Tíminn - 12.03.1970, Blaðsíða 2

Tíminn - 12.03.1970, Blaðsíða 2
2_________________TÍMINN ■—* ■ - - : •"-------- Myndin er af skíffafólki á Fagradal. (Tímamynd JK) ÁfnriæÍLSskíbamót UIA á Fagradal um helgina FIMMTUDAGUR 12. marz 1970. ENNWl 325 LÖG BÝLIRAFMAGNSLAUS JK—Egilsstöðum, miðvikudag. Tuttugu og fimm ára afmælis- mót UIA verður haldið á Fagra- dal næstkomandi laugardag og simnudag. Fyrsta skíðamót UIA var haldið á Fagradal fyrir 25 árum. Keppnisgreinar verða: svíg, allir E'ldursflokkar, stórsvig, allir aldursflokkar, ganga, allir aldurs flokkar og skíðastökk. Einnig verður kappakstur á vélsleðum. Þátttakendur í mótinu eru frá Seyðisfirði, Eskifirði, Neskaup- stað og Egilsstöðum, alls um 100 manns. Ásgeir Eyjólfsson frá Reýkjavík ieggur brautir í svigi og stórsvdgi, Ármainn Guðmunds son frá Egilsstöðum leggur braut ir í göngu. Guðmundur Þorleifs son á Eigilsstöðum sér um lagn ingu stakkbr-auitar. Mótsstjóri verð ur Gunnar Ólafsson, skólastjóri, Neskaupstað, en han,n var einm af brautryðjendum skíðaíþróttarinn- ar hér á Austurlandi, og var móts stjórd á fyrsta skiðamóti UIA fyr ir 25 árum. Ungmennafé 1 agið Höttur á Eg- ilsstöðum sér um rnótið. Komdð hefur verið upp veitingaskálum á mótssvæðinu, auk þess sem skíðaskáli félagsins á Fagradal verður opinn mótsdagana. Tog- braut er í gangi við sikáiann og hefur verið starfrækt um helgar í vetur. OÓ—Reykjavík, laugardag. Nauðsyn ber til að gera nú þeg ar heildaráætlun um fyrirkomu- lag og kostnað við að ljúka raf- væðingu til allra sveitabæja á landinu, segir í greinargerð um raforkumál, en ályktanir um þau mál voru samþykktar á Búnaðar þingi í gær. Nú eru 1325 byggð lögbýli sem ekki hafa fengið raif magn frá samveiíum. Búið er að samþykkja að leggja raflínur til um 80 býla á þessu ári og gera kostnaðaráætlanir um lagningu raf h'na til rúmlega 180 býla til við- bótar. Búnaðarþing leggur áherzlu á að haldið verði áfram forrann- sóknum á allri nýtanlegri vatns- orku landsins, en bendir jafnframt á að í m'örgum tilfellum geti virkj un einstakra fallvatna haft mjög víðtæfcar og ófyrirsjáanlegar af- leiðingar á búrekstrarskilyrði og lífsafkomu fólks í einstökum byggðarlögum. Því leggur Búnaðarþing þunga áherzlu á að settar verði ítarlegar reglur um alla framkvæmd þess ara mála er tryggi m. a. 1. Að virtur sé eignarréttur við komandi aðila á fallvötnum og landi. 2. Að allir þeir aðilar, sem vatnaflutnin'gar, vatnsmiðlun og bygging orkuvers snertir, eigi þess kost að fylgjast með fram gangi þ-eirra mála á öllum undir búningsstigum verksins. Sem aðila í þessu tiifelli má nefnia: í Búnaðarfélag fslands, Náttúru- verndaiTáð, Héraðsstjórnir oig bún aðarsamtök einstakra héraða. f ályktun um raforkumál segir m. a.: Búnaðarþing beinir enn á ný þeirri áskorun til Alþingis, orku málaráðherra og annarra aðila, þeirra sem framkvæmd orfcumála hafa með höndum, að sem allra bráðast verði reist raforfcuver til notkunar fyrir þau landssvæði er hafa enga, alls ónóga eða óhag- kvæma orku til nota nú, enda verði þá hætt stöðugri orku- vinnslu dísilstöðva þeirra, sem nú eru notaðar í ýmsum þorpum landsins og í nágrenni þeirra. Jafn framt verði önnur orkuver auMn, m. a. með það fyrir augum, að rafmagn verði notað til upphitun ar húsa í stað olíu, og þar með sparaður stórlega erlendur gjald eyrir og væntanlega einnig til beinnar aukinnar hagkvæmni. Danssýning Þjóðdansafélagsins Helgina 14. — 15. marz mun Þjóðdansafélag Reykjiavíkur halda hina árlegu danssýninigu fyrir styrktarmeðlimi sína og velunn- ara. Sýningin hefst í Háskólabíói laugardaginn kl. 3 og sunnudag- inn fcl. 2. Verður þar rnargt skemmtilegt að sjá og heyra. í 'þetta sinn eru það aðallega Framhald á bls. 14 OEB0D00 QEEHUÖ A ÞirJGPALLI Reyfcjavík, þriðjudag. SAMEINING SVEITARFÉLAGA Allur fundartími neðri deildar í gær fór í umræður um fyrir- hugaða sameiningu sveitarfélaga, og vora þingmenn efc'ki á einu tnáli um miMlvægi þeirra ráðstaf- ana. Ágúst Þorvaldisison fcvað það und arlegt að þurfa að setja upp mik- inn lagabálk um sameiningu sveit- arfélaga og stofna sérstakt em- bætti til að framfylgja þeim lög- um. Öruggt £& að sameining verði ekfci á neinn bátt til eflingar sveit arféllögunutn. Þeir, sem vilja hafa sveitarfélögin eins og þau eru nú eigi að fá það. En þar sem vilji sé fyrir hendi um sameiningu, sé eðlilegt að hún fari fram. Hvers bonar þvinganir í þessum efnum verði ætíð til ills. J'ónas Péturssion fcvaðst fylgj- andi frumvarpinu í meginefnum. Mifcil nauðsyn sé að aufca vald sveitarfélaganna og það verði bezt giert með því að stækfca stéttar- félögin. En að skipa sérstakan erindreba til að annast fram- kvæmdir taldi hann vart nauð- synlegt. Ásberg Sigurðsson sagði að möguleikar væru á að stærri og efnaðip sveitarfélög yrðu á móti sameiningu við minni og fátækari sveitanfélög, vegna þess að þau yrðu baggi fjárhagslega og því væri nauðsynlegt fyrir ráðherra að hafa vald til að bveða á um sam- eininigu án samþykkis viðkomandi aðila. Emil Jónsson félagsmálaráð- herra sagði að Samband ísl. sveit- arfélaga hefði samiið þetta frum- varp og varla hefði það gert það ef það væri gegn hagsmunum. að- ildarfélaga sa'mbandsins. Til embættis erindreka eigi að stofna, til að tryggija að unnið verði að þesisu máli með festu o-g einnig til að hann geti orðið sveitarfélögun- um til aðstoðar við sameiningu, en hún sifculi því aðeins fara fram að vilji sé fyrir því í héruðunum. Gísli Guðmundsson kvað óæski- legt að halda uppi ríkisáróðri fyr- ir sameiningu sveitarfélagannia. Það sé dæmi um vinnuíbrögðin að enginn fulltrúi frá hinum minni sveitarfélögum hafi verið skipaður í semeiningarnefndina, en fyrir litlu sveitarfélögin sé þó að sögn ráðamanna þetta frum'varp hvað mest aðkallandi. Sigurvin Einarsson sagði að fulltrúafundur Sambands fal. sveit arfélaga hefði efcM fjallað um þetta frumvarp enn og því tómt mál að tala um að frumvarpið sé komið frá þeim. Riáðherrann heflði sjálfur sagt að vel væri hægt að sameina sveitarfélögin án þess að setj a um það sérstöfc lög. Það sýni bezt bvað þessi lagasetning sé ónauðsynleg. VERKFALL OPINBERRA STARFSMANNA f gær var til fyrstu umræðu frumvarp er miðar að þvi að af- numið verði bann við verkföllum opinberra starfsimanna. Segir í greinargerð með frumvarpinu að bann þetta hafi verið lögfest árið 1915 við allt aðrar þjóðfélagsað- stæður en nú eru. Verði þetta frumvarp að lögum, skuli lögfesta sérstök ákvæði í samráði við ör- yggisþjónustu. Á Norðurlöndumum hafi sú þróun orðið að í Noregi og Svíþjóð sé verkfallsróttur opin- berra starfsmanna lögfestur og í Danmörku og Finnlandi séu engin lagaákvæði er banni verkföll þeirra. FlutningS'menn frunwarps- ins eru Kristján Tborlacius, Karl Guðjónsson og Björn Jónsson. BREYTINGAR Á DÝLÆKNALÖGUM Frumvarp til laga um breyt- ingu á lögum um dýralækna var til annarar umræðu í efri deild á þriðjudag. Landbúnaðarnefnd legg ur til að frumvarpið verði sam- þybkt. Frumvarpið er flutt að ósk íbúa Breiðdalshrepps og er flutn- ingsmaður Páll Þeirsteinsson, og felur það í sér þær breytingar að skilin milli dýralæknisumdæm- anna verði ekki á Breiðdalsheiði, eins og nú er, heldur milli Breið- daláhrepps og Beruneshrepps, Skoðanaköimim Framsóknarmannna í Reykjavík hefst á föstudaginn: ÞANNIG Á AÐ KJÖSA ® Hvar og hvenær fer skoðanakönn- unin fram •k Skoöanakönnun Framsóknar manna í Reykjavík nær yfir þrjá daga, föstudaginn 13. marz, laugardaginn 14. marz og sunnudaginn 15. marz. Kjörstað ur er að Hringbraut 30. Kjör- staðurinn verður opinn kl. 5— ~0 síðdegis á föstudag, kl. 10—6 á iaugardag og kl. 1—6 síðdegis á sunnudag. # Hverjir geta tekið þátt í skoðana- könnuninni k Allir þeir, sem eru í fram- sóknarfélögunum í Reykjavík á kjördag, eiga iögheimili í ------------------------ Reykjavík og náð hafa 18 ára aldri, geta tekið þátt i skoðana .cönnuninni. Eru þeir, sem vilja taka þátt i könnuninni en ekki hafa enn gengið í félögin, hvatt ir til þess að gera það sem fyrst og í sí'ðasta lagi í dag, fimmtu- dag. Inntökubeiðnir má fá að Hringbraut 30, sími 24480. # Hvernig á að kjósa ★ Kjóscndur sem koma á kjör staðinn, fá þar í hendur sér- stakan kjörseðii sem þeir út- fylla í kjörklefa. Á þessum kjör seðli verða nöfn 42 manna, sem settir hafa verið á sérstakan framboðslista. Neðan við nafna röðina a kjörseölinum eru sex auðar línur, og eiga kjósendur að rita þar nöfn þeirra -.ex manna, sem þeir vilja að skipi sex efstu sæti væntanlegs fram- boðsiista. ítita má nöfn mánna. sem °’-ki eru á framboðslistan- um sem auglýstur hefur verið. 9 Kjósa verður sex menn •k Sé' ' k athygli skal vakin ,1 því, að kjósandi verður að rita nöfn se manna — hvorki færri né fleiri. Ef ekki eru liíuð nöfn sex tnanna. |)á er kiörseð!,'i-ii, ÓGILDUR. 9 Gangið í félögin og veljið fram- bjóðendur k Allt stuðningsfólk Framsókn arflokksins, sem vili hafa bein áhrif á vai frambjóðenda Fram sóknarmanna i Reykjavík, er hvatt til þess að ganga i félögin sem fyrst og komast þannig á kjörskrá. Munið.' að kosningin liefsi á föstudag i næstu viku, 13 marz.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.