Morgunblaðið - 10.10.2005, Blaðsíða 27

Morgunblaðið - 10.10.2005, Blaðsíða 27
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 10. OKTÓBER 2005 27 UMRÆÐAN                      !"#$  %&' () *  +++,-.$-/-,% SVO BER alltaf við öðru hverju að ný orð eða orðaleppar þvælast inn í málið án þess að þau hafi nokkra sérstaka merk- ingu. Orð þessi hafa það gjarnan sameiginlegt að þau eiga sér sögu og forgöngumenn, og spegla meira óskhyggju þeirra en einhvern raunveruleika sem vantað hefur orð yf- ir. Eitt af þessum orðum er „hátækni- sjúkrahús“ sem menn apa nú hver eftir öðrum þessa síðustu daga. Ætla mætti að hér væri um einhvers konar nýjar byggingar að ræða með áður óþekktum búnaði og getu til nýrra af- reka á sviði lækn- inga en ekki hefur frést af slíku í nær- liggjandi löndum. Hátæknilæknar úr hátækniháskólum eru ekki á lausu svo vitað sé né hefur heyrst af hátækni- hjúkrunarfræð- ingum með há- tæknigræjur í höndunum bíðandi eftir þessari sér- stöku hátæknilausn í heilbrigðismál- unum. Á „lágtækni- sjúkrahúsum“ eins og Landspít- alinn virðist teljast í dag, svo og öðrum sjúkrahúsum innan og ut- an höfuðborgarsvæðisins, hljóta menn að bíða spenntir, ef ekki kvíðafullir, eftir að sjá hvaða há- tækni það er sem ekki hefur verið tekin upp á þessum stöðum. Heyrst hefur að jafnvel „þekking- arstjórinn“ á Landspítalanum viti ekki neitt um þetta. Þetta er ekki grín. Landspítalinn hefur haft fullan hug á að verða hátækni- legur og nýleg staða þekking- arstjóra þar ber því fagurt vitni. Þá mætti ætla að varhugavert sé fyrir fólk að leita til þeirra „lágtækniheilsugæslustöðva“ sem nú eru starfandi og verður að gera bót þar á. Athugandi hvort ekki þyrfti í skyndi að ráða í stöð- ur „þekkingarstjóra“ á stöðvunum svo leiða megi þær í átt til fyr- irheitna landsins. Stöður þekking- arstjóra (director of knowledge) hafa að vísu ekki komið mikið við sögu í bókmenntum heimsins fram til þessa, t.d. er þeirra ekki getið í bókum Orwells „Animal farm“ eða „1984“. En svo er líka til fólk sem hefði aldrei látið sér detta í hug að taka að sér stöðu þekking- arstjóra. Þeim er ljóst að málin fara þá fyrst að líta illa út þegar menn fara fram úr þekkingunni, með því að búa til ný orð og há- stemmd heiti um fyr- irbæri sem þeir vita sáralítið um. Þetta öðruvísi skynsama fólk veit að það er með há- tækni í vösum sínum, farsímunum sínum, að bílarnir þeirra eru hlaðnir hátæknibúnaði. Þeir vita að sumir fá mikla hjálp af há- tæknibúnaði sem það hefur í augum eða eyr- um. Þetta fólk veit að það er hátækni í mis- munandi mæli í öllu heilbrigðiskerfinu, bæði á spítölunum og öllum heilbrigðistöðv- um á landinu. Hátækni er strax tekin í notkun hvar sem er þegar hún hefur verið þróuð og prófuð á sjúklingum af vísindamönnum og læknum. Uppruni heitisins „hátæknisjúkrahús“ er þess vegna ekki kom- inn frá fagfólki, mennt- uðum starfsmönnum í heilbrigðiskerfinu. Þetta fólk veit betur og þarf ekki á uppskrúf- uðum orðum að halda. Líkur eru frekar á að orðið sé komið frá öðrum hópi fólks í heilbrigðisgeir- anum, fólki sem er ekki alveg öruggt, finnst því ekki fá nóga viðurkenningu eða veit ekki hvort starf þeirra hefur einhverja þýð- ingu. Þessi hópur hefur því þörf fyrir að gera eitthvað í málunum, lyfta sér upp með einhverjum hætti. Og af hverju ekki prófa gömlu aðferðina hans baróns von Münchausens, taka höndum í hár sitt og lyfta sér upp? Hátækni- sjúkrahús er mikilúðlegt orð, býr yfir töluverðum loftblöðrulegum upplyftingarkrafti, og hefði getað skilað þeim ávinningi sem ýttu því úr höfn. Eða dettur ein- hverjum í hug að orðið „þekking- arstjóri“ lýsi vanþekkingu? Hátækni- sjúkrahús Matthías Kjeld fjallar um „hátæknisjúkrahús“ Matthías Kjeld ’Uppruni heit-isins hátækni- sjúkrahús er þess vegna ekki kominn frá fag- fólki, menntuð- um starfs- mönnum í heilbrigðiskerf- inu.‘ Höfundur er læknir. NÝFALLINN meiðyrðadómur yfir Íslendingi í Bretlandi er um margt merkilegur. Burtséð með öllu frá því að í hlut eiga tvær umdeildar per- sónur á Íslandi, þeir Jón Ólafsson og Hann- es H. Gissurarson. Persónur og leikendur dómsins ætla ég ekki að fjalla um, heldur það sem hlýtur að vekja mesta athygli við dóminn og verður prófmál til framtíðar og lýtur að eðli, inn- taki, Netsins sem fjöl- miðils. Það sem hér er und- ir og hlýtur í framtíðinni að teljast til prófmála snýr annarsvegar að varnarþingum einstaklinga og hins- vegar eðli eða inntaki Netsins sem fjölmiðils. Heyra skrif á Netið alltaf undir tjáningarfrelsi eða meið- yrðalöggjöf þess lands sem sá sem birtir skrif á Netinu býr í eða hinu; á hvaða tungu skrifin eru birt ef þau beinast gegn einstaklingi sem býr á því málsvæði sem tungan er töluð á? Í umræddum dómi er Íslendingur að sækja mál gegn Íslendingi á er- lendri grund, í Bret- landi, vegna ummæla sem falla á Íslandi. Það sem gerir málið merkilegt og snúið er ekki hin háa bótaupp- hæð heldur eðli miðils- ins. Netsins. Hvar féllu ummælin í raun- inni? Hvar hafa um- mælin áhrif? Netið er ekki stað- bundið með neinum hætti. Allir geta farið inn á allt út um allan heim, hafi þeir teng- ingu við Netið á annað borð. Öflug- ar leitarvélar létta manni leitina um frumskóginn. Kjarninn í pælingunni er: Birti ég t.d. á heimasíðu minni, bjorg- vin.is, ummæli um mann, sem býr á ensku málsvæði, á ensku sem þykja rógur eða níð og verð sóttur af við- komandi til saka fyrir, hvar á að sækja mig til saka? Því hlýtur að mega halda fram með rökum að birting á þeirri tungu geti valdið viðkomandi alvar- legum skaða á því málsvæði öllu. Ekki bara á Íslandi. Málsvæði sem í þessu tilfelli er afar stórt þar sem um er að ræða heimstunguna sjálfa, með Bandaríkin, Bretland, Írland, Ástralíu, Kanada og fleiri lönd inn- an borðs. Rétt einsog borinn væri rógur á íslenskan mann búsettan í Frakk- landi og ummælin birt á íslenskri heimasíðu á frönsku. Um þetta snýst málið. Hvað leyfist manni á Netinu? Tekur hver sá sem birtir á Net- inu ekki þá áhættu ef hann brigslar manni, hverrar þjóðar sem hann er og býr á tilteknu málsvæði, um eitt- hvað jafn alvarlegt og eiturlyfjasölu eða kynferðisofbeldi að viðurlögin falli undir löggjöf þess lands sem þolandi rógsins býr í? Sé hann birt- ur á opinberri tungu þess lands eða málsvæðis? Þetta er stóra spurn- ingin í þessu máli. Meiðyrði, málsvæði og eðli Netsins Björgvin G. Sigurðsson veltir fyrir sér eðli Netsins sem fjölmiðils ’Hvað leyfist manniá Netinu?‘ Björgvin G. Sigurðsson Höfundur er þingmaður Samfylkingarinnar. STAÐA krónunnar er allt of há. Villa sem virðist ganga sjálfala, reiknar falskan „húsnæðiskostnað“ í vísitölu. Falska niðurstaðan er svo notuð sem forsenda hækkunar stýrivaxta Seðlabanka, aftur og aft- ur. Villan er því m.a orsakavaldur að „reikna upp“ gengið sem aftur eykur innstreymi gjaldeyris spá- kaupmanna. Innflutningur og er- lend lántaka vex, til að fjármagna rekstrartap útflutningsgreina og fjármagna spákaup- mennsku í fasteignum. Vítahringurinn skrúf- ast svo upp. Villan byrjar m.a í bókhaldi vísitölufjölskyldunnar hjá Hagstofu Íslands og þar er uppruni þeirrar villu. Hækkun á verði fasteigna er þar bókað sem „auk- inn húsnæðiskostnaður“, sem er rangt. Hið rétta er, – að hækkun á verði fasteigna eykur nettóeign vísitölufjölskyldunnar. Lækkun vaxta úr 5,5 í 4,15% er lækkun vax- taliðs um 25%, sem er ekkert smá- ræði! Á þeim tíma sem þetta gerð- ist, – er svo bókaður aukinn „húsnæðiskostnaður“. Merkilegt hvað sumir sérfræðingar geta gert einfalda hluti flókna. Verja svo villu sem þessa með röksemdum sem geta í besta lagi talist, – víð- tækt kjaftæði á breiðum grund- velli. Maður gæti haldið að eitthvert forrit á Hagstofu Íslands hafi smit- ast af afturgengnu villuforriti úr dánarbúi Þjóðhags- stofnunar. Þar gekk illa að reikna rétt. Af hverju má ekki leið- rétta svona augljósa villu? Leiðréttum vill- una a.m.k. eitt ár aft- urábak. Þá lækkar vísitalan og – vænt- anlega stýrivextir Seðlabanka, þegar leiðréttingin fæst – eða hvað – og gengið fer aftur til baka? Er þetta kannski annað alvarlegt dæmi þar sem „sjálfala“ villuforrit falsa grundvallaratriði eins og einhver krónísk vitleysa. Fyrra dæmið hef ég fjallað um – villubókhald um stofnstærðir þorsks. Aukinn nátt- úrulegur dauði þorsks vegna fæðu- skorts er reiknaður (falsaður) sem „ofmat“ á stofnstærðarmælingum fyrri ára, í stað þess að viðurkenna að náttúruleg dánartíðni hafi hækk- að sem aftur er vísbending um að við hefðum átt að veiða meira – en það má ekki viðurkenna! Það er engu líkara en að vitleys- ur – eins og þessar tvær, – hafi náð varanlegri fótfestu og eigi að fá að reikna allt til helvítis – meðan forð- ast er að fjalla um þessi mistök op- inberlega. Hvenær á að draga úr sjálf- virkum vísitöluviðmiðunum í pen- ingamálum hérlendis ef ekki nú? Er ekki „gamla aðferðin“ (hækka af því hitt hækkar) nú farin að ógna krónunni alvarlega sem gjald- miðli okkar – til lengri tíma litið? Krónan hefur í nokkur misseri ver- ið sterkasti gjaldmiðill í heimi. Þarf sterkasti gjaldmiðill heims að styðj- ast svona ríkt við vísitöluhækjur? Væri trúverðugt, ef sterkasti maður heims gengi um fullfrískur – með hækjur báðum megin? Krónískar vitleysur Kristinn Pétursson fjallar um efnahagsmál ’Af hverju má ekki leiðrétta svona aug- ljósa villu?‘ Kristinn Pétursson Höfundur er fiskverkandi á Bakkafirði.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.