Morgunblaðið - 28.09.2005, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 28.09.2005, Blaðsíða 26
26 MIÐVIKUDAGUR 28. SEPTEMBER 2005 MORGUNBLAÐIÐ UMRÆÐAN F yrir skemmstu ákvað ég að kominn væri tími til að fara út að skokka á morgnana og gera jafnvel nokkrar jógaæfingar niðri í fjöru. Ég reif mig á fætur fyrir allar ald- ir og naut þess að skokka um og sjá borgina lifna við. Að vonum var ég stolt og auðvitað sannfærð um að nú væri loksins komið að því að ég myndi fara út að skokka á hverjum einasta morgni. Um kvöldið var ég rifin út á kaffihús (þolmynd) og kom því seint heim. Ég sleppti skokkinu næsta dag. Ákvað að það yrði kannski frekar tvisvar í viku. Viku síðar dreif ég mig loksins aftur en nú er liðin vika og ég er búin að ákveða að þetta verði kannski bara einu sinni í viku eða á tveggja vikna fresti. Haustin eru tími óraunhæfra markmiðssetninga. Áramótaheitin mega sín einskis við hliðina á há- leitum hugmyndum mínum um allt sem gerist þegar sumri tekur að halla. Þá byrjar nýtt líf. Ég ætla að klára að lesa Laxness eins og hann leggur sig, læra fyrir alla tíma í skólanum, taka virkan þátt í félagsstarfi, æfa mig daglega á trompetinn, byrja í jóga, byrja í júdó, fara aftur að æfa fótbolta, drífa mig á tælenskunámskeið, hugleiða á hverjum morgni, fara oftar í leikhús, bjóða nýja ná- granna velkomna með eplaböku og svo mætti lengi telja. Í lífsleiknihluta Aðalnámskrár grunnskóla segir að eftir 10. bekk eigi nemendur að geta sett sér raunhæf markmið til að stefna að í lífinu. Þessi námskrá var ekki í gildi þegar ég var í grunnskóla, eins og sést af upptalningunni að ofan. Hitt er aftur annað mál hvort öll markmiðin í námskránni séu raunhæf. Í 4. bekk eiga nem- endur t.d. að læra að túlka hlut- verk fjölskyldumeðlima í ólíkum fjölskyldugerðum og í lok 7. bekkjar eiga þeir að geta gert sér grein fyrir hvernig tilfinningar hafa áhrif á hegðun og samskipti. Samkvæmt viðmiðunar- stundaskrá (stundaskráin sem segir skólum hvað þeir eiga að kenna marga tíma í hverju fagi) á að vera einn lífsleiknitími í viku frá og með fjórða bekk. Grunn- skólar hafa síðan nokkrar kennslustundir til að ráðstafa í það sem þeir telja mikilvægt eða frá þremur og upp í ellefu á viku eftir bekkjum. Undanfarin ár hefur skóla- starfið verið njörvað meira og meira niður þrátt fyrir að núver- andi ríkisstjórn kenni sig á tylli- dögum við frelsi. Samræmdum prófum hefur fjölgað þótt allir sem hafa kennt eða lært yfirleitt viti að próf ein og sér eru meingallað námsmat. Nemendur mega nú velja hvort þeir taka samræmd próf í lok 10. bekkjar eða ekki. Þetta valfrelsi takmarkast þó við það að framhaldsskólar geta neit- að nemendum um inngöngu ef þeir hafa ekki tekið samræmd próf. Ekki er boðið upp á annars konar námsmat. Áðurnefnd aðalnámskrá tók gildi árið 1999 en hún er í ellefu heftum eftir námsgreinum auk al- menns hluta. Gert er ráð fyrir að þorri nemenda eigi að geta náð sem flestum markmiðum nám- skrárinnar á sama tíma. Nám- skráin er að mörgu leyti gott plagg og getur verið leiðbeinandi en henni er ætlað alltof stórt hlut- verk í mótun skólastarfs. Mark- miðin eru svo nákvæm að sveigj- anleiki skólastjóra og kennara verður nánast enginn. Í 4. bekk á nemandi að geta margfaldað 98 með tveimur út frá því að 2 x 100 er 200 og 2 x 98 er þá sama og 200-4. Íþróttakennarinn á að kenna nemendum að tjá tilfinn- ingar sínar í orði og verki og passa þarf upp á að í lok 7. bekkjar hafi nemandinn lært að virða skoðanir annarra og taka tillit til mismun- andi sjónarmiða. Þess má geta að samkvæmt viðmiðunarstundaskrá hitta íþróttakennarar nemendur sína þrisvar í viku í 40 mínútur í senn. Þrátt fyrir fallegar yfirlýsingar og eflaust góðan vilja yfirvalda virðist lítið bóla á títtumræddum sveigjanleika í menntakerfinu. Hugtakið virðist í raun miklu frek- ar vera notað til að hvetja til auk- innar einkavæðingar grunnskóla. Til að líta á björtu hliðarnar má þó geta þess að nýlega var gerður samningur milli mennta- málaráðuneytisins og Fræðslu- miðstöðvar grunnskóla í Reykja- vík um tveggja ára tilraunaverkefni um breytingar á viðmiðunarstundaskrá. Mark- miðið er að skapa sveigjanleika í skólahaldi í samræmi við aukið sjálfstæði skóla. Þetta er vitanlega fagnaðarefni og þótt þetta hljóði ekki mjög byltingarkennt verður spennandi að fylgjast með því hvað kemur út úr verkefninu. Síðastliðinn vetur ferðaðist ég um landið og hélt fyrirlestra um kynferðislegt ofbeldi fyrir kenn- ara og starfsfólk grunnskóla. Til að slá á létta strengi í lok fyr- irlestrar um alvarlegt efni sagði ég stundum að þegar ég yrði menntamálaráðherra myndi ég af- nema samræmd próf og henda að- alnámskrá út um gluggann (svo kennararnir gætu farið að kenna efnið sem ég lagði fram). Und- antekningalaust var klappað fyrir þessum ummælum og ég fékk jafnvel loforð um að allt kennara- liðið myndi kjósa mig. Ég þykist því viss um að starfs- fólk grunnskóla sé orðið þreytt á þeim þrönga stakki sem þeim er sniðinn. Í grunnskólum landsins starfar vel menntað fólk sem er fullfært um að skipuleggja kennslu og leggja mat á árang- urinn. Gefum þeim tækifæri til þess svo þeim þurfi ekki alltaf að líða eins og mér í nóvember þegar Laxness er rykfallinn og ég kann ennþá bara að segja góðan dag og takk fyrir á tælensku. Krob kuhn kaaah! Háleit haust- markmið Íþróttakennarinn á að kenna nemendum að tjá tilfinningar sínar í orði og verki. VIÐHORF Halla Gunnarsdóttir halla@mbl.is SÍÐUSTU daga hefur það skýrst nokkuð með hvaða hætti mála- tilbúnaður á hendur forráðamönn- um og eigendum hlutafélagsins Baugs og endurskoðendum félags- ins var framleiddur. Höfundi þess- arar greinar, sem er kvæntur Önnu Þórðardóttur löggiltum endurskoð- anda og eins sakborninga í Baugs- máli, þykir vænt um hvern áfanga sem næst í því að upplýsa það með hvaða hætti ráðamenn í íslensku samfélagi misbeittu völdum sín- um og áhrifum í þágu eigin lítilmótlegu hags- muna til að spinna saman bláþræði þessa fráleita máls. Hafi þau heilar þakkir sem að því vinna. Vitaskuld hefur okk- ur verið það lengi ljóst að það væru ekki bara maðkar í mysunni í þessu máli heldur væri þar líklega bara Mið- garðsormur sjálfur sem ætlaði sér að svelgja í sig rétt- vísina. En margt hefur þó verið óljóst um tildrög þess og upphaf og er það vafalaust ennþá þótt sitthvað hafi komið í dagsljósið undanfarið – og kveinkar sér undan því. Ég hef glaðst yfir því undanfarið að það hefur svolítið rofað til í leyndarmyrkrinu og það er eins og það felist í því dálítil réttlætisögn að vita eilítið meira í dag en í gær um það hvernig málatilbúnaðurinn var ofinn saman í upphafi. Við vitum þá að minnsta kosti eitthvað um það hvers konar gerningahríð þetta er og það er miklum mun betra heldur en að vita ekki hvaðan á sig stendur veðrið. Það er ljósara nú en var fyrir skemmstu hvernig allt var í pottinn búið. Það er að skýrast hvernig óprúttnir og skeytingarlausir ein- staklingar nýttu sér réttarkerfið til að koma fram áformum sínum um að fella um koll fyrirtækjastarfsemi sem var þeim ekki þóknanleg og ná sér niðri á einstaklingum sem þeim var persónulega í nöp við. Þetta er allt heldur raunalegt og klökkt. En svo koma fyndnir sprettir á milli svo sem söluherferð Styrmis og Jónínu á Jóni Steinari Gunnlaugs- syni, þáverandi hæstaréttarlög- manni. Ekki hafði maður nú gert sér grein fyrir því að það hefði verið svona mikil fyrirhöfn að kynna verðleika lögmannsins. Það hlýtur að hafa þurft að taka ansi rækilega á þegar hann var gerður að hæsta- réttardómara! Mér hefur þótt stórlega miður að allur þessi málatilbúnaður skuli hafa getað gengið fram með því móti sem gert var og hafi náð eins langt og raun er á orðin. Tiltrú mín á íslensku réttarfari hefur laskast umtalsvert við það að vera áhorfandi að Baugsmáli, ekki get ég borið á móti því, en hún er ennþá til og ég vona að nú heiði brátt af. Það er líka ágætt til þess að vita að meðal starfandi stjórnmála- manna er til fólk sem virðist tilbúið til að taka afleiðingar Baugsmálsins föstum tökum þegar að því kemur. Núverandi og fyrrverandi formenn Samfylkingarinnar hafa bæði talað afdráttarlaust í þá veru og ég hef trú á því að í öðrum stjórn- málaflokkum sé líka að finna öflugt fólk sem hefur áhuga á því að búa svo um hnúta að Baugshneisan end- urtaki sig ekki. Það var annars athyglisvert að verða vitni að viðbrögðunum við þeim yfirlætislausu orðum Ingi- bjargar Sólrúnar formanns að Baugsmálið hefði átt upptök sín í tilteknu andrúmslofti og hinu líka (sem í var hvass gagnrýnisbroddur) að ráðamenn í íslensku samfélagi hefðu gefið út veiðileyfi á fyrirtæki og einstaklinga. Væri svo margur fús til að feta slóð hins vígreifa veiðimanns með leyfið upp á vas- ann; þannig barna ég orð stjórn- málaforingjans. Hallgrímur Helga- son rithöfundur hélt að uppþotið hefði kannski orðið vegna þess að sárar sviði undan orðum hvass- yrtrar konu en hefði karl talað. Mér fannst í fyrstu að þetta væri líkast til rétt hjá honum, en þegar maður hugsar málið betur er volið og sarg- ið auðvitað vegna þess að konan kom óþyrmilega við kaun þeirra sem nú eru sárfættir orðnir af vafr- inu um grjóturðir og eyðisanda Baugsmálsins. Þeir tóku til sín sem áttu og var það vel. Andrúmsloft eða tíðarandi er ekki síst landamærin milli þess sem leyft er og hins sem bannað er til orðs og æðis. Valda- og áhrifamenn á öllum tímum keppast við að setja þessi mörk, formlega og óformlega, og völd þeirra og áhrif mælast ekki síst í árangrinum sem næst á þessu sviði. Valdið dregur mörk hins lög- lega og siðlega og setur reglur um það hvernig með skuli fara ef út af er brugðið. Það er hált á þessum stíg og vandalaust að missa fótanna. Þegar valdið er fyrirferðarmikið og einhliða eins og það hefur vissulega verið í hinum langa einþáttungi Sjálfstæðisflokksins í ríkisstjórn hér á Íslandi undanfarin mörg ár er hætta á að margur stingist á haus- inn í umgengni við það. Á dönsku er til orðið „behag- esyge“ sem þýðir „löngun til að þóknast einhverjum“. Kannski mætti þýða það í einu orði sem „þjónkunarþrá“. Þeir sem haldnir eru þjónkunarþrá hafa til þess ákafa löngun að þóknast ein- hverjum, oft yfirboðurum sínum, og vilja með því afla sér viðurkenn- ingar og öryggis í tilveru sinni. Lúta valdi mjög greiðlega og gagn- rýnilaust. Láta þeir sem þjónk- unarþrá hafa vilja annarra og fyr- irmæli ráða gerðum sínum og geta leiðst út yfir mörk þess sem eðlilegt er og rétt í þessari viðleitni sinni. Þetta hugtak hefur alloft borið í hug minn undanfarið þegar ein- staklingar í opinberum stöðum hafa fjallað um Baugsmál og þegar upp- haf og ferill málsins fram til frávís- unar Héraðsdóms Reykjavíkur hef- ur verið rakinn. Andrúmsloft eða óloft? Kristján Sveinsson skrifar um Baugsmálið ’Mér hefur þótt stór-lega miður að allur þessi málatilbúnaður skuli hafa getað gengið fram með því móti sem gert var og hafi náð eins langt og raun er á orðin.‘ Kristján Sveinsson Höfundur er sagnfræðingur í Reykjavík. Á FJÓRÐA hundrað verslanir eru í miðborg Reykjavíkur. Hvergi á landinu eru fleiri og fjölbreytilegri verslanir saman komn- ar á einum stað. Mikið er um sérverslanir, list- muni og íslenska hönn- un í fatnaði og skart- gripum. Í flestum þessara verslana er mjög persónuleg þjón- usta, enda algengt að eigendur og hönnuðir séu sjálfir við af- greiðslu. Slíka þjónustu er sjaldnast að finna í stórverslunum í versl- unarkjörnum úthverf- anna. Fjöldi ferðamanna Komum skemmtiferðaskipa til Reykjavíkur fjölgar ár frá ári og jafn- framt fer þeim erlendu ferðamönnum sem koma með flugi fjölgandi. Versl- un og veitingarekstur njóta góðs af, ekki síst í miðborginni, þar sem lang- flestir þeirra ferðamanna sem hafa viðdvöl í höfuðborginni kjósa að spóka sig þar, versla og setjast inn á eitthvert þeirra fjölmörgu veitinga- húsa og kaffihúsa sem þar er að finna. Í miðborginni er mik- ið úrval veitingastaða, kaffihúsa, bara og skemmtistaða – og eitt- hvað við allra hæfi, hvað varðar smekk og efna- hag. Þetta kunna þeir að meta sem komist hafa á bragðið, hvort sem um er að ræða er- lenda eða innlenda ferðamenn, íbúa í mið- borginni eða öðrum hverfum. Ný byggð Nýja byggðin sem rís nú í Skugga- hverfi og á næstunni við Mýrargötu, ásamt þéttingu byggðar á ýmsum reitum, mun efla miðborgina og versl- unin mun m.a. njóta góðs af fjölgun íbúa á þessu svæði. Þá er fyrirhuguð nokkur uppbygging við Laugaveg og verið er að byggja nýtt bílastæðahús á Stjörnubíósreitnum. Þar bætast líka við nokkrar verslanir, sem verða á jarðhæð hússins. Á laugardögum er ókeypis í öll bílastæðahús í miðborg- inni. Nýja tónlistar- og ráðstefnuhúsið, sem á að verða tilbúið árið 2009, verð- ur glæsileg viðbót við miðborgarlífið, ásamt hóteli og fleiri nýbyggingum þar í kring. Miðborgin – náttúrulega Miðborgin hefur sitt mannlíf, fjöl- breytni og náttúrulega umhverfi fram yfir alla sérhannaða versl- unarkjarna. Það er því ekki út í blá- inn að auglýsa, eins og gert er á löngum laugardögum: „Miðborgin – náttúrulega.“ Yfir 300 verslanir eru í miðborginni Einar Örn Stefánsson fjallar um miðborg Reykjavíkur ’Á laugardögum erókeypis í öll bílastæða- hús í miðborginni.‘ Einar Örn Stefánsson Höfundur er framkvæmdastjóri Þróunarfélags miðborgarinnar.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.