Morgunblaðið - 10.10.2005, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 10.10.2005, Blaðsíða 1
STOFNAÐ 1913 274. TBL. 93. ÁRG. MÁNUDAGUR 10. OKTÓBER 2005 PRENTSMIÐJA MORGUNBLAÐSINS mbl.is Lék fyrir tíu þúsund manns Sigur Rós kom fram á tónleikum í Hollywood Bowl | Menning Fasteignir | Þorp timburhúsa rís í Grímsnesi  Saga Bessastaða  Áskorun til stórbyggjenda og hönnuða Íþróttir | Englendingar og Pólverjar á HM Valur komst áfram í handboltanum 5 Það dregur til tíðinda! dagar til Dags byggingariðnaðarins í Hafnarfirði laugardaginn 15. október Varsjá. AP, AFP. | Enginn fékk hrein- an meirihluta í forsetakosningunum í Póllandi í gær og verður því kosið á ný milli tveggja efstu frambjóðenda 23. október. Endanleg úrslit verða kunn í dag en er talin höfðu verið 62% atkvæða var Donald Tusk, for- setaefni Borgaravettvangs, með 34,8% atkvæða en helsti keppinautur hans, Lech Kaczynski, sem er í flokknum Lög og réttur og er borg- arstjóri Varsjár, með 33,3%. Kjör- sókn var sögð hafa verið nær 50% sem er talsvert meiri þátttaka en í þingkosningunum nýverið. Báðir eru keppinautarnir hægrisinnar, þeir vilja efla enn traust samstarf við Bandaríkin og Kaczynski leggur mikla áherslu á tryggð við gömul gildi og kaþólska trú. Tusk hefur beitt sér fyrir efnahagsumbótum í anda markaðshyggju. Flokkar þeirra sigruðu í þing- kosningunum og hyggjast mynda saman ríkisstjórn en flokkur Kacz- ynskis fær embætti forsætisráð- herra þar sem hann hefur fleiri þing- sæti. Rætt var um að tvíburabróðir hans, Jaroslaw, yrði forsætisráð- herra en hann gaf ekki kost á sér í embættið til þess að spilla ekki fyrir bróðurnum í forsetakjörinu. Mörg- um fannst erfitt að sætta sig við að tvíburarnir, sem eru eineggja, myndu saman ráða lögum og lofum í landinu. Forseti Póllands er æðsti yfirmaður hersins, hefur mikil áhrif á utanríkisstefnuna og getur fellt lög með neitunarvaldi. Kjósa þarf aftur í Póllandi ÚTLIT er fyrir að gengið verði frá samn- ingi um leigu á aðstöðu Slippstöðvarinnar á Akureyri til næstu þriggja mánaða fyrir há- degi í dag og að starfsemi muni hefjast þar á morgun, þriðjudag. Anton Benja- mínsson, sem er í forsvari fyrir hóp einstaklinga og fyrirtækja, sem stendur að leigu- samningnum, sagði að dagurinn í dag yrði notaður til að undirbúa það að koma rekstrinum í gang aftur. Það yrði gert í þrepum og á morgun, þriðjudag, yrði byrjað á þeim verkefnum sem hefðu verið í gangi og síðan tæki það einhverja daga að koma rekstrinum í fullan gang. Einhverjir tugir starfsmanna yrðu ráðnir í dag og síðan myndi vonandi bætast við dag frá degi. Óvíst hvort allir verða ráðnir Um 100 manns voru í starfi hjá Slippstöð- inni þegar hún varð gjaldþrota fyrir rúmri viku og sagði Anton ekki hægt að segja til um það á þessari stundu hvort þeir yrðu all- ir ráðnir. Fara þyrfti yfir það hvaða verk- efni hefðu verið í vinnslu og hve marga menn þyrfti til að sinna þeim. Auk viðgerðarverkefna og smíði vinnslu- búnaðar, sem unnið var að þegar fyrirtækið varð gjaldþrota, eru fleiri verkefni í deigl- unni að sögn Antons. Hann sagði að skammur aðdragandi hefði verið að aðkomu þeirra að málinu. Haft hefði verið samband eftir hádegi á laugardag þegar fyrri viðræð- ur hefðu siglt í strand og hlutirnir því gerst mjög hratt síðan þá. Nokkur fyrirtæki og einstaklingar stæðu að þessum leigusamn- ingi, en ekki væri hægt að nafngreina þá að- ila að svo stöddu. „Það er lagt á stað með það að leiðarljósi að kaupa síðan þessar eignir í framhaldinu,“ sagði Anton og bætti við að ekki hefði verið hægt að bíða með það lengur að koma rekstrinum í gang aftur, því annars hefðu starfsmenn farið annað, þar sem mikil eft- irspurn væri eftir málmiðnaðarmönnum. Viðræður voru í gangi um leigu á mann- virkjunum til félags í eigu KEA, Sjafnar eignarhaldsfélags og Sandblásturs og málmhúðunar, en upp úr þeim slitnaði. Slippstöð- in í gang á morgun Eftir Hjálmar Jónsson hjalmar@mbl.is ÍBÚAR í bænum Puerto San Jose, sunnan við Guatemala-borg í Mið- Ameríku, reyna að klófesta mat sem herinn deildi út til nauð- staddra í gær en miklar rigningar hafa valdið mannskæðum skriðu- föllum á svæðinu. Staðfest var í gær að minnst 519 væru látnir í Guatemala eftir aurskriður sem féllu á tvo bæi, Panabaj og Tzanchaj, við stöðuvatnið Atitlan í vikunni. Um 1400 manns að auki er saknað. Sums staðar er aurlag- ið á svæðinu um 10 metra þykkt og leitarstörf því erfið. Gífurleg úrkoma hefur verið í landinu af völdum hitabeltislægðarinnar Stan og á miðvikudag féll mikil aur- og grjótskriða úr eldfjallinu San Lucas yfir bæina. Skriður eru algengar á þessum slóðum en þar hefur viðkvæmur jarðvegur víða losnað vegna skógarhöggs. Fátæklingar reisa sér oft heimili hátt í hlíðum fjalla, þrátt fyrir skriðuhættuna. Um 70 manns létu lífið af völdum óveð- ursins í El Salvador, 28 í Mexíkó, 11 í Nicaraqua og hundruð þús- unda hafa misst heimili sín. Bandaríkin, Japan, Mexíkó og fleiri ríki hétu Guatemalamönn- um þegar í gær aðstoð vegna hamfaranna. Hundruð manna dóu í Guatemala AP RÁÐAMENN í Pakistan sögðu í gær að staðfest tala látinna í jarð- skjálftanum í landinu á laugardag væri komin í 20.000 og báðu þjóðir heims um aðstoð. Voru björgunar- sveitir frá nokkrum ríkjum sendar af stað strax í gær, einnig var heit- ið fjármunum og ýmsum hjálpar- gögnum. Margir harðir eftir- skjálftar hafa orðið á svæðinu og hafa þeir valdið mikilli skelfingu. „Þjáningarnar eru hræðilegar og verkefnin geigvænleg,“ sagði Jan Egeland, embættismaður Sameinuðu þjóðanna, í gær. Sagði hann fyrst og fremst þörf á stórum þyrlum til að flytja neyðargögn til afskekktra svæða. Langflestir dóu í pakistanska hluta Kasmír-héraðs en þar voru upptök skjálftans. Minnst 600 manns létu lífið í ind- verska hluta Kasmír. Kennsla í skólum var nýhafin og sums staðar hrundu skólahúsin yfir börnin, var óttast að hundruð barna væru grafin undir braki. Alþjóða Rauða krossinn og Rauði hálfmáninn leggja fram sem svarar 530 milljónum króna til nauðstaddra. Alþjóðasveit Slysa- varnafélagsins Landsbjargar fer hins vegar ekki af stað þar sem Pakistanar ákváðu að fá eingöngu sveitir frá ríkjum sem þeir hafa stjórnmálasamband við. | 14 Pakistanar biðja þjóðir heims um hjálp Reuters Slösuðu barni sinnt á sjúkrahúsi í héraðinu Mansehra í Pakistan. Staðfest var í gær að minnst 20.000 væru látin á hamfarasvæðinu og yfir 40.000 að auki slösuð. Víða er skortur á tjöldum, lyfjum og öðrum gögnum.  Minnst 20.000 manns fórust  Víða hrundu skólahús yfir nemendurna Eftir Kristján Jónsson kjon@mbl.is Fasteignir og Íþróttir í dag

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.