Morgunblaðið - 10.10.2005, Blaðsíða 20
20 MÁNUDAGUR 10. OKTÓBER 2005 MORGUNBLAÐIÐ
UMRÆÐAN
GEÐRÆKTARKASSINN ætti
að vera til á hverju heimili rétt eins
og sjúkrakassi. Innihald kassans er
einstaklingsbundið. Í kassann á að
leita þegar neikvæðar hugsanir
skjóta upp kollinum.
Geðræktarkassinn
notast líkt og sjúkra-
kassinn, við minni-
háttar áföll, rifrildi
eða skammir. Hann
má líka nota ef við er-
um undir álagi, leiðist,
erum einmana eða
vantar stuðning. Til
þess að gefa hugmynd
að innihaldi slíks
kassa má nefna góða
bók, tónlistardisk sem
hefur jákvæð áhrif,
ástarbréf, mynd-
bandsspólu sem fær
okkur til að hlæja,
símanúmer hjá vini
eða ættingja sem gott
er að tala við, ljóð,
myndir sem vekja upp
jákvæðar minningar
eða blað og blýant til
að skrifa okkur frá
neikvæðum hugs-
unum.
Að ná tökum á eigin
hugsun er eitt af
markmiðum geðrækt-
arinnar. Að þjálfa upp
hugsun má líkja við
líkamsrækt. Ef þú
hreyfir þig lítið og
notar ekki vöðvana þá
rýrna þeir smám sam-
an, úthald og þrek
dvína og að endingu
treystir þú þér varla
að fara úr rúminu. Það
sama á við hugsun.
Við getum yfirfært hreyfingarleysi
á neikvæðar hugsanir. Dæmi um at-
riði sem hafa áhrif á hugsun eru
áföll, sorg, einelti og líkamleg eða
andleg samskipti þar sem farið er
yfir persónuleg mörk. Neikvæðar
hugsanir í langan tíma brjóta niður
sjálfstraustið sem síðan hefur áhrif
á geðheilsuna. Því er upplagt að
byrja á því að aðstoða ungviðið eða
hvern þann sem okkur þykir vænt
um við að útbúa sinn eigin geðrækt-
arkassa. Ræða svo það sem hefur
áhrif á hugsun, viðbrögð við nei-
kvæðum hugsunum og hvernig við
getum skipt þeim út fyrir jákvæðar.
Hugmyndin að geðræktarkassanum
kom upp í tengslum við for-
varnaverkefnið Geðrækt sem Lýð-
heilsustöðin hýsir nú.
En hvernig fæðist slík hugmynd?
Í barnæsku var mér sagt frá fjöl-
skyldu sem lenti í hremmingum.
Þetta var um 1900, fjölskyldan bjó í
litlu húsi við sjóinn og pabbinn dró
að fisk í soðið. Börnin voru tíu.
Langt fyrir aldur fram deyr pabb-
inn svo mamman stendur ein uppi
með tíu börn. Hún gat engan veginn
alið önn fyrir þessum stóra barna-
hópi svo hún varð að láta frá sér
átta elstu börnin. Í þá daga voru
engir sjóðir né sameiginlegar trygg-
ingar til að leita í svo hún var upp á
góðsemi nærsveitarmanna komin.
Sorgin við föðurmissinn var sann-
arlega næg en börnin misstu líka
móður sína og hvert annað. Þau
tvístruðust milli bóndabæja. Móð-
irin þurfti því að finna ráð til að
hjálpa börnunum að halda voninni
og útbjó lítið skrín
handa hverju þeirra. Í
það setti hún hluti sem
voru þeim kærir og
efnisbút úr flík sem
hún notaði mikið. Þeg-
ar hún kvaddi þau í
túnfætinum sagði hún
eitthvað á þessa leið: Í
hvert skipti sem ykkur
líður illa og saknið okk-
ar skulið þið fara út
undir fjósvegg eða eitt-
hvert sem þið getið
verið ein og ótrufluð.
Þar takið þið hlutina
upp úr skríninu til að
minna ykkur á góðu
stundirnar sem við höf-
um átt þegar við vorum
öll saman. Skrínið á að
einnig að minna ykkur
á að ég mun koma aftur
og sækja ykkur. Það
liðu mörg ár áður en
fjölskyldan sameinaðist
á ný, en það tókst.
Ég tengdist þessari
fjölskyldu í gegnum
pabba minn. Fjöl-
skyldan tók hann að
sér vegna þess að
amma mín varð að láta
hann frá sér. Ég fékk
að heyra mismunandi
sögur um gildi kassans
og hvernig hann hjálp-
aði þeim að halda von-
inni um betri tíð. Öll
systkinin urðu dugn-
aðarforkar, héldu góð-
um tengslum hvert við annað á full-
orðinsárum, lifðu við góða heilsu og
urðu háöldruð.
Geðorðin tíu eru orð sem minna
þig á hvað þú getur gert á hverjum
degi til að efla geðheilsuna. Það
hentar vel þeim sem eiga auðvelt
með að sjá fyrir sér orð og tengja
við lífið. Kassann getur þú aftur á
móti handleikið, snert og í hann get-
ur þú sett ýmsa hluti sem höfða til
mismunandi skynfæra. Efnisklútur
móðurinnar var t.d. mikilvægur því
þau gátu séð hann, lyktað af honum
og snert og náð þannig betri teng-
ingu við minninguna um móður sína.
Íslendingar hafa komið sér upp
sjóðum til að fyrirbyggja að fólk
lendi í slíkum hremmingum. Við
höfum sannarlega komist langt mið-
að við upphaf 20. aldar og megum
aldrei gleyma hvað tryggingakerfi
okkar er dýrmætt þótt það sé langt
frá því að vera gallalaust. Sam-
trygging má þó aldrei verða þannig
að við missum hugvitið og sjálfs-
bjargargetuna því það að vera skap-
andi og hafa áhrif, eflir getu okkar
til að rækta geðheilsuna. Í tilviki
móðurinnar sem útbjó skrínin fyrir
börn sín hjálpaði það ferli henni
jafnframt að sinna eigin geðheilsu.
Geðræktarkassinn ætti að minna
okkur á að sjálf getum við gert ým-
islegt án tilkostnaðar. Hann á að
minna okkur á að tíminn sem við
nýtum til samveru eflir tengsl
manna á milli. Því vil ég benda á að
gildi kassans verður miklu meira ef
þið gefið ykkur tíma með þeim sem
á að njóta hans. Getur nútímamann-
eskjan snúið til baka, gefið hluti
sem kosta ekkert og varið meiri
tíma með þeim sem eru henni kær-
ir? Lýðheilsustöðin ætlar að mark-
aðssetja geðræktarkassann sem
jólagjöfina í ár, svo það er tímabært
að hver og einn geri upp hug sinn
um það hver fær geðræktarkassann
frá þér næstu jól.
Geðræktar-
kassinn
Elín Ebba Ásmundsdóttir
skrifar í tilefni af Alþjóðlegum
geðheilbrigðisdegi
Elín Ebba
Ásmundsdóttir
’Geðræktar-kassinn ætti að
minna okkur á
að sjálf getum
við gert ým-
islegt án til-
kostnaðar.
Hann á að
minna okkur á
að tíminn sem
við nýtum til
samveru eflir
tengsl manna á
milli.‘
Höfundur er forstöðuiðjuþjálfi
geðsviðs LSH og lektor við HA.
Jónína Benediktsdóttir: Sem
dæmi um kaldrifjaðan sið-
blindan mann fyrri tíma má
nefna Rockefeller sem Hare
telur einn spilltasta mógúl
spilltustu tíma…
Sturla Kristjánsson: Bráðger
börn í búrum eða á afgirtu
svæði munu naumast sýna getu
sína í verki; þeim er það fyr-
irmunað og þau munu trúlega
aldrei ná þeim greindarþroska
sem líffræðileg hönnun þeirra
gaf fyrirheit um.
Aðsendar greinar á mbl.is
www.mbl.is/greinar
FULLTRÚARÁÐ og landsþing
sambandsins samþykktu með víð-
tækum stuðningi á árinu 2002 að
sambandið skyldi vinna að stækkun
og eflingu sveitarfélag-
anna með frjálsri sam-
einingu sveitarfélaga á
yfirstandandi kjör-
tímabili sveitarstjórna.
Forsvarsmönnum
sambandsins var gert
að fylgja þeirri sam-
þykkt eftir og því var
hrint af stað sam-
starfsverkefni rík-
isstjórnarinnar og
sambandsins um efl-
ingu sveitarstjórn-
arstigsins. Tillögugerð
sameiningarnefndar
um sameiningu sveitarfélaga var
einn afrakstur þess verkefnis og nú
liggur fyrir að einungis ein af 16 til-
lögum nefndarinnar var samþykkt
sl. laugardag og á tveimur svæðum
verður atkvæðagreiðslan end-
urtekin.
Eflaust veldur niðurstaðan ýms-
um sveitarstjórnarmönnum von-
brigðum en öðrum ekki og liggja til
þess ýmsar ástæður. Lítil kosn-
ingaþátttaka og áhugaleysi íbúanna
í stærri sveitarfélögunum um sveit-
arfélagaskipanina í landinu veldur
sveitarstjórnamönnum þó almennt
vonbrigðum. Tillögur sameining-
arnefndar voru settar fram eftir ít-
arlega yfirvegun að undangengnum
viðræðum við sveitarstjórnarmenn
hlutaðeigandi sveitarfélaga. Eftir að
þær komu fram var ljóst að sveit-
arstjórnarmenn höfðu á þeim skipt-
ar skoðanir. Einstaka sveitarstjórnir
mæltu í heild sinni með samþykkt
þeirra en aðrar í móti. Þar með er
ekki sagt að sveitarstjórnarmenn al-
mennt séu ekki samþykkir því að
sveitarfélögin verði stækkuð og efld
með sameiningu eins og þeir hafa
ályktað um á vettvangi sambands-
ins.
Íbúarnir hafa nú
með lýðræðislegum
hætti lýst vilja sínum
og í mörgum sveit-
arfélögum hefur meiri-
hluti þeirra komist að
þeirri niðurstöðu að
sameining þeirra sveit-
arfélags við annað eða
önnur sveitarfélög í
samræmi við samein-
ingartillöguna væri
ekki til hagsbóta fyrir
þeirra sveitarfélag.
Slík sameining styrkti
ekki stjórnsýslu þess
né möguleika þess til að veita íbúun-
um þjónustu miðað við núverandi
hlutverk og skyldur sveitarfélag-
anna. Ýmsar aðrar ástæður kunna
einnig að liggja að baki svo sem
óánægja með tillöguna, sem þeir
hefðu viljað hafa öðruvísi og ótti
þeirra sem búa á jaðarsvæðum um
að verða afskiptir í stærra sveitarfé-
lagi.
Hliðstætt árinu 1993
Niðurstaða þessarar víðtæku at-
kvæðagreiðslu er lík hliðstæðri at-
kvæðagreiðslu á árinu 1993 en þá
eins og nú var einungis ein tillaga
sameiningarnefndarinnar sam-
þykkt. Í kjölfar þess hélt sameining-
arumræðan áfram heima í héraði og
leiddi í framhaldinu til þess að fjöldi
sveitarfélaga sameinaðist á eigin
forsendum og sveitarfélögunum
fækkaði um rúman helming.
Stærri og meðalstór sveitarfélög
hafa ríkan vilja til að taka við fleiri
verkefnum frá ríkinu að því tilskildu
að tryggir tekjustofnar fylgi og sá
vilji er á ýmsum sviðum gagn-
kvæmur af þess hálfu. Niðurstaða
atkvæðagreiðslunnar nú breytir
engu þar um og umræða um verk-
efni og skyldur sveitarfélaganna,
breytt verkaskipti ríkis og sveitarfé-
laga og tekjustofna sveitarfélaga
verður áfram viðvarandi. Með sama
hætti verður framhaldið þeirri miklu
umræðu sem fram hefur farið í
tengslum við sameiningarátakið, um
stöðu sveitarfélaganna, staðarmörk
þeirra og samvinnu, verkefni,
ábyrgð og skyldur. Áfram verða þau
mál rædd bæði heima í héraði og
einnig á vettvangi sambandsins.
Þeim fjölmörgu sveitarstjórn-
armönnum sem unnu að framsetn-
ingu kynningu og umfjöllun um til-
lögur sameiningarnefndar eru hér
með færðar bestu þakkir fyrir þá
gríðarlegu vinnu sem þeir hafa á sig
lagt, svo og félagsmálaráðherra,
verkefnisstjóra, starfsmönnum fé-
lagsmálaráðuneytisins og alþing-
ismönnum í verkefnisstjórn og sam-
einingarnefnd.
Að afloknum
sameiningarkosningum
Þórður Skúlason skrifar um
útkomu úr kosningu um
sameiningu sveitarfélaga ’… nú liggur fyrir aðeinungis ein af 16 til-
lögum nefndarinnar var
samþykkt sl. laugardag
og á tveimur svæðum
verður atkvæðagreiðsl-
an endurtekin.‘
Þórður Skúlason
Höfundur er framkvæmdastjóri
Sambands íslenskra sveitarfélaga.
NOKKRAR umræður hafa
spunnist út af því framtaki Lands-
virkjunar að leggja fram verkefni
um orku og orkumál fyrir grunn-
skólana og efna til samkeppni meðal
grunnskólanema þar sem verðlaun-
in eru þátttaka í að leggja hornstein
að Kárahnjúkavirkjun
næsta vor. Ástæða er
til að kynna almenn-
ingi verkefnin.
Landsvirkjun hefur
beðið Yrsu Sigurð-
ardóttur verðlaunaðan
barnabókarithöfund og
verkfræðing við Kára-
hnjúkavirkjun að
skrifa myndræna sögu
fyrir 1. til 4. bekk
grunnskólans sem lýs-
ir því hvað rafmagn er.
Yngstu nemendum
grunnskólans verður
boðið að myndskreyta þá sögu.
Nemendum í 5. til 7. bekk verður
boðið að fjalla um raforkuvinnslu
þar sem einhverjir eftirfarandi
þátta skulu teknir fyrir:
Hvaðan kemur raforka, hvernig
er hún framleidd?
Hvaða hlutverki gegnir raf-
orkuframleiðslan?
Hvernig væri Ísland án raf-
magns?
Hvað getur komið í stað raforku?
Nemendum í 8. til 10. bekk verður
boðið að gera kynningu um Kára-
hnjúkavirkjun þar sem einhverjir
eftirfarandi þátta skulu teknir fyrir:
Lýsing á helstu mannvirkjum og
raforkuframleiðslunni.
Stærðir og magntölur virkjunar-
innar sem og framleiðsla hennar
settar í samhengi daglegs lífs.
Umfjöllun um umhverfismál og
umhverfisáhrif virkjunarinnar.
Umfjöllun um samfélagsumræð-
una varðandi virkjunina.
Vonast er til að verkefnin geti
nýst við kennslu í sem flestum
námsgreinum, en þau eru enn í mót-
un í samráði við skólafólk sem sinnt
hefur fræðslu um orkumál. Verk-
efnin eru höfð sem opnust til þess að
kennarar geti nýtt þau eins og þeir
telja að komi nemendum best. Þeir
sem aðstoða Landsvirkjun við þetta
verkefni eru Þóranna Rósa Ólafs-
dóttir, deildarstjóri við
Norðlingaskóla og vef-
stjóri Orkuvefjarins,
Meyvant Þórólfsson,
lektor við Kennarahá-
skóla Íslands, og Ari
Ólafsson, dósent við
Háskóla Íslands. Með í
ráðum eru einnig ein-
staklingar sem unnið
hafa með þeim, m.a. í
samstarfshópi um efl-
ingu náttúruvísinda í
skólum og að svo-
nefndu Nordlab-
verkefni.
Forseti Íslands hefur lagt horn-
stein að öllum virkjunum sem
Landsvirkjun hefur byggt, þetta á
við um þau Ásgeir Ásgeirsson,
Kristján Eldjárn, Vigdísi Finn-
bogadóttur og Ólaf Ragnar Gríms-
son. Við munum að þessu sinni gefa
börnum sem standa sig vel við að
leysa verkefnin kost á að taka þátt í
slíkri athöfn.
Landsvirkjun kannaði það hjá
Skrifstofu menntamála í Mennta-
málaráðuneytinu og hjá skólafull-
trúa Sambands íslenskra sveitarfé-
laga hvort sækja þyrfti um leyfi
fyrir framtak af þessu tagi en svo er
ekki og tóku þeir frumkvæði Lands-
virkjunar vel. Skólastjórnendum um
land allt var í framhaldinu sent
kynningarbréf um áformin. Þeir
ásamt kennurum ákveða hvort þeir
nýta sér verkefni Landsvirkjunar til
fræðslu um orku og orkumál á
grundvelli aðalnámskrár grunn-
skóla.
Framtak Landsvirkjunar hefur
gefið tilefni til umhugsunar og skoð-
anaskipta um samspil atvinnulífs og
skóla. Umræðan stuðlar að því að
skólayfirvöld móti starfsreglur um
samskipti þessara aðila. Mikilvægt
er að treysta skólastjórnendum og
kennurum til að meta það sem berst
að þeim utanað og ákveða í sam-
starfi við heimilin hvað af því er
þegið.
Frumkvæði fjölda fyrirtækja sem
og skólamanna um samvinnu á sviði
fræðslumála hefur aukist á und-
anförnum árum og mætt mikilli vel-
vild skóla, atvinnulífs og heimila.
Glæsileg dæmi um slíkt má sjá hjá
t.d. mjólkurframleiðendum og hjá
Marel sem á í margþættri samvinnu
við Garðabæ um uppbyggingu raun-
greinakennslu og kostar nýsköp-
unarsamkeppni meðal grunn-
skólanema landsins. Á undanförnum
árum hefur Landsvirkjun tekið
skólafólki vel sem hefur leitað til
fyrirtækisins um samvinnu og þeir
sem hug hafa á geta kynnt sér af-
rakstur af því starfi, t.d. á orkuvef
Nordlab-hópsins og fræðsluvef
Landsvirkjunar, sjá www.lv.is og
tengla þar.
Samstarf atvinnulífs og skóla
Þorsteinn Hilmarsson fjallar
um fræðsluverkefni á vegum
Landsvirkjunar fyrir grunn-
skólabörn
’Vonast er til að verk-efnin geti nýst við
kennslu í sem flestum
námsgreinum, en þau
eru enn í mótun í sam-
ráði við skólafólk sem
sinnt hefur fræðslu um
orkumál.‘
Þorsteinn Hilmarsson
Höfundur er upplýsingafulltrúi
Landsvirkjunar.