Morgunblaðið - 10.10.2005, Blaðsíða 33
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 10. OKTÓBER 2005 33
MINNINGAR
✝ Reynir Ríkarðs-son fæddist í
Reykjavík 9. nóvem-
ber 1942. Hann lést
á Líknardeild Land-
spítalans í Kópavogi
30. september síð-
astliðinn. Foreldrar
hans eru Ríkarður
Long Ingibergsson
húsasmíðameistari í
Reykjavík, f. í
Reykjavík 5. ágúst
1912, og Guðríður
Árný Sigmunds-
dóttir, f. í Norðfirði
21. nóvember 1909, d. í Reykjavík
7. mars 1993. Bróðir Reynis er Al-
bert, f. 29. október 1944, maki Elín
Vigfúsdóttir, f. 20. mars 1952, son-
ur þeirra Vigfús Bjarni prestur í
Reykjavík, f. 10. febrúar 1975.
Reynir kvæntist Dagnýju Þórð-
ardóttur húsfreyju, f. á Stokkseyri
10. mars 1945, d. í Reykjavík 12.
mars 1982. Foreldrar hennar eru
hjónin Þórður Ólafsson, sjómaður
og verkamaður í Grindavík, síðar í
Reykjavík, f. 24. maí 1906, d. 18.
maí 1975, og Sigrún Guðmunds-
dóttir húsfreyja, f. 23. janúar 1915.
Fósturfaðir Dagnýjar var Jón
Bjarnason, póstmaður í Reykjavík,
f. 4. september 1911. Börn Reynis
og Dagnýjar eru: 1) Ríkarður tré-
smiður, f. 22. ágúst 1966, sambýlis-
kona Berglind Þorbergsdóttir
leiðbeinandi, f. 25. mars 1970. 2)
Sigrún nemi í KHÍ, f. 1. mars 1968,
maki Gunnar Hrafn Jónsson
tæknifræðingur, f. 2. ágúst 1968,
börn þeirra eru Dag-
rún Sara, f. 1. mars
1998, Kristófer Ar-
on, f. 25. september
2001, og Alexander
Elís, f. 27. janúar
2003. 3) Árný, f. 16.
desember 1972, dótt-
ir hennar er Tara Líf
Franksdóttir, f. 27.
desember 2002.
Reynir kvæntist
16. júní 1984 Jó-
hönnu Finnborgu
Magnúsdóttur
sjúkraliða, f. í
Reykjavík 6. mars 1957. Þau
skildu 1995. Foreldrar hennar eru
hjónin Magnús Finnbogason
verkamaður í Reykjavík, f. 5. októ-
ber 1926, og Sesselja Sigríður Jó-
hannsdóttir húsfreyja, f. 27. júlí
1929. Dætur Reynis og Jóhönnu
eru: 1) Stefanía, f. 8. nóvember
1983, sambýlismaður Pétur Ingi-
berg Smárason, f. 30. janúar 1976,
börn þeirra eru Katrín Tinna Pét-
ursdóttir, f. 12. júní 2003 og Máni
Freyr Pétursson, f. 17. júní 2005.
2) Inga Rós, f. 12. maí 1988.
Sambýliskona Reynis er Hall-
dóra Einarsdóttir sjúkraliði, f. 14.
september 1957. 5ynir hennar eru
Kjartan Kjartansson, f. 4. desem-
ber 1979, Stefán Kjartansson, f.
26. september 1983, og Einar
Tryggvi Kjartansson, f. 27 nóvem-
ber 1991.
Reynir verður jarðsunginn frá
Áskirkju í dag og hefst athöfnin
klukkan 13.
Elskan mín.
Aldan hnígi til að mæta þér, vindurinn sé í
bak þér, sólin vermi andlit þitt, regnið falli
milt að jörðu. Og allt til þess að við sjáumst á
ný, varðveiti þig Guð í örmum sínum. Amen.
(Írsk blessun.)
Þín
Halldóra.
Mig langar að minnast með nokkr-
um orðum föður míns, sem lést úr ill-
vígum sjúkdómi langt fyrir aldur
fram.
Þú gafst aldrei upp og barðist
hetjulega við sjúkdóminn sem hafði
þó að lokum betur. Þegar ég hringdi
til þín eða kom vildirðu aldrei að ég
eða aðrir hefðum áhyggjur af þér.
Þannig maður varst þú, sterkur,
sjálfstæður og umhyggjusamur.
Ég minnist allra útileganna sem
við fjölskyldan fórum í þegar mamma
var á lífi, eins minnist ég kappsemi og
vinnusemi, því duglegri maður til
vinnu var vandfundinn.
Lífið var þér ekki alltaf dans á rós-
um, en þú horfðir alltaf fram á við og
dvaldir ekki við það sem liðið var.
En það er með trega og söknuði
sem ég kveð þig, pabbi minn, og ég
veit að þér líður betur núna, þinn son-
ur
Ríkarður Reynisson.
Ég aldrei hef lofað að brautin sé bein,
né blómstígar gullskrýddir alla leið heim.
Ég get ekki lofað þér gleði án sorgar,
á göngu til himinsins helgu borgar.
En eg hefi lofað þér aðstoð og styrk,
og alltaf þér birtu þó leiðin sé myrk.
Mitt ljúfasta barn ég lofað þér hef,
að leiða þig sjálfur hvert einasta skref.
(Staðf. Hjálmar Jónsson.)
Nú ert þú farinn og kveð ég þig
hér, með þessum orðum til þín.
Ég veit að sjúkdómurinn þurfti að
berjast af öllu afli til að vinna þig, þar
sem að þú varst alltaf svo sterkur og
hraustur.
En mikið var gott að geta verið hjá
þér þegar að þú kvaddir þennan
heim. Það var eins og þú værir að
bíða eftir því að við öll værum inni hjá
þér svo þú gætir farið. Trú mín á eitt-
hvað annað líf varð sterkari fyrir vik-
ið. Sú trú mun hjálpa mér að komast
yfir missinn, þó ég viti að aldrei er
hægt að jafna sig alveg eftir ástvina-
missi. Sorgin kemur alltaf í bakið á
manni öðru hverju allt lífið.
Ég veit þú hefur það betra núna,
með saknaðarkveðju ég kveð þig.
Þín dóttir,
Sigrún.
Elsku Reynsi.
Það er svo sárt að kveðja þig á
þennan hátt sem varst svo kraftmik-
ill og eftir öll þessi ár og allt það sem
við höfum gert saman. Mér er helst í
huga öll ferðalögin sem við fórum í
með mömmu og þegar ég fékk að
vera með þér í vinnunni þegar ég var
lítill. Það fannst mér frábært. Ég ætl-
aði mér alltaf að verða smiður eins og
þú. Það var alltaf svo gott að leita til
þín þegar mann vantaði hjálp við eitt-
hvað, alveg sama hvað það var því þú
varst alltaf tilbúinn að hjálpa. Þú
varst svo hugmyndaríkur og hafðir
nánast lausnir við öllu. Ég er bara
svo þakklátur að hafa fengið að kynn-
ast svona frábærum manni eins og
þér sem var tilbúinn að gera allt fyrir
mann þótt maður gerði ekki eitthvað
á móti.
Einar Tryggvi Kjartansson.
Í starfinu dróstu þig hvergi í hlé
þín hugsun að geta mest látið í té
þar geislaði í gegnum vik hvert.
Að flýja af hólmi var fjarri þér æ
og fáum var stundunum kastað á glæ
og verkin þín votta það bert.
(Á.H.)
Eftir langa og hetjulega baráttu
við illvígan sjúkdóm hefur þú fengið
hvíld, kæri Reynir. Það er svo þung-
bært að þurfa að kveðja þig. Gangan
var löng og strembin en eins og þú
sagðir svo oft. „Fyrstu hundrað árin
eru erfiðust.“
Það er frá svo mörgu að segja og er
okkur efst í huga allar innihaldsríku
stundirnar með ykkur mömmu sem
eru enn verðmætari nú. Það má með
sanni segja að þú hafir verið gull af
manni, hjálpfús og alltaf reiðubúinn
að deila vitneskju þinni til okkar sem
minna vissum. Þvílíkur viskubrunnur
varstu og gott til þín að leita. Þú á
þinn heiðarlega hátt hafðir svo góð
áhrif á líf okkar og vaktir okkur til
umhugsunar um svo margt og
kenndir okkur svo margt. Aldrei
heyrðist þú hrósa sjálfum þér og á
hógværan hátt tókstu við hrósi okkar
sem áttum ekki orð yfir dugnað þinn
og hugkvæmni.
Okkur er minnisstætt í fyrsta sinn
sem við hittumst. Móðir okkar vildi
kynna okkur og bauð okkur að borða
saman. Það kvöld var mikið hlegið og
við skynjuðum hvað okkur leið öllum
vel saman. Okkur duldist ekki að góð-
menni var hér á ferð sem gæti um-
borið okkur bræðurna.
Reynir var ötull maður og iðinn,
enda sjást verk hans um víðan völl.
Hann hafði næmt auga fyrir fegurð
og í honum blundaði listamaður sem
naut þess að skapa fallega hluti bæði
á pappír og í tré.
Við erum þér innilega þakklátir
fyrir hvernig þú hugsaðir til okkar
bræðranna og hvað þú virtir og elsk-
aðir mömmu okkar.
Við kveðjum þig í bili og hittumst
við hliðið.
Kjartan og Stefán Kjartanssynir.
Elsku bróðir, þegar ég horfi til
baka og lít yfir bernskuna, koma
ýmsar myndir upp. Ein er afar ljós,
við vorum á leið í KFUM, ég lagði til
að við slepptum samkomunni og fær-
um að leika okkur, en tillagan náði
ekki fram að ganga. Staðfesta var
þitt einkenni, fyrirmælum móður
okkar skyldi fylgt í einu og öllu. Ég
hygg að dugnaður sem einkenndi þig,
og að vera trúr þeim verkum sem þér
voru falin, hafi verið þinn styrkur.
Reynir bróðir minn andaðist á
líknardeild Landspítalans eftir langa
baráttu við illvígan sjúkdóm. Það er
meira en erfitt fyrir mig að skilja, að
hann sem var allra manna hraustast-
ur skuli vera dáinn frá öllum verkum
sínum og draumum.
Ég vissi um þín harma, sem þú
deildir ekki með öðrum heldur kaust
að bera í hljóði og horfa heldur fram
á veginn, hafa vonina að leiðarljósi.
Það voru ekki margir sem vissu um
sterkan listrænan hæfileika sem birt-
ist í mannamyndum þínum, gerðar
með blýantinum einum saman og
persónuleikinn leyndi sér ekki. Þú
sagðir mér stundum að það hefði ver-
ið gaman að rækta þenna hæfileika
sem þér var svo ríkulega gefinn.
Annað vil ég minnast á sem var
sterkur eiginleiki í þínu fari, að tala
ekki illa um fólk, sem lýsir trú og
þroska og öllum til eftirbreytni.
Ég sendi að lokum Halldóru konu
þinni og börnum samúðarkveðjur og
öldruðum föður sem sárt syrgir son
sinn og þakka að endingu öllum sem
komu að hjúkrun Reynis, heima og á
líknardeild.
Þinn bróðir,
Albert Ríkarðsson.
Það var á fallegu ágústkvöldi fyrir
átta árum sem Dóra systir mín hitti
Reyni í fyrsta sinn. Fljótlega kom í
ljós að þarna var einstakt samband á
ferðinni og Reynir var orðinn hluti af
fjölskyldunni án þess að maður tæki
eftir því sérstaklega, það var eins og
hann hefði alltaf verið þarna. Þau
urðu strax einstaklega samrýnd og
þegar við systur gerðum eitthvað
saman þá var Reynir yfirleitt með í
för. Ég á góðar minningar um marg-
ar skemmtilegar stundir sem við átt-
um saman, oft með yngstu strákana
með okkur. Eitt haustið forum við til
London. Í minningunni finnst mér
við hafa hlegið allan tímann. Í vax-
myndasafninu, Dóra með myndavél-
ina. Reynsi minn, stattu þarna við
hliðina á Einstein ég ætla að taka
mynd af ykkur félögunum, þið eruð
svo líkir… Portobello Road þar sem
við mátuðum pelsana. Ég sé þau
grúfa sig yfir antíkmuni og bjóða í
forláta kertastjaka. Þau voru svo
samstíga í því að vanda til allra hluta
eins og þau gerðu í öllu sínu lífi
saman.
Reynir var mjög listrænn og hafa
myndirnar hans sterkan karakter,
einnig útskurðurinn sem er stórkost-
legur. Þetta er skrýtið líf. Í fyrra
greindist Reynir með krabbamein.
Þau voru þá nýflutt inn í Fellsás þar
sem Reynir byggði þeim framtíðar-
heimili. Helgina áður en hann fór í
aðgerð skruppu þau til Þingvalla eins
og svo oft áður. Þau fóru í langan
göngutúr. Ég mátti hafa mig alla við
að fylgja honum eftir, sagði Dóra
mér. Slíkur var krafturinn í honum.
Ég mun sakna samræðna okkar
um lífið og tilveruna. Við þrjú sátum
svo oft við kertaljós og krufðum bæk-
ur sem við vorum að lesa eða rædd-
um lífsins mál sem voru okkur
óþrjótandi umræðuefni. Einu skiptin
sem ég heyrði Reyni hækka röddina
var þegar við ræddum pólitík. Þá
urðum við oft ansi hávær því hvorugt
okkar vildi gefa eftir þegar við vorum
ósammála. Þá hristi systir mín höf-
uðið og hellti upp á meira kaffi handa
þessu æsta fólki sínu eða kom þjót-
andi með bakkelsi til að dreifa athygli
okkar.
Reynir var maður augnabliksins.
Hann lifði í núinu og ræddi lítið for-
tíðina. Samt veit ég að hann varð fyr-
ir miklu áfalli sem ungur maður þeg-
ar hann missti fyrstu konu sína í
bílslysi frá þremur ungum börnum. Í
þau spor geta þeir einir sett sig í sem
hafa misst. Þegar hann hafði heilsu
til þá var hann strax byrjaður á ein-
hverju verki. Það eru aðeins nokkrar
vikur síðan ég fór með þeim að versla
skápa sem hann var að setja upp.
Þegar ég hélt fjölskylduveisluna fyr-
ir stuttu þá bauð hann mér að halda
hana í Fellsási. Fyrir það verð ég allt-
af þakklát. Nú hefur hann kvatt lífið
þessi góði maður. Við sem þekktum
hann munum sakna hans en einnig
gleðjast yfir þeim góðu minningum
sem við eigum um hann. Eitt sinn
verða allir menn að deyja.
Guð blessi og styrki Ríkarð föður
hans og vaki yfir öllum hans ævispor-
um, ég bið algóðan guð að styrkja
börnin hans og barnabörn og Albert
bróður hans.
Dóra mín, Reynir var sálufélagi
þinn og besti vinur. Þú verður að
anda í gegnum sorgina, því mundu að
á eftir myrkri birtir alltaf til, það er
lífsins gangur. Við systkinin og fjöl-
skyldur okkar sendum ástvinum
Reynis innilegar samúðarkveðjur og
biðjum góðan guð að styrkja þá í
sorginni og vernda þá á lífsgöngunni.
Guðmundína Einarsdóttir.
REYNIR
RÍKARÐSSON
Elskuleg mágkona mín,
KAMILLA BRIEM
frá Melstað,
Grettisgötu 74,
Reykjavík,
sem andaðist laugardaginn 1. október sl., verður
jarðsungin frá Hallgrímskirkju þriðjudaginn
11. október 2005 kl. 11.00.
Soffía S. Briem.
Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar, tengda-
faðir, bróðir, mágur, afi og langafi,
ERLENDUR LÁRUSSON
fyrrverandi forstöðumaður
Vátryggingaeftirlitsins,
Krosshömrum 11,
Reykjavík,
verður jarðsunginn frá Langholtskirkju miðviku-
daginn 12. október kl. 11.00.
Blóm og kransar eru vinsamlega afþakkaðir, en þeim, sem vilja minnast
hans, er bent á Amnesti International á Íslandi.
Anna Sigurðardóttir,
Lárus Erlendsson, Síta Rúna Haraldsdóttir,
Stefán Erlendsson, Vilborg Helgadóttir,
Pálmi Erlendsson, Kristín Jónsdóttir,
Pálmi Lárusson, Elsa Vilmundardóttir,
barnabörn og barnabarnabörn.
Elskulegur faðir okkar, tengdafaðir, afi, langafi og
langalangafi,
KARVEL ÖGMUNDSSON,
fyrrv. útgerðarmaður,
Bjargi,
Ytri-Njarðvík,
andaðist 30. september á Hjúkrunarheimilinu
Garðvangi, Garði.
Kveðjuathöfn verður haldin í Ytri-Njarðvíkurkirkju föstudaginn 14. októ-
ber og hefst kl. 14.00.
Útförin fer fram frá Ingjaldshólskirkju, Hellissandi, laugardaginn 15. októ-
ber kl. 14.00. Sætaferð verður til Hellissands frá Umferðarmiðstöðinni í
Reykjavík kl. 9.00 á laugardagsmorgun.
Þeim sem vildu minnast hins látna er bent á Slysavarnafélagið Lands-
björg.
María Karvelsdóttir,
Guðlaug Svanfríður Karvelsdóttir,
Þórunn Karvelsdóttir,
Ögmundur Karvelsson, Sigurlína Björgvinsdóttir,
Sólveig Karvelsdóttir, Sigurður Pálsson,
Eggert Karvelsson, Sædís Hlöðversdóttir
og fjölskyldur.
Systir mín og mágkona,
JÓHANNA MARGRÉT ÞORSTEINSDÓTTIR
ljósmóðir,
sem lést 4. október, verður jarðsunginn fimmtu-
daginn 13. október kl. 15.00 frá Áskirkju.
Blóm og kransar afþakkaðir.
Þeim sem vilja minnast hennar er bent á líknar-
stofnanir.
Fyrir hönd aðstandenda.
Arnfríður Þorsteinsdóttir, Jónas Jónsson.