ári. Strákarnir okkar þykir þó hafa vinningin fram- yfir Männer wie wir (Guys & Balls). Í dómnum er eytt nokkru púðri í að rekja söguþráð myndarinnar. Eins og fólk þekkir segir hún frá samkyn- hneigðu fótboltaliði en aðalsöguhetjan er Óttar Þór (Björn Hlynur Haraldsson), fótboltahetja hjá KR, sem kemur útúr skápnum. Lokaatriðið er sagt vera skemmtilegt en langsótt og er bitur húmor en þó ekki meinfýsinn sagður ráða ríkj- um. Rætt er sérstaklega um tvær aukapersónur, pabbann (Sigurð Skúlason) og bróðurinn (Jón Atla Jónasson). Gagnrýnandi segir þá pirrandi og dálítið einhliða persón- ur en gríðarlega fyndna. Leikurinn er sagður vera full- komlega í takt við stíl leikstjórans. Tæknivinnan fær jafnframt góða einkunn. Kvikmyndir | Lofsamlegur dómur um Strákana okkar í Variety Góðir strákar Sigurður þykir sérlega pirrandi og bráðskemmtilegur í hlutverki pabba Óttars Þórs. TÍMARITIÐ Variety er ekki sérlega hrifið af kvikmynd Baltasars Kor- máks, A Little Trip to Heaven. Gagn- rýnandinn Dennis Harvey segir m.a. að myndin missi marks en hún sé samt þess virði að sjá hana. Hann segir að húmorinn, sem hafi einkennt fyrri myndir Baltasars, 101 Reykja- vík og Hafið nægi ekki til að bjarga nýju myndinni eða gera hana skilj- anlega. Myndin sé klassískt dæmi um það þegar hæfileikar leikstjóra njóti sín ekki „í þýðingu“. Eins og hafi oft gerst með fyrstu myndir leik- stjóra sem reyna fyrir sér í nýju landi sé söguþráðurinn og staðsetning óljós og persónurnar ekki nógu mót- aðar. Gagnrýnandinn segir að myndin vísi til margra óhefðbundinna banda- rískra spennumynda frá áttunda ára- tug síðustu aldar þar sem lögð hafi verið áhersla á persónur og umhverfi frekar en hefðbundna spennu. Mynd- in sé hins vegar ekki sannfærandi. En þótt fáir áhorfendur verði ánægð- ir með útkomuna sé þetta samt sem áður kvikmynd af því tagi, sem veki ákveðinn áhuga vegna þess að áhorf- andinn velti því fyrir sér hvernig allt verði látið ganga upp – þótt það á endanum gerist ekki. Myndatöku, tónlistinni og útlitinu öllu er hrósað í dómnum. Þá segir gagnrýnandi að Julia Stiles geri sitt besta til að skapa konu sem er í hættu stödd en persón- an sem Forest Whitaker leikur nái aldrei almennilegri skerpu. Jeremy Renner og Peter Coyote séu þokka- legir í sínum hlutverkum.Segir jafn- framt að tæknileg hlið myndarinnar sé góð. Verið sé að klippa hana upp á nýtt eftir frumsýninguna á Kvik- myndahátíðinni í Toronto áður en hún verði tekin til almennra sýninga. Kvikmyndir | Variety skrifar um A Little Trip to Heaven Morgunblaðið/Þorkell Myndatöku, tónlistinni og útlitinu öllu er hrósað í dómnum. Missir marks en þess virði að sjá

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.