Morgunblaðið - 28.09.2005, Blaðsíða 48
MORGUNBLAÐIÐ, KRINGLUNNI 1, 103 REYKJAVÍK, SÍMI 569 1100, SÍMBRÉF 569 1181, PÓSTHÓLF 3040,
ÁSKRIFT-AFGREIÐSLA 569 1122, NETFANG: RITSTJ@MBL.IS, AKUREYRI: KAUPVANGSSTRÆTI 1 MIÐVIKUDAGUR 28. SEPTEMBER 2005 VERÐ Í LAUSASÖLU 220 KR. MEÐ VSK.
Í FJARSKIPTALÖGUM er kveðið á
um að hver sá sem tekur við sím-
skeytum, myndum eða öðrum fjar-
skiptamerkjum, fyrir tilviljun, mis-
tök eða án sérstakrar heimildar,
megi ekki notfæra sér það á nokkurn
hátt.
Þessi ákvæði eru í 9. kafla laganna
þar sem fjallað er um vernd persónu-
upplýsinga og friðhelgi einkalífs. Þar
segir m.a: „Sá sem fyrir tilviljun, mis-
tök eða án sérstakrar heimildar tek-
ur við símskeytum, myndum eða öðr-
um fjarskiptamerkjum og táknum
eða hlustar á símtöl má ekki skrá
neitt slíkt hjá sér eða notfæra sér það
á nokkurn hátt. Jafnframt ber hon-
um að tilkynna sendanda að upplýs-
ingar hafi ranglega borist sér. Skylt
er að gæta fyllsta trúnaðar í slíkum
tilfellum.“
Brot gegn fjarskiptalögum varða
almennt sektum eða fangelsi í allt að
sex mánuði og einnig hefur Póst- og
fjarskiptastofnun ákveðnar heimildir
til að stöðva rekstur fjarskiptafyrir-
tækja sem brjóta gegn fjarskiptalög-
um.
Sérstök viðurlagaákvæði eru hins
vegar vegna brota á 9. kafla laganna.
Þar segir: „Brot gegn IX. kafla lag-
anna um vernd persónuupplýsinga
og friðhelgi einkalífs varða refsingu
svo sem mælt er fyrir um í 1. mgr. Sé
slíkt brot framið í ávinningsskyni,
hvort sem er í eigin þágu eða ann-
arra, má refsa með fangelsi allt að
þremur árum.“
Refsiákvæði í hegningarlögum
Í 25. kafla almennra hegningar-
laga er fjallað um ærumeiðingar og
brot gegn friðhelgi einkalífsins. Sam-
kvæmt 228. og 229. grein laganna
varðar það sektum eða allt að eins árs
fangelsi að hnýsast í skjöl sem geyma
upplýsingar um einkamál annars
manns og viðkomandi hefur komist
yfir gögnin með brögðum. Sama gild-
ir um tölvugögn. Þá varðar það sömu
refsingu að skýra frá „einkamálefn-
um annars manns, án þess að nægar
ástæður séu fyrir hendi, er réttlæti
verknaðinn“ eins og segir í lögunum.
Þó að brot gegn þessum ákvæðum
laganna varði refsingu kemur ekki til
álita að lögregla gefi út ákæru í mál-
inu heldur yrði að höfða svokallað
einkarefsimál. Ástæðan er sú að í
lögunum kemur fram að mál út af
brotum sem varða 228. og 229. grein,
og raunar fleiri greinar í þessum
kafla, geti sá einn höfðað sem mis-
gert er við.
Bannað er að nota fjar-
skiptagögn án heimildar
SAMKOMULAG hefur náðst milli
Hitaveitu Suðurnesja (HS) annars
vegar og Náttúruverndarsamtaka
Íslands og Landverndar hins vegar
um að um 2 km langur jarðstrengur
verði lagður frá Reykjanesvirkjun
fyrir árið 2015, að því gefnu að
rannsóknir á svæðinu sýni að það
sé tæknilega mögulegt.
Auk þessa verður skipaður sam-
ráðshópur sem mun finna heppileg-
ustu leiðina fyrir línuna, og standa
vonir Landverndar og Náttúru-
verndarsamtaka Íslands til þess að
valin verði leið sunnan Sýrfells en
norðan Sýrfellsdraga. Sögðu nátt-
úruverndarmenn að loftlína vestan
Sýrfells hefði valdið verulegri sjón-
mengun, en gott útsýni er af Sýr-
felli yfir staðinn þar sem Reykja-
neshryggurinn gengur á land.
Hart hefur verið tekist á um legu
háspennulínu frá virkjuninni, og
áformaði HS upphaflega að leggja
línuna frá virkjuninni í jarðstreng á
kafla austan Sýrfells, en vegna
breyttrar staðsetningar hafi leið
jarðstrengsins lengst og kostnaður
hækkað í samræmi við það. Því var
sótt um leyfi til að leggja hann í
lofti vestan Sýrfells, og féllst Skipu-
lagsstofnun á það, þrátt fyrir mót-
mæli náttúruverndarsamtaka.
Kostar um 180 milljónir
Segja aðilar samkomulagsins að
það marki tímamót þar sem tekið
sé tillit til beggja sjónarmiða. Þann-
ig taki náttúruverndarsamtökin til-
lit til hagsmuna HS um tímatak-
mörk við sölu á raforku til
Norðuráls og Grundartanga, og HS
taki tillit til sjónarmiða um sjón-
mengun.
Kostnaðaraukning við að leggja
háspennulínuna í jörð á þessum 2
km kafla verður um 180 milljónir,
að sögn Júlíusar J. Jónssonar, for-
stjóra hitaveitunnar. Auk þess mun
HS standa straum af kostnaði við
rannsóknir sem samráðshópurinn
mun láta gera. Staðfesti þær að
jarðstrengur hefði jákvæð áhrif á
viðhorf og upplifun ferðamanna, úti-
vistarfólks og einstaklinga og hópa
sem nota svæðið til náttúruskoð-
unar og fuglalíf og viðunandi tækni-
legar forsendur séu fyrir hendi til
að leggja jarðstreng, mun HS hf. í
samráði við Landsnet hf. taka niður
háspennulínuna vestan Sýrfells og
verður jarðstrengur lagður í hennar
stað eigi síðar en árið 2015, að því
gefnu að stjórnvöld veiti til þess
heimild, segir í samkomulagi aðila.
Samkomulag um jarðstreng
Eftir Brján Jónasson
brjann@mbl.is
Morgunblaðið/Árni Sæberg
Fulltrúar Hitaveitu Suðurnesja, Landverndar og Náttúruverndarsamtaka
Íslands kynna samkomulag sitt við Reykjanesvirkjun í gær.
FJÖLMENNI var á stofnfundi samtaka íbúa í
Laugardal í Þróttaraheimilinu í gærkvöldi en
fundurinn var haldinn samhliða kynning-
arfundi framkvæmdasviðs Reykjavíkurborgar
um fyrirhugaðar framkvæmdir við Sunda-
braut.
Sigríður Ólafsdóttir, sem vann að undirbún-
ingi stofnunar íbúasamtakanna, sagði í samtali
við Morgunblaðið eftir fundinn að mikið hafi
verið rætt um málefni Sundabrautar á fund-
inum og greinilegt að íbúar á svæðinu hafi
töluverðar áhyggjur af fyrirhuguðum fram-
kvæmdum.
Á fundinum var ákveðið að stofna nefnd
íbúa til að vinna með borginni að verkefnum
tengdum Sundabraut. Segir Sigríður að
fulltrúar framkvæmdasviðs og hverfaráðs
borgarinnar hafi lýst áhuga á að vinna náið
með íbúum að skipulagi Sundabrautar. Vonist
íbúarnir til að staðið verði við það en spurn-
ingar hafi vaknað um hvort Vegagerðin væri
tilbúin til hins sama.
Sigríður telur að í það minnsta 150 manns
hafi mætt á fundinn sem stóð fram eftir kvöldi.
Morgunblaðið/Árni Torfason
Fjölmenni á stofnfundi íbúasamtaka
FRESTUR til að skila inn umsókn-
um um lóðir í Þingahverfi, sem er á
svonefndu Suðursvæði í Vatnsenda-
landi, og Hvarfahverfi rann út um
miðjan dag í gær. Búist var við að
hverfið nyti mikilla vinsælda meðal
fólks og kom það á daginn en að
sögn Mörtu Grettisdóttur, ritara
skipulagsstjóra Kópavogsbæjar, var
stöðugur straumur á bæjarskrifstof-
urnar og um 1.500 umsóknir bárust
fyrir sextán einbýlishúsalóðir,
þriggja íbúða raðhúsalóð og bygg-
ingarétt fyrir átta parhús, eitt fjór-
býlishús og tvö fjölbýlishús með
samtals 24 íbúðum.
Nýjum reglum verður beitt í
fyrsta skipti við úthlutun lóðanna en
í þeim eru t.d. stífari kröfur varð-
andi greiðslumat fjármálastofnana
og eins verður ekki hægt að selja lóð
fyrr en eign er tilbúin til innréttinga,
þ.e. án samþykkis bæjarráðs. Er
þetta gert til að sporna við lóða-
braski.
Ef tvær eða fleiri umsóknir standa
jafnfætis verður dregið um lóðina að
viðstöddum fulltrúa sýslumanns.
1.500 sóttu um
lóðir í Vatns-
endalandi
LÖGREGLAN í Vestmanna-
eyjum rannsakar nú tvo bruna í
bænum í gær þar sem grunur
er um íkveikju í bæði skipti og
jafnvel að sami aðili hafi verið
að verki.
Í fyrri brunanum var
slökkvilið kallað út að rusla-
gámum við kirkjugarð bæjar-
ins. Þar var þó lítill eldur og
ekkert tjón á gámnum.
Síðar um daginn var aftur til-
kynnt um bruna, að þessu sinni
í geymslugámum við malarvöll
ungmennafélagsins Óðins við
Löngulág. Þar var mikill eldur
og er talið að talsvert af íþrótta-
búnaði félagsins hafi skemmst.
Grunur
um tvær
íkveikjur
í Eyjum
TVÖ tilboð bárust í borun rúmlega
fimmtíu holna vegna virkjanafram-
kvæmda Orkuveitu Reykjavíkur á
Hellisheiði og Hengilssvæðinu. Til-
boðin hljóða upp á rúmlega og tæp-
lega 80% af kostnaðaráætlun sem er
upp á tæpa 10 milljarða króna, en
þetta er mesta borverkefni sem ráðist
hefur verið í hér á landi og stærsta út-
boð Orkuveitunnar til þessa.
Jarðboranir buðu tæpa 7,8 millj-
arða króna í verkið og ÍAV/Ístak
rúmlega 8,3 milljarða króna.
Fimmtán til tuttugu háhitaholur
verða á Stóra-Skarðsmýrarfjalli og er
ekki gert ráð fyrir að hægt verði að
vinna þar nema 5–6 mánuði á ári þar
sem framkvæmdasvæðið er 550 metr-
um yfir sjávarmáli. Önnur svæði eru á
Ölkelduhálsi, í Hverahlíð, á núverandi
virkjanasvæði og víða á Hellisheiði og
á Hengilssvæðinu vegna rannsókna.
Átta millj-
arðar vegna
borverkefna
♦♦♦