Morgunblaðið - 10.10.2005, Blaðsíða 40
40 MÁNUDAGUR 10. OKTÓBER 2005 MORGUNBLAÐIÐ
BENJAMIN
BRITTEN
the turn of the screw
ef t i r
25 ára
og yngri:
50%
afsláttur
af miða-
verði
í sal
Íslenska óperan v/Ingólfsstræti Pósthólf 1416 - 121 Reykjavík Sími: 511 6400
21. okt. kl. 20 - Frumsýning
23. okt. kl. 20 - 2. sýning - 30. okt. kl. 20 - 3. sýning
4. nóv. kl. 20 - 4. sýning - 6. nóv. kl. 20 - 5. sýning
12. nóv. kl. 20 - 6. sýning - Lokasýning
www.opera.is opera@opera.is Sími: 511 4200
Kynning fyrir sýningar á Tökin hert , 2. - 6. sýning
Kl. 19.15 – Stutt kynning á verkinu og uppsetningu þess.
Kynningin fer fram á sviðinu og er innifalin í miðaverði.
HALLDÓR Í HOLLYWOOD
Frumsýning fös. 14/10 uppselt, 2. sýn. lau. 15/10 örfá sæti laus, 3. sýn. fim. 20/10
örfá sæti laus, 4. sýn. fös. 21/10 örfá sæti laus, 5. sýn. lau. 22/10 örfá sæti laus, 6.
sýn. fim. 27/10 örfá sæti laus, 7. sýn. fös. 28/10 örfá sæti laus.
KLAUFAR OG KÓNGSDÆTUR
Sun. 16/10 kl. 14:00 örfá sæti laus, sun. 23/10 nokkur sæti laus, lau. 29/10 kl. 20:00.
EDITH PIAF
Sun. 16/10 uppselt, sun. 23/10 uppselt, aukasýning sun. 6/11
STÓRA SvIðIð KL. 20.00
MIÐASALA Á NETINU ALLAN SÓLARHRINGINN - WWW.LEIKHUSID.IS
AFGREIÐSLA ER OPIN FRÁ KL. 12:30-18:00 MÁN.-ÞRI. AÐRA DAGA KL. 12:30-20:00.
MIÐASÖLUSÍMI: 551 1200. SÍMAPANTANIR FRÁ KL. 10:00 VIRKA DAGA.
KODDAMAðURINN
Sun. 16/10 nokkur sæti laus, þri.18/10 uppselt, mið. 19/10 uppselt, sun. 23/10, mið.
26/10 uppselt. Sýningum lýkur í október.
LITLA SvIðIð KL. 20.00
eftir Thomas MEEHAN, Charles STROUSE & Martin CHARNIN
Sun. 16/10 kl. 14
Laug. 22/10 kl. 15
Laug. 30/10 kl. 14
Miðasala í síma 551 4700 alla daga frá
kl. 13-17 í gamla AUSTURBÆJARBÍÓI
www.annie.is • www.midi.is
- DV Frábær fjölskylduskemmtun!
- Fréttablaðið
Miðasala í síma 4 600 200 / www.leikfelag.is
Fullkomið brúðkaup - forsala hafin
Fim 20.okt kl. 20 UPPSELT
Fös 21. okt kl. 20 UPPSELT
Sun 23. okt kl. 20 Örfá sæti
Fim 27. okt kl. 20 Nokkur sæti
fös 28. okt kl. 20 Örfá sæti
lau 29. okt kl. 20 UPPSELT
fös 4. nóv kl. 20 Nokkur sæti
lau 5. nóv kl. 20 UPPSELT
Síðustu
dagar korta-
sölunnar!
Stóra svið
Miðasalan er opin: Mánud. og þriðjud.:10:00-18:00, mið-, fim- og föstudaga: 10:00-20:00, laugar- og sunnudaga: 12:00-20:00
Miðasölusími 568 8000 - miðasala á netinu: www.borgarleikhus.is
ÞAÐ BORGAR SIG AÐ GERAST ÁSKRIFANDI
HÍBÝLI VINDANNA
Aðeins þessar 2 aukasýningar eftir
Su 16/10 kl. 20
Su 23/10 kl. 20
LÍFSINS TRÉ
Fi 27/10 kl. 20 - FRUMSÝNING - UPPSELT
Fö 28/10 kl. 20 - UPPSELT Fö 4/11 kl. 20
Lau 5/11 kl. 20 Fö 11/11 kl. 20
Lau 5/11 kl. 20 Fi 10/11 kl. 20
Fö 11/11 kl. 20
MANNTAFL
Fö 14/10 kl. 20, Lau 15/10 kl. 20
Forðist okkur - Aðeins sýnt í október
Nemendaleikhusið/CommonNonsense
Höf. Hugleikur Dagsson
Mi 12/10 kl. 20 Fi 13/10 kl. 20
Lau 15/10 kl. 20 Mi 19/10 kl. 20
SALKA VALKA
Lau15/10 Frumsýning UPPSELT
Mi 19/10 kl. 20 Styrktarsýning-MND Félagið á Íslandi
Fö 21/10 kl. 20 Gul kort
Lau 22/10 kl. 20 Rauð kort
Su 30/10 kl. 20 Græn kort
Fi 3/11 kl. 20 Blá kort
WOYZECK
Í samstarfi við Vesturport og
Barbican Center í London
Frumsýnt í London 12. október
Fi 27/10 kl.20 Forsýning UPPSELT
Fö 28/10 kl. 20 Frumsýning UPPSELT
Lau 29/10 kl. 20 Gul kort Lau 5/11 kl. 20 Rauð kort
Fi 10/11 kl. 20 Græn kort Fö 11/11 kl. 20 Blá kort
KALLI Á ÞAKINU e. Astrid Lindgren
Í samstarfi við Á þakinu
Su 16/10 kl. 14 Su 23/10 kl. 14
Su 30/10 kl. 14
Nýja svið/Litla svið
ALVEG BRILLJANT SKILNAÐUR
Su 16/10 kl. 20 UPPSELT
Su 23/10 kl. 20 UPPSELT
Þr 25/10 kl. 20 AUKASÝNING
Lau 29/10 kl.20 UPPSELT
Su 30/10 KL. 20 AUKSÝNING
Tvennu tilboð
Ef keyptur er miði á Híbýli vindanna og
Lífsins tré fæst sérstakur afsláttur
9. SÝN. FÖS. 14. OKT. kl. 20 ÖRFÁ SÆTI
10. SÝN. LAU. 15. OKT. kl. 20 ÖRFÁ SÆTI
AUKASÝNING FIM. 20. OKT. KL. 20
11. SÝN. FÖS. 21. OKT. kl. 20 NOKKUR SÆTI
12. SÝN. LAU. 22. OKT. kl. 20 NOKKUR SÆTI
13. SÝN. FÖS. 28. OKT. kl. 20
14. SÝN. LAU. 29. OKT. kl. 20
ÉG Á stefnumót við þrjár konur á
laugardagsmorgni og er seinn fyrir.
Mér liggur á að komast til fundar við
þær í Gallerí 100°, húsi Orkuveitu
Reykjavíkur, enda getur maður ekki
látið konur á borð við Guðrúnu
Kristjánsdóttur, Guðbjörgu Lind
Jónsdóttur og Kristínu Jónsdóttur
bíða. Í Orkuveituhúsinu að Bæj-
arhálsi 1 hafa þær Guðrún, Guð-
björg og Kristín sett upp sýningu
sem þær kalla Straumar.
Sameiginlegur tónn
Eftir örlítið pex ákveða Guðrún og
Guðbjörg að aldursforsetinn Kristín
fái að svara hvernig leiðir þeirra
lágu saman: „Við höfðum tekið þátt í
nokkrum samsýningum, meðal ann-
ars á sýningum sem FÍM, Félag ís-
lenskra myndlistarmanna, stóð fyr-
ir. Þó að verkin okkar væru kannski
ekki lík, þá vorum við á sömu bylgju-
lengd – einhvers konar sameig-
inlegur tónn í verkum okkar. Ég
held, Guðrún, að þú hafir átt hug-
myndina.“
Guðrún setur upp furðusvip og
segir svo hlæjandi: „Var það?
Asskoti er maður hugmyndaríkur!“
Frá Íslandi til Spánar
Fyrstu sýninguna, Vetrarmynd,
héldu þær stöllur í Galleríi Man á
Skólavörðustíg í desember og janúar
2001–2002. „Okkur fannst eins og
þessi grunur Guðrúnar væri réttur,
að verkin okkar rímuðu saman og
fórum að velta vöngum yfir meira
samstarfi,“ segir Kristín.
Það var síðan menningarborg-
arárið að almennilegur skriður
komst á samstarfið. Opnuð var í
Listasafni ASÍ sýningin Andrá, en
Guðbjörg segir frá: „Við settum okk-
ur í samband við Kristínu Guðna-
dóttur, forstöðumann Listasafns
ASÍ, með það í huga að búa til stærri
samsýningu sem myndi ferðast út
fyrir landsteinana. Úr varð stór
sýning í fjórtándualdar-kirkju í
Santiago de Compostela á Spáni
sem hafði verið afhelguð og breytt í
sýningarsal.“
Komin var mynd á listahópinn og
nafn: „Fínt nafn,“ segir Guðrún:
„Andrá á íslensku, Moment á ensku
og ’momaan’ á frönsku,“ bætir hún
við hlæjandi. Þær grínast og bæta
við að þær kalli sig stundum Gjörn-
ingaklúbbinn hinn eldri.
Sterkari saman
Listakonurnar þrjár eru vitaskuld
allar sjálfstætt starfandi listamenn:
„Með þessu samstarfi erum við að
skapa okkur verkefni sem gera okk-
ur kleift að þróa okkur áfram sem
listamenn og þroskast,“ segir Guð-
björg. „Við búum okkur til þennan
vettvang,“ bætir Guðrún við. „Og við
nálgumst þetta á annan hátt en ef
við værum að vinna hver fyrir sig,“
segir Kristín.
Þó mikill samhljómur sé í verkum
Andrár-hópsins koma þær Guðrún,
Guðbjörg og Kristín úr ólíkum átt-
um og spanna nærri þrjár kynslóðir:
sú elsta fædd 1933 og yngsta 1961.
„Frá því við hófum samstarf höfum
við náttúrlega unnið hver sín verk en
við höfum haft afskaplega gott sam-
band innbyrðis, hist oft og borið
saman bækur okkar,“ segir Kristín.
Guðbjörg bætir við: „Og á þessari
sýningu nutum við leiðsagnar Odd-
nýjar Eirar Ævarsdóttur sem tók að
sér verk sýningarstjóra. Hún leiddi
með okkur nokkra góða fundi og hélt
utan um okkur í þessu.“
Þær stöllur eru einróma í hrifn-
ingu sinni á Oddnýju en hún mun
einnig verða sýningarstjóri á næsta
verkefni Andrár-kvenna: „Ef hún
verður ekki búin að gefast upp á
okkur,“ bætir Guðbjörg við kímin.
Verkefnið sem um ræðir er sýning
í Bogasal Þjóðminjasafnsins á næsta
ári: „Við stefnum á að vinna okkar
myndlist út frá verkum sem við
verðum fyrir áhrifum af í safninu,“
upplýsir Guðbjörg. Vinnuheiti er
komið á sýninguna, Fléttur: „Við
ætlum að flétta okkur saman og
fléttast saman við gömlu munina í
safninu,“ útskýrir Guðrún.
Gott þegar hlúð er að listum
Á sýningunni í Galleríi 100° vinna
listakonurnar þrjár með þema sem
tengist óneitanlega starfseminni
sem fer fram í húsinu. Eins og fyrr
sagði kallast sýningin Straumar og
vinna Guðrún, Guðbjörg og Kristín
hver á sinn einstaka máta út frá
vatni, flæði, farvegi og náttúru. „Það
er öðrum fyrirtækjum til eft-
irbreytni hvernig Orkuveitan hlúir
að myndlistinni,“ segir Guðrún. „Já,
það er til fyrirmyndar að í svona
stóru og fallegu húsi hafi frá upphafi
verið lögð áhersla á listina,“ tekur
Kristín undir, en strax á hönn-
unarstigi voru listamenn fengnir til
að vinna verk inn í húsið.
Umræðan spinnst út í sýning-
armál á Íslandi og berst í tal að
t.a.m. er ekki óalgengt fyrirkomulag
í New York að fyrirtæki og stofnanir
nýti rými sem annars færu til spillis
með því að opna litla sýningarsali, en
njóta um leið skattfríðinda fyrir:
„Þetta hefur verið talsvert í um-
ræðunni hér,“ segir Guðbjörg um
þetta mál. „Ágúst Einarsson lagði
fram frumvarp fyrir mörgum árum
sem gekk út á það að fyrirtæki sem
legðu fram fé til menningarmála
fengju skattafslátt, en því miður
tókst ekki að koma því í gegn.“
Kristín segir: „Í Bandaríkjunum gat
jafnvel hinn almenni kaupandi feng-
ið skattafslátt fyrir listaverkakaup.
Þetta jók mjög á söluna, heyrði ég
hjá listamönnum í New York. Eitt-
hvað þessu líkt gæti orðið mikil lyfti-
stöng fyrir listalíf hér á landi.“
Morgunblaðið/Árni Sæberg
Kristín Jónsdóttir, Guðbjörg Lind Jónsdóttir og Guðrún Kristjánsdóttir í húsi Orkuveitunnar.
Sýning Gjörninga-
klúbbsins hins eldri
Eftir Ásgeir Ingvarsson
asgeiri@mbl.is
Sýningin Straumar stendur í Gall-
eríi 100°, sýningarsal Orkuveitu
Reykjavíkur að Bæjarhálsi 1, til 25.
október. Sýningin er opin mánu-
daga til föstudaga frá 8.30 til 16.
Myndlist | Straumar, sýning þriggja kvenna í Galleríi 100°
Hjá Máli og menn-
ingu er komin út
bókin, Risaeðlu-
tíminn eftir Ingi-
björgu Briem með
myndskreytingum
Maribel Gonzalez
Sigurjóns.
„Einu sinni var
jörðin full af risaeðlum. Sumar voru
gríðarstórar og átu blöðin af trjánum,
aðrar voru með hættuleg vopn eins
og gadda og horn, enn aðrar höfðu
beittar tennur og réðust á aðrar risa-
eðlur. Í þessari spennandi bók er í
máli og myndum sagt frá sautján risa-
eðlutegundum sem allar voru til fyrir
milljónum ára – á risaeðlutímanum.
Risaeðlutíminn er fyrsta íslenska bók-
in sem kemur út um risaeðlur og
ómissandi á öll heimili þar sem búa
börn með áhuga á þessum gríð-
arstóru skepnum,“ segir útgefandinn.
Bókin er 49 bls.
Verð: 2.990 kr.
Risaeðlur
Fréttir á SMS