Morgunblaðið - 28.09.2005, Side 42

Morgunblaðið - 28.09.2005, Side 42
KLIPPINGARNAR í vetur undir- strika andlitsfallið og hárið er á hreyfingu samkvæmt Intercoiffure, alþjóðlegum samtökum hár- greiðslumeistara. Eitt af því sem samtökin leggja áherslu á þennan veturinn er sítt hár með miklum styttum en litirnir eru frá súkku- laðibrúnum og ljósum yfir í rauða- og kopartóna. Fjólutónar eru einn- ig á leiðinni inn. Línurnar voru nýverið lagðar í París og var Arnar Tómasson hjá Salon Reykjavík viðstaddur. Til við- bótar útfærir Intercoiffure á Ís- landi þessar línur og kemur fram með eigin útgáfur af haust- og vetr- artískunni. Meðfylgjandi myndir sýna bæði erlendu og innlendu lín- una og varð Arnar fyrir svörum. Hvað finnst þér helst einkenna línuna í vetur? „Fyrst og fremst er það hvað það er mikil áferð í hárinu, textúr bæði frá efnum og efnisvinnu. Ekki leng- ur þetta flata, slétta heldur áferð í öllu sem við sjáum. Klippingarnar eru lifandi. Glamúrinn er orðinn meiri og þar af leiðandi er lúxusinn meiri.“ Hvernig sker erlenda línan sig frá þeirri íslensku? „Mismunurinn felst fyrst og fremst í því að fólk býr á mismun- andi stöðum. Við þurfum alltaf að taka tillit til veðráttunnar. Það er kaldara hér og hvassara. Klipping- arnar eru léttari hjá okkur, erlendu klippingarnar eru formfastari. Það má samt ekki gleyma því að þetta eru allt tillögur um útlit og við þurfum að klippa eftir þeim að- stæðum sem við lifum við.“ Tíska | Alþjóðlegu samtökin Intercoiffure leggja línurnar fyrir veturinn Tillögur um útlit Eftir Ingu Rún Sigurðardóttur ingarun@mbl.is 42 MIÐVIKUDAGUR 28. SEPTEMBER 2005 MORGUNBLAÐIÐ Verðið á karlhórum hefur lækkað töluvert fyrir evrópskar konur! Sprenghlægileg gamanmynd! Sýnd kl. 6 b.i. 14 ára FRÁBÆR GRÍN OG SPENNUMYND FRÁBÆR GRÍN OG SPENNUMYND Sýnd kl. 5.45, 8 og 10.15 kl. 5.45, 8 og 10.15 Verðið á karlhórum hefur lækkað töluvert fyrir evrópskar konur! Sprenghlægileg gamanmynd! kl 4 og 6 í þrívídd Sýnd kl. 8 og 10Sýnd kl. 6, 8 og 10 Göldrótt gamanmynd! Göldrótt gamanmynd! Sýnd kl. 8 og 10 Harðasta löggan í bænum er þann mund að fá stórskrýtinn félaga! VARÚÐ: Þú gætir farið úr kjálkaliðum af hlátri BETRA SEINT EN ALDREI Sýnd kl. 5.30, 8 og 10.30 b.i. 16 ára  Ó.H´T RÁS 2 Sýnd kl. 4 ísl talSýnd kl. 4, 6, 8 og 10 b.i. 14 ára Night Watch is F***ING COOL! Quentin Tarantino Sími 564 0000í i Miða sala opn ar kl. 15.15i l l. .  H.J. MBL  S.V. MBL  S.V. MBL ÍSLENSKA rokkhljómsveitin Shima hefur verið tilnefnd til verðlauna á tónlistarhátíð- inni Toronto Independent Music Awards í Kanada, sem haldin verður þann 5. október næstkomandi. Hljómsveitin er fulltrúi Íslands í flokkn- um „besta erlenda hljómsveitin“ og keppir þar við fjórar aðrar hljómsveitir og tónlist- armenn frá Bandaríkjunum, Bretlandi, Eist- landi og Íran. Shima er rúmlega eins árs gömul hljóm- sveit sem spilar framsækna rokktónlist og er um þessar mundir að leggja lokahönd á sína fyrstu breiðskífu sem mun bera heitið ... And for a moment all fell silent. Jón Dal Kristbjörnsson gítarleikari Shima segir að hljómsveitin hafi komist inn í þessa keppni einfaldlega með því að senda inn prufuupptöku af einu lagi sveitarinnar. „Stuttu seinna fengum við tilkynningu um að við hefðum verið tilnefndir og að lagið sem við sendum færi á einhvern hátíðardisk sem verður dreift til gesta. Eins og nafn hátíðarinnar gefur til kynna er hún ætluð óháðum og ósamnings- bundnum listamönnum og því má ætla að þarna verði fjölmargir útsendarar plötufyr- irtækja. „Við erum ekki að búast við neinu og það er kannski bara verið að lokka okkur þang- að út með þessu. Við reiknum ekki heldur með að spila og förum þess vegna græju- lausir til Vesturheims.“ Tónlist | Íslenska hljómsveitin Shima heldur til Kanada Tilnefnd til tónlistarverðlauna Hljómsveitin Shima heldur til Kan- ada í næsta mánuði. www.worldofshima.com

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.