Morgunblaðið - 10.10.2005, Side 46

Morgunblaðið - 10.10.2005, Side 46
46 F MÁNUDAGUR 10. OKTÓBER 2005 MORGUNBLAÐIÐ S aga Bessastaða á Álftanesi er svo samofin sögu og ör- lögum íslensku þjóðarinn- ar að þar verður vart greint á milli og líklega kemst ekk- ert íslenskt höfuðból þar nærri í samjöfnuði. Bessastaðir hafa bæði verið í eign einstakra manna og rík- iseign. Þeir hafa verið stjórnarsetur, kirkjustaður og skólasetur og þar hefur verið rekin prentsmiðja með bóka- og blaðaútgáfu. Bessastaðir hafa verið í eign fræðimanna og skálda, eins og Snorra Sturlusonar og Gríms Thomsen. Þar hafa setið landstjórnarmenn og fyrirmenn, svo sem höfuðsmenn og amtmenn, fógetar, ríkisstjóri og forsetar. Þar hafa starfað merkir skólamenn eins og Hallgrímur Scheving og vísinda- menn á borð við Sveinbjörn Egilsson og Björn Guðlaugsson. Þar hafa stundað skólanám ýmsir öndvegis- menn, og skal ástmögur þjóðarinn- ar, Jónas Hallgrímsson, nefndur í þeim hópi. Ýmis atvinnustarfsemi hefur farið fram á Bessastöðum og þar gerðar tilraunir, svo sem um fjárrækt og fálkafang, útræði og búskap, og þar var eitt sinn rekin ullarverksmiðja. Á Bessastöðum voru gerðar veður- athuganir og rekin rannsóknarstöð í stjörnuathugun. Þar fór fram lækna- kennsla og rekin lyfjabúð. Hinir ólíklegustu þættir þjóðarsögunnar hafa fléttast saman á Bessastöðum sem best sést á því að þar var eitt sinn fangelsi sakamanna og jafn- framt leiknir fyrstu sjónleikir, sem leiknir voru á Íslandi, að því er best er vitað. Saga Bessastaða er ekki eingöngu saga höfuðbóls og menntaseturs. Vegna embættisstöðu Bessastaða- bænda um langan aldur voru örlög og lífskjör þjóðarinnar nátengd þessu höfuðbóli. Það er saga kúg- unar, eymdar og yfirtroðslu. Og vegna embættistengsla Bessastaða- manna við dönsku krúnuna fyrr á öldum ber saga Bessastaða vitni um erlenda ásælni og yfirdrottnun. Á sama hátt má segja að hlutverk Bessastaða á okkar tímum, sem embættisbústaður forseta Íslands, sé tákn um sjálfstæði þjóðarinnar og þjóðlegt viðnám gegn ásælni erlends valds. Fornleifarannsóknir hafa leitt í ljós að búseta hefur verið á Bessa- stöðum allt frá landnámsöld. Álfta- nesið var í landnámi Ingólfs Arn- arsonar, en hvergi verður ráðið af heimildum hver sá Bessi var, sem Bessastaðir eru kenndir við. Þegar endurbætur hófust á Bessastaða- stofu árið 1987 kom í ljós að undir henni voru allt að 3,5 metra þykk mannvistarlög og hafa þar fundist minjar um fyrstu búsetu manna þar, meðal annars leifar af tveimur stórum skálum, eldhús og búr, jarð- hús, útihús og garðar. Af fornleifa- rannsóknunum má ráða að Bessa- staðir hafi verið allstórt býli allt frá upphafi. Bæjarhóllinn er einn sá stærsti á Íslandi, rúmlega 50 metra breiður og 150 metra langur, og hef- ur hann að geyma mikilvægar og áþreifanlegar upplýsingar um þróun búsetu á Bessastöðum. Bessastaða er ekki getið í rituðum heimildum fyrr en um tveimur öld- um eftir að búseta þar hófst. Það er ekki fyrr en á Sturlungaöld sem Bessastaðir fara að koma verulega við sögu, en þá voru þeir í eigu skáldsins og stórhöfðingjans Snorra Sturlusonar. Ekki er vitað með vissu hvernig Snorri hefur eignast jörð- ina, en hann var mikill jarðeigandi og leitaði víða fanga í þeim efnum og sótti þá oft fjármálin meira af kappi en rétti, svo sem farið hefur með fleirum bæði fyrr og síðar, en Sturl- ungaöldin einkenndist af hatrammri baráttu nokkurra höfðingjaætta um auð og völd í landinu. Miðstöð konungsvaldsins Eftir fall Snorra Sturlusonar taldi Hákon gamli, Noregskonungur, sig eiga tilkall til arfs eftir Snorra og sló eign sinni á staðinn. Þannig urðu Bessastaðir miðstöð konungsvalds- ins á Íslandi, og um leið uppistaða í jarðeignum og jarðeignavaldi kon- ungs hér á landi. Sátu umboðsmenn konungsvaldsins jafnan á Bessastöð- um og á löngum kafla Íslandssög- unnar voru Bessastaðir tákn æðsta valdsins í þjóðfélaginu. Bessastaðir komu mjög við sögu siðaskiptanna enda stóð konungs- valdið að hinum nýja sið og umboðs- menn þess veittust gegn biskupun- um Ögmundi Pálssyni og Jóni Arasyni, sem þrjóskuðust við. Sið- bótarmenn konungs fóru í herferðir frá Bessastöðum og þar voru lögð á ráðin um aftöku Jóns Arasonar og sona hans. Af þeim umboðsmönnum erlenda konungsvaldsins sem sátu á Bessa- stöðum varð Henrik Bjelke, höfuðs- maður og lénsmaður, einna nafntog- aðastur, enda gerðust í hans tíð einhverjir örlagaríkustu atburðir ís- landssögunnar, sem tengjast Bessa- stöðum. Það voru hyllingareiðarnir 1662, þegar Friðriki konungi þriðja voru svarnir erfða- og einveldiseið- ar. Við einveldistökuna urðu ýmsar breytingar á íslenskri stjórnsýslu og var hinn forni konungsgarður á Bessastöðum þá gerður að embætt- isbústað tveggja æðstu umboðs- manna konungs hér á landi, land- fógeta og amtmanns, þar til landsstjórnin fluttist til Reykjavíkur á nítjándu öld. Árið 1867 komust Bessastaðir í eigu skáldsins og alþingismannsins Gríms Thomsen, en hann fæddist þar árið 1820. Grímur bjó á Bessa- stöðum ásamt konu sinni Jakobínu Jónsdóttur, þar til hann lést árið 1896, en þá keypti Landsbanki Ís- lands jörðina. Tveimur árum síðar eignuðust hjónin Theodóra Thor- oddsen skáldkona og Skúli Thorodd- sen ritstjóri og þingmaður Bessa- staði. Síðar bjuggu þar Jón H. Þorbergsson bóndi (1917-28) og Björgúlfur Ólafsson læknir (1928- 40) og árið 1940 keypti Sigurður Jónasson forstjóri Bessastaði. Þegar embætti ríkisstjóra var stofnað var nokkur óvissa um hvar ríkisstjóri skyldi hafa aðsetursstað og kom þá upp sú tillaga að hann sæti á Bessa- stöðum. Hermann Jónasson, þáver- andi forsætisráðherra, spurðist fyrir um það hjá eiganda jarðarinnar hvort hann vildi selja staðinn til þessara nota og bauðst Sigurður þá til að afhenda ríkinu Bessastaði að gjöf, og var því boði tekið. Þetta var árið 1941, en Bessastaðir hafa síðan verið aðsetur forseta Íslands frá stofnun lýðveldisins 1944. Bessastaðakirkja Bessastaðakirkja hefur vissa sér- stöðu í íslenskri kirkjusögu að því leyti að hún stóð á höfuðbóli, en var Sögufrægar byggingar Bessastaðir á Álftanesi Margir þættir þjóðarsög- unnar renna saman á Bessastöðum á Álftanesi, þar sem nú er embættis- bústaður forseta Íslands. Sveinn Guðjónsson rifjar upp sögu staðarins, sem nær allt frá landnámsöld til okkar daga. Morgunblaðið/Kristinn Bessastaðir á Álftanesi. Bessastaðir lýðveldisárið 1944. Morgunblaðið/Brynjar Gauti Bessastaðir haustið 2005, upplýstir í bleikum lit til stuðnings baráttu gegn brjóstakrabbameini.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.