Morgunblaðið - 10.10.2005, Blaðsíða 48
MORGUNBLAÐIÐ, KRINGLUNNI 1, 103 REYKJAVÍK, SÍMI 569 1100, SÍMBRÉF 569 1181, PÓSTHÓLF 3040,
ÁSKRIFT-AFGREIÐSLA 569 1122, NETFANG: RITSTJ@MBL.IS, AKUREYRI: KAUPVANGSSTRÆTI 1 MÁNUDAGUR 10. OKTÓBER 2005 VERÐ Í LAUSASÖLU 220 KR. MEÐ VSK.
DÆLUR
FYRIR FISKELDI
Sími 568 6625
4.SÆTIÐ
www.jorunn.is
BIRNI Hafsteinssyni vagnstjóra, sem missti
báða fætur í alvarlegu bílslysi 19. ágúst sl. á
mótum Laugavegar og Kringlumýrar-
brautar, var um helgina afhent ávísun upp á
1,3 milljónir króna. Það er afrakstur söfnun-
arátaks sem félagar hans í vagnstjórastétt-
inni stóðu að í kjölfar slyssins. Jafnframt
efndu þeir til styrktartónleika sem haldnir
voru í byrjun september þar sem þeir fjöl-
mörgu listamenn sem komu fram gáfu vinnu
sína og rann ágóðinn beint til Björns.
„Björn átti 55 ára afmæli á laugardag og
okkur þótti við hæfi að afhenda upphæðina
þá,“ segir Ásgeir Eiríksson, framkvæmda-
stjóri Strætó bs., en að auki gaf Olís bensín-
kort upp á 250 þúsund og þá hafa starfsmenn
Hagvagna einnig staðið að söfnun að und-
anförnu. Telur Ásgeir að búast megi við því
að upphæðin nemi um tveimur milljónum
þegar upp er staðið, sem hann vonar að Björn
geti nýtt sér til að gera lífið aðeins auðveld-
ara í raunum sínum.
Björn fékk að fara til síns heima á miðviku-
dag í síðustu viku og bíður nú eftir að geta
hafið endurhæfingu. Í samtali við Morgun-
blaðið sagðist hann vera himinlifandi með
söfnunina. Peningarnir komi sér vel og vill
hann koma á framfæri þökkum til allra sem
að söfnuninni stóðu. Björn segist allur vera að
koma til og bíður nú eftir að geta hafið end-
urhæfingu von bráðar.
Afhentu Birni Hafsteinssyni vagnstjóra afrakstur söfnunarfjár
Himinlifandi og þakklátur
Morgunblaðið/Ómar
Birni vagnstjóra afhent söfnunarfé er hann fagnaði jafnframt 55 ára afmæli sínu. Fyrir aftan
hann er eiginkonan Hjördís Pétursdóttir og sonur þeirra, Aðalgeir. Davíð Sigurðsson um-
boðsmaður afhenti Birni ávísunina ásamt Áslaugu Kristinsdóttur, gjaldkera söfnunarinnar,
Ásgeiri Eiríkssyni, framkvæmdastjóra Strætó bs., og André Bachmann vagnstjóra.
JÚLÍUS Þór Júlíusson, formaður samtaka
áhugafólks um spilafíkn, hefur sóst eftir
því að samtökin fái inni í gömlu miðbæj-
arstöð lögreglunnar í Reykjavík og hefur
rætt hugmyndina við Björn Bjarnason
dómsmálaráðherra og Árna M. Mathiesen
fjármálaráðherra. Segir hann ráðherrana
hafa tekið vel í málið.
„Að vera miðsvæðis í borginni með
starfsemina myndi gera okkur sýnilegri
en áður, enda er mjög mikilvægt að um-
ræðan um þennan vanda komist upp á yf-
irborðið svo hægt sé að vinna í því að
eyða fordómum í garð spilafíkla,“ segir
Júlíus.
„Fólk er að tapa aleigunni sinni á yf-
irgengilegum hraða, ekki bara í spila-
kössum, heldur í vaxandi mæli heima hjá
sér á Netinu.“
Júlíus segir spilafíknina ekki fara í
manngreinarálit og nú sé svo komið að
fólk úr öllum stigum þjóðfélagsins glími
við þennan vanda. | 4
„Fólk er að
tapa aleigunni“
BÍLVELTA varð austanmegin í Víkur-
skarði um áttaleytið á laugardagskvöld.
Fjórir voru í bílnum og sluppu allir ómeidd-
ir. Bíllinn valt nokkrar veltur og endaði um
60 metra frá veginum og segir lögreglan að
svo virðist sem hann hafi flogið yfir girð-
ingu án þess að snerta hana.
Það var lán í óláni að fyrsti bíll á vett-
vang eftir útafaksturinn var sjúkrabíll sem
var á leið frá Þórshöfn til Akureyrar með
sjúkling og fengu mennirnir fjórir far með
honum á Fjórðungssjúkrahúsið á Akureyri.
Fengu far
á FSA eftir bílveltu
EINUNGIS ein af sextán tillögum
um sameiningu sveitarfélaga var
samþykkt í kosningum á laugar-
daginn en kjósa þarf aftur um tvær
tillögur innan sex vikna.
Alls kusu 22.271 af þeim 69.144
sem voru á kjörskrá og var kjör-
sókn því 32,2%. Yfir landið allt
felldu 56,2% kjósenda sameiningar-
tillögur en 43,8% samþykktu.
Kom ráðherra á óvart
Árni Magnússon, félagsmálaráð-
herra, segir að niðurstöður kosn-
inganna hafi komið nokkuð á óvart
en ekki sé um að ræða áfall fyrir
sig. Hann segist búast við því að
svipað ferli taki nú við og eftir kosn-
ingarnar árið 1993 þar sem sveit-
arstjórnarmenn taki upp viðræður
að eigin frumkvæði og sameining
sveitarfélaganna haldi þannig
áfram.
Kristján Þór Júlíusson, bæjar-
stjóri á Akureyri, segir að aðferðin
sem beitt hafi verið dugi ekki til, en
sameining sveitarfélaga við Eyja-
fjörð var felld allsstaðar nema á
Siglufirði og Ólafsfirði.
Upptökin komi frá fólkinu
Kristján segir að með kosningum
sem þessum sé verið að reyna að
keyra miðstýrt kerfi yfir alla íbúa
landsins í annað skipti á tólf árum
og í bæði skiptin hafi árangurinn af
því orðið að aðeins ein tillaga hafi
verið samþykkt. Upptök samein-
inga verði að koma frá fólkinu.
Það voru sveitarfélög á Austur-
landi sem samþykktu sameiningu
en Austurbyggð, Fáskrúðsfjarðar-
hreppur, Fjarðabyggð og Mjóa-
fjarðarhreppur renna saman í eitt
sveitarfélag í júní á næsta ári.
Verða sveitarfélögin í landinu þá
orðin 89 en voru 103 þegar átaki um
eflingu sveitarstjórnarstigsins var
ýtt úr vör árið 2003. Alls hefði sveit-
arfélögunum fækkað niður í 47 ef
sameiningin hefði verið samþykkt
allsstaðar.
Almennt var kjörsókn á laugar-
daginn minni í stærri sveitarfélög-
um og sem dæmi má nefna að í
Hafnarfjarðarbæ kusu 14,1%
þeirra sem voru á kjörskrá og í
Reykjanesbæ var kjörsókn 12,9%.
Best var kjörsóknin hins vegar í
Áshreppi, eða 91,5%. Þar búa 73
íbúar.
Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson, for-
maður Sambands íslenskra sveitar-
félaga, segir að hann hefði viljað sjá
meiri árangur af þessu starfi. Hann
bendir hins vegar á að frá árinu
1990 hafi sveitarfélögum fækkað úr
204 í 89 eftir kosningarnar á laug-
ardaginn, þannig að töluverður ár-
angur hafi náðst. Hann tekur í
sama streng og félagsmálaráðherra
og segist reikna með því að viðræð-
ur um sameiningu muni halda
áfram milli sveitarfélaga á næstu
árum.
„Aðferðin dugði ekki til“
Aðeins ein tillaga af 16 samþykkt í sameiningarkosningu sveitarfélaganna
Kosningar | 10–11, miðopna
Eftir Árna Helgason
arnihelgason@mbl.is
ÞÓTT enn sé tæpur hálfur
mánuður í fyrsta vetrardag er
snjór víða kominn og hafa ung-
ir Akureyringar fagnað komu
hans. Töluvert hefur snjóað í
bænum um helgina og voru
börnin fljót að taka við sér og
iðka sígilda vetrarskemmtun
sem engir tölvuleikir geta
keppt við.
En vetrarveðrum fylgir verri
færð á vegum en á öðrum árs-
tímum. Hálka og hálkublettir
eru víða á Norðausturlandi og
á Vestfjörðum og sumstaðar á
Austurlandi og búist er við
vetrarveðrum með norðanáttum
fram eftir vikunni. Búist var
við stormi í nótt allra austast á
landinu og norðaustan 8–15 síð-
degis.
Vetur
sækir
snemma að
Morgunblaðið/Kristján
Hressar stúlkur á Akureyri drifu sig út í snjóinn um helgina og bjuggu til snjókarla.
DAUÐI herra Lazarescus eftir Cristi Puiu
var valin besta myndin á Alþjóðlegri
kvikmyndahátíð í Reykjavík en lokahóf
hátíðarinnar var haldið í gærkvöldi. Dóm-
nefndin veitti líka myndinni Heilaga stúlk-
an eftir Lucreciu Martel sérstaka heiðurs-
viðurkenningu. Dauði herra Lazarescus
fékk mjög góða umsögn hjá dómnefnd há-
tíðarinnar sem sagði hana m.a. tvinna
saman þjóðfélagslega ádeilu og vangavelt-
ur um sammannleg yrkisefni. | 45
Dauði herra Laz-
arescus besta myndin
JÓHANNES B. Skúlason, framkvæmda-
stjóri Skúlasonar ehf., segist vonast til þess
að í vikunni fái hann útskýringar á mála-
vöxtum í tengslum við viðskiptahætti er-
lendra aðila sem teygja anga sína hingað til
lands og breska lögreglan grunar um stór-
felld svik.
Hann segir hlutabréf í Skulason Limited
hafa verið til sölu enda hafi verið reynt að fá
inn hluthafa í Skulason með sölu bréfa á
vegum Skúlasonar ehf. „Hugmyndin er að
vera með vinnustöð á Íslandi og bjóða þjón-
ustuna í Bretlandi,“ segir hann. „Bretar
þekkja þá hugmynd vel, að vera með úthýs-
ingu milli landa,“ segir hann, spurður hvers
vegna 120 Bretar hafi viljað kaupa hlut í
símsvörunarfyrirtæki á Íslandi.
Jóhannes segir það hafa staðið til að fé-
lagið færi á markað líkt og öll félög sem ætl-
uðu sér eitthvað meira en vera fjölskyldu-
fyrirtæki. Hins vegar hafi hann aldrei falið
spænsku fyrirtæki að selja hluti í Skulason
Limited. „Við höfum aldrei átt nein sam-
skipti við félög á Spáni,“ segir Jóhannes.
Vonast eftir útskýr-
ingum í vikunni