Morgunblaðið - 10.10.2005, Qupperneq 34

Morgunblaðið - 10.10.2005, Qupperneq 34
34 F MÁNUDAGUR 10. OKTÓBER 2005 MORGUNBLAÐIÐ V allahverfið í Hafnarfirði er að byggjast upp með undraverðum hraða. Því veldur góð eftirspurn eftir íbúðum í hverfinu. Talsvert er síðan flutt var inn í fyrstu húsin, en enn er mikið í byggingu. Víða má sjá krana og önnur stórvirk tæki að verki, þeg- ar ekið er um hverfið. Þetta verður stórt hverfi með um 6.000 íbúum, þegar það er fullbyggt og mun hafa yfir sér ósvikið hafn- firskt yfirbragð. Hverfið er byggt á hrauni enda hraunið mjög áberandi í landslaginu og við skipulagningu hverfisins var reynt að halda í hraunið eins og frekast er unnt og þess gætt að láta kosti þess njóta sín. Þó að Vallahverfið liggi í útjaðri er það ekki einangrað, því að tengslin milli þess og miðbæjar Hafnarfjarðar eru mjög auðveld um Ásbraut. Jafn- framt er örstutt í Reykjanesbraut og leiðin því greið, hvort heldur er til Reykjavíkur eða suður með sjó. Jafn- framt er mjög stutt frá Vallahverfi í útiveru og til fjalla. Útivistarmögu- leikarnir eru miklir. Yfir 500 nýjar íbúðir og hús Vallahverfi hefur verið skipulagt í áföngum, eftir því sem það hefur byggst upp. Nú eru til kynningar til- lögur að deiliskipulagi fyrir 5. og 6. áfanga í Vallahverfi. Þetta eru allstór- ir áfanga með yfir 500 íbúðum sam- tals í einbýlishúsum, rað- og parhús- um og fjölbýlishúsum. Tillögurnar eru til sýnis hjá þjónustuveri Hafn- arfjarðarbæjar og athugasemdum við þær skal skila eigi síðar en 14. nóv- ember nk. Samkvæmt deiliskipulagi fyrir Velli 5 eru í þeim áfanga skipulagðar lóðir fyrir 88 einbýlishús, 54 íbúðir í raðhúsum, tvær íbúðir í parhúsum og 242 íbúðir í fjölbýli, samtals 386 íbúð- ir. Í 6. áfanga Valla felur deiliskipu- lagið m. a. í sér lóðir fyrir 24 einbýlis- hús, 83 íbúðir í rað- og parhúsum og 56-64 íbúðir í fjölbýli, samtals 145-153 íbúðir, auk lóðar fyrir 4-6 deilda leik- skóla. Þórhallur Pálsson hefur stýrt hópi arkitekta hjá Arkís ehf, sem unnið hafa skipulagið fyrir báða þessa áfanga, en Arkís hefur einnig skipu- lagt 2., 3. og 4. áfanga Vallasvæðisins. Tengiliður umhverfis- og tæknisviðs Hafnarfjarðar hefur verið Gunnhild- ur Gunnarsdóttir arkitekt. Þau Gunnhildur og Þórhallur telja líklegt, að ásóknin verði mikil í ein- býlishúsalóðirnar, en ásókn í sérbýlið hefur verið mikil í Vallahverfi líkt og annars staðar á höfuðborgarsvæðinu. Þegar um 60 einbýlishúsa- og rað- húsalóðir voru auglýstar í 4. áfanga Valla snemma á þessu ári bárust um 1.400 umsóknir. Svo mikil var ásókn- in. Einbýlishúsalóðum á Völlum 5 og 6 verður úthlutað í haust og gera má ráð fyrir, að lóðirnar verði bygging- arhæfar næsta vor. „Yfirleitt er gert ráð fyrir einbýlis- húsum á einni hæð,“ segja arkitekt- arnir. „Nýtingarhlutfallið er 0,4, sem þýðir að það má byggja á 40% af lóð- arstærðinni. Sem dæmi má nefna, að ef lóðin er 600 ferm., þá má húsið vera 240 ferm. En landið er fremur óslétt frá náttúrunnar hendi og þar sem hagar þannig til á lóðum að hluti lóða liggur mun lægra en gatan, þá má byggja húsin á pöllum og auka þannig nýtingu lóðarinnar.“ Ný íbúðar- og atvinnuhverfi á suðursvæðum Hafnarfjarðar Nú eru til kynningar til- lögur að deiliskipulagi fyrir nýja áfanga í Valla- hverfi í Hafnarfirði. Magnús Sigurðsson kynnti sér tillögurnar. Kostir hraunsins eru látn- ir njóta sín. Horft yfir Vallahverfi í byggingu. Efst sést Reykjanesbrautin, en Vellir 5 og 6 eru fyrir ofan rafmagnslínurnar neðst á myndinni. Í hverfinu fullbyggðu verða um 6.000 íbúar. Morgunblaðið/RAX Í Vallahverfi. Frá vinstri: Þórhallur Pálsson, arkitekt hjá Teiknistofunni Arkís, dr. Bjarki Jóhannesson, skipulags- og bygg- ingafulltrúi Hafnarfjarðar, og Gunnhildur Gunnarsdóttir, arkitekt hjá skipulagssviði Hafnarfjarðar. Þórhallur er aðalhöf- undur deiliskipulags fyrir 5. og 6. áfanga Vallahverfis. Á Völlum er Þyrping langt komin með að reisa 1.500 ferm. nýbyggingu. Þar verður m.a. Bónus með verslun.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.