Morgunblaðið - 10.10.2005, Blaðsíða 36

Morgunblaðið - 10.10.2005, Blaðsíða 36
Grettir Smáfólk Kalvin & Hobbes Hrólfur hræðilegi Gæsamamma og Grímur Úthverfið Kóngulóarmaðurinn MAÐUR VERÐUR AÐ ÞEKKJA SÍN TAKMÖRK ÉG GET TIL DÆMIS BARA BORÐAÐ SVO OG SVO MIKIÐ EFTIR ÁKVEÐINN TÍMA ER ALLUR MATURINN BÚINN SLÆMAR FRÉTTIR! VIÐ GETUM ÞVÍ MIÐUR EKKI SPILAÐ VIÐ YKKUR Í DAG. ÞAÐ ERU OF MARGIR LEIKMENN HJÁ OKKUR VEIKIR VIÐ GEFUM LEIKINN SVONA NÚ, VIÐ VERÐUMAÐ HALDA ÞESSU ÁFRAM VIÐ ERUM KOMIN Í FULLAN GANG MAMMA, HVAR ER JAKKINN MINN? HANN ER Á GÓLFINU, ÞAR SEM ÞÚ SKILDIR HANN EFTIR „REGLUGERÐ UM BANN VIÐ ÞRÆLKUNARVINNU“ AF HVERJU HENGDIRÐU HANN EKKI UPP? ÞESSI FISKUR VIRÐIST VERA ÁLÍKA STÓR OG FISKURINN SEM BJÖSSI VAR AÐ MONTA SIG YFIR AÐ HAFA VEITT!! NEI, EN SÚ TILVILJUN! HEIMA- HAGAR MÍNIR ERU LÍKA LENGST FYRIR NEÐAN OKKUR! MAMMA, MÁ ÉG FÁ ÞESSAR? NEI! ÉG TEK ÞAÐ EKKI Í MÁL AÐ DÓTTIR MÍN GANGI Í FÖTUM MEÐ EGGJANDI SLAGORÐUM ÞETTA VAR MÁLAMIÐLUN EN MAMMA! UGLAN VARÐ ALVEG BRJÁLUÐ ÚT AF ÞESSARI HURÐ ÉG VIL EKKI VINNA FYRIR BRJÁL- ÆÐING ÉG ER FARINN ÚR BÆNUM. ENGINN GETUR STOPPAÐ MIG Dagbók Í dag er mánudagur 10. október, 283. dagur ársins 2005 Víkverji dagsins ermiðaldra, slitinn karlmaður, af vinum og óvinum sagður með eindæmum fýldur og þrasgjarn. Hann rýk- ur oft upp af litlu til- efni. Hann er þjak- aður af alls kyns líkamlegum og and- legum meinsemdum sem valda honum miklum áhyggjum. Fátt gerist í kringum hann án þess að hann sjái þar samsæri vondra manna sem vilji koma honum end- anlega á kné enda vafalaust ekki skortur á fólki sem lætur sig dreyma um slíka lausn. Þetta er tekið fram til að koma í veg fyrir misskilning: nöldraraliðið sem ásamt öðrum kallar sig stund- um Víkverja, er á ýmsum aldri, af báðum kynjum. Hinir sem ekki nöldra skipta engu máli og hefur Víkverji forðast eftir mætti að kynn- ast því fólki enda vafalaust eitthvað undarlegt. En nýlega fékk Víkverji staðfest að hann gegnir mikilvægu hlutverki. Gömul vinkona hans, þær eru nú flestar af æskuskeiði enda ungar konur alltaf að verða yngri og yngri, sagðist alltaf lesa vel rökstutt nöldur hans. Best væri það þegar hugað væri að hlutum sem allt of sjaldan væri minnst á. Hún nefndi sem dæmi skort á snjóruðningi í ákveðnum götum höf- uðborgarinnar, dýra osta, ömurlega þætti í sjónvarpinu og ókurt- eisi unga fólksins. Þetta síðasta væri vísa sem aldrei væri of oft kveðin. Enginn vafi væri á því að unga fólkið læsi þessa gagn- rýni Víkverja af mikilli ákefð, tæki hana til sín. Helsta áhugamál dóna- legra unglinga væri að lesa gagnrýni um sig frá miðaldra fólki. Víkverja, sem var kominn á fremsta hlunn með að segja af sér eins og það heitir víst núna, snerist hugur. Hann sér núna að magaveik- in, sinaskeiðabólgan, náttblindan, kvefið, gigtin í hægri stórutá, morg- ungeðvonskan og suðið fyrir eyrun- um, allt er þetta nauðsynlegt til að hann geti sinnt starfi sínu. Ef hann þyrfti ekki að stríða við þetta allt saman myndi hann ekki hafa nægan skilning á ýmsum þjóðfélagsmeinum og vera allt of jákvæður. Víkverji skrifar... | vikverji@mbl.is            Rokk | Hljómsveitin Sign efndi til útgáfutónleika um helgina en geisla- diskurinn Thank God for Silence kom út á dögunum. Platan er þriðja breiðskífa hljómsveitarinnar en áður hefur Sign sent frá sér Vindar og breytingar (2001) og Fyrir ofan himininn (2002). Zólberg söngvari og gít- arleikari fer hér mikinn á tónleikunum en aðrir liðsmenn Sign eru Addi G. sem einnig leikur á gítar, Silli sem spilar á bassa og Egill Örn sem trommar. Ljósmynd/Gísli Baldur Gíslason Guði sé lof fyrir þögnina MORGUNBLAÐIÐ, Kringlunni 1, 103 Reykjavík. SÍMAR: Skiptiborð: 569 1100. Aug- lýsingar: 569 1111. Áskriftir: 569 1122. SÍMBRÉF: Ritstjórn: 569 1329, fréttir 569 1181, íþróttir 569 1156, sérblöð 569 1222, auglýsingar 569 1110, skrifstofa 568 1811, gjaldkeri 569 1115. NETFANG: RITSTJ@MBL.IS, / Áskriftargjald 2.600 kr. á mánuði innanlands. Í lausasölu 220 kr. eintakið mánudaga til laugardaga. Sunnudaga 350 kr. Ég elska þig, Drottinn, þú styrkur minn. Drottinn, bjarg mitt og vígi og frelsari minn. (Sálm. 18, 1.–2.)

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.