Morgunblaðið - 28.09.2005, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 28.09.2005, Blaðsíða 4
4 MIÐVIKUDAGUR 28. SEPTEMBER 2005 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR www.leikhusid.is Kortasölunni lýkur á föstudag. Tryggðu þér sæti! ÚTFÖR Björns Hallgrímssonar, fyrrverandi forstjóra, var gerð frá Dómkirkjunni í Reykjavík í gær. Sr. Valgeir Ástráðsson jarðsöng, organisti var Jón Stefánsson og karlakórinn Fóstbræður sungu. Líkmenn voru Gunnar Sch. Thorsteinsson, Sólveig Pétursdóttir, Emilía Björg Sigurðardóttir, Björn Hallgrímur Kristinsson, Krist- inn Björn Sigfússon, Haraldur Gísli Sigfússon, Björn Sch. Thorsteinsson og Sigurður Sigfússon. EINN maður fórst en annar bjarg- aðist eftir að bandarísk skúta fékk á sig brotsjó á Grænlandssundi, um 160 kílómetra norðvestur af Straum- nesi um miðnætti í fyrrinótt. Þyrla Landhelgisgæslu Íslands bjargaði manninum við erfiðar aðstæður, en ekkert amaði að honum. „Það skall alda á bátnum og lagði hann á hliðina, og við það brotnaði mastrið,“ sagði skipbrotsmaðurinn, Adam Lalich, þegar hann steig út úr þyrlu landhelgisgæslunnar í Reykja- vík. Lalich, sem er Bandaríkjamaður á fimmtugsaldri, og eigandi skútunn- ar, sagði að skoskur félagi sinn hefði farið fyrir borð þegar brotsjórinn reið yfir skútuna rétt eftir miðnætti, en síðan hefur ekkert til hans spurst. Ekkert amaði að Lalich og þurfti hann ekki að gangast undir læknis- skoðun. Jakob Ólafsson, flugstjóri á TF- LÍF, þyrlu Landhelgisgæslunnar, sagði að veður hefði verið erfitt, mik- ill mótvindur á leið á staðinn, 25-30 m/s. Veðrið var aðeins skárra á slys- stað, um 20-25 m/s en mikill öldu- gangur og snjóél. Þaulreyndur sjómaður Jakob segir að tekin hafi verið ákvörðun um að láta björgunarlykkju síga mannlausa til skipbrotsmanns- ins, enda vitað að maðurinn sé alvan- ur sjómaður. „Þeir létu vírinn síga og ég setti lykkjuna utan um mig. Þetta var auð- velt,“ sagði Lalich um björgunina. Sigmanni hefði verið talsverð hætta búin ef hann hefði þurft að síga niður þar sem siglutré skútunnar, sem þó hafði brotnað ofanaf, sveiflaðist mik- ið, auk þess sem hætta getur skapast af vírum og köðlum. Lalich er þaul- reyndur skútusjómaður frá Alaska, sem siglt hefur um heimsins höf, m.a. til Suðurskautsins, að sögn Gunn- laugs Hólm Sigurðssonar, félaga La- lich, sem beið hans í landi. Gunnlaug- ur segir Lalich vel kunnugan siglingum við erfiðar aðstæður. Hann hafi siglt skútu sinni frá Íslandi til Grænlands í byrjun ágúst, og verið á leið til baka til Reykjavíkur þegar brotsjórinn reið yfir. Lalich vinnur sem krabbasjómaður í Alaska hluta úr ári, og siglir þess á milli um á skútu sinni, Vamos, sem er um 36 fet. Landhelgisgæslunni barst neyðar- kall kl. 2:17 í fyrrinótt um gervihnött, og var þegar farið að kanna skipa- ferðir á svæðinu og athuga hvort skip þar væru í nauðum. Þær upplýsingar fengust svo frá björgunarstjórnstöð- inni í Norfolk í Bandaríkjunum að skútan Vamos hefði sent frá sér neyðarkallið, og að um borð væru tveir menn. Samband náðist við norskan línu- veiðara á svæðinu, en hann gat ekki aðstoðað skútuna vegna veðurs, og átti fullt í fangi með að halda sjó sjálf- ur, enda 10-15 metra ölduhæð og afar lélegt skyggni. Var þá ákveðið að senda TF-LÍF, þyrlu Landhelgis- gæslunnar, á staðinn og var lagt af stað kl. 5:40 frá Reykjavík. TF-SYN, Fokker-flugvél gæslunnar, flaug með til að tryggja öryggi áhafnar þyrl- unnar, og til að reyna að finna skút- una áður en þyrlan kæmi á vettvang. Auðunn F. Kristinsson, stýrimað- ur á flugvélinni, segir að þeir hafi fundið skútuna um fimm mínútum eftir að þeir komu á staðinn, kl. 8:07, og hafi leiðbeint þyrlunni síðasta spölinn, enda hafði þyrlan einungis flugþol til að vera um 30 mínútur á svæðinu áður en hún þurfti að snúa heim, hver mínúta skipti máli. Tókst að ná sambandi við skipbrotsmann- inn sem sagði ekkert ama að sér, en að félagi sinn hefði farið fyrir borð. Þyrlan kom svo að skútunni um 8:30 og sást Lalich strax í skut báts- ins. Það tók aðeins um fimm mínútur að bjarga manninum um borð, og leit- aði þyrlan að því loknu skamma stund að félaga hans áður en haldið var til baka. Þyrlan tók eldsneyti á Rifi, en lenti svo með manninn á Reykjavíkurflugvelli skömmu eftir kl. 11 í gærmorgun. TF-SYN hélt leit áfram í um klukkustund eftir að manninum var bjargað, en án árangurs. Félagi hans er talinn af, enda var hvorugur mað- urinn í flotgalla og sjávarhiti ekki hár. Flugvélin tryggir öryggi Auðunn segir að miklu skipti við aðstæður sem þessar að geta sent flugvél með þyrlunni. Hlutverk flug- vélarinnar sé tvíþætt. Annars vegar að leita á svæðinu, enda flugvélin með mun meira flugþol en þyrlan og auk þess fljótari að komast á vettvang. Því sé hægt að nota flugvélina til að finna skipbrotsmenn og beina þyrl- unni á réttan stað til að spara tíma. Hitt hlutverk flugvélarinnar sé svo að tryggja öryggi þyrluáhafnarinnar, t.d. með því að taka niður nákvæma staðsetningu farist þyrlan, og varpa út björgunarbátum. Mann tók útbyrðis þegar bandarísk skúta fékk á sig brotsjó á Grænlandssundi í fyrrinótt Einn fórst en öðrum var bjargað Morgunblaðið/Árni Sæberg Björgunarmenn: Guðmundur Sigurðsson, Hafsteinn Heiðarsson, Auðunn Kristinsson, Páll Geirdal, Pétur Stein- þórsson, Hörður Ólafsson, Reynir Brynjarsson, Björn Brekkan Björnsson, Magnús Einarsson og Jakob Ólafsson.                   ! "#        Eftir Brján Jónasson brjann@mbl.is Ljósmynd/Sigurður Helgi Útför Björns Hallgrímssonar Morgunblaðið/Árni Sæberg ADAM Lalich hafði viðkomu á Siglufirði í sumar áður en hann hélt til Grænlands þann 8. ágúst, og segir Sigurður Helgi Sigurðsson, hafn- arvörður á Siglufirði, sem tók meðfylgjandi mynd, að Lalich hafi rætt um að sigla eins langt norður meðfram austurströnd Grænlands og hann kæm- ist áður en hann sneri við og kæmi aftur til Íslands. Sigurður segir að fyrir tveimur árum hafi Lalich komið hingað til lands á skútunni, og þá áformað að sigla til Jan Mayen. Kom við á Siglufirði í sumar

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.