Tíminn - 12.03.1970, Síða 9

Tíminn - 12.03.1970, Síða 9
FMMTUDAGUR 13. marz 1970. TÍMINN 9 Útgefandi: FRAMSÓKNARFLOKKURINN Framkvæmdastjóri: Kristján Benediktsson Ritstjórar: Þórarinn Þórarinsson (áb) Andés Kristjánsson. Jón Helgason og Tómas Karisson Augiýsingastjóri: Steingrimur Gislason Ritstjómar- skrifstofur I Edduhúsinu simar 18300—18306 Skrifstofur Bankastræti 7 — Afgreiðslusimi: 12323 Auglýsingasimi: 19523. Aðrar skrifstofur sími 18300 Áskrifargjald kr 165.00 á mán- uði. innanlands — í lausasölu kr. 10.00 eint. Prentsm Edda hf. Fleipur eitt ERLENT YFIRLIT Skæruliðar kommúnista studdu óbeint forsetaefni hægrimanna Mikil átök virðast framundan í Guatemala. í viötali við Þjóðviljann í gær upplýsir Gylfi Þ. Gísla- son, viðskiptamálaráðherra, að aðdróttanir þær í garð Sambands íslenzkra samvinnufélaga, sem birtust 1 leiðara Alþýðublaðsins s.l. mánudag, eru fleipur eitt. í leiðara Alþýðublaðsins stóð m.a.: „Þá hefur Alþýðublaðið áhuga á því, að Tíminn skrifi meira um fjármál ýmissa stærstu fyrirtækja landsins, t.d. Sambands íslenzkra samvinnufélaga. Tíminn kjmni að geta aflað sér upplýsinga um merkileg gjaldeyrisviðskipti sambandsins ekki alls fyrir löngu. Alþýðublaðið bíður um sinn átekta eftir því hversu Tímanum verður ágengt í því efni og hver áhugi hans reynist til frambúðar á heiðarleika í fjármálum og opinberu lífi.“ í yfirlýsingu sinni í Þjóðviljanum 1 gær segir Gylfi Þ. Gíslason m.a.: „Síðan ég tók við forstöðu viðskiptamálaráðuneytisins hafa því aldrei borizt neinar upplýsingar um misferli í gjaldeyrisviðskiptum Sambandsins." Hér er því um svívirðilegar aðdróttanir að ræða, sem birtar eru í forystugrein Alþýðublaðsins, ósæmilegan róg, sem ætlað er að sverta álit Sambands íslenzkra sam- vinnufélaga í augum landsmanna. Alþýðublaðið mun ekki komast hjá að taka orð sín aftur og er sæmst að biðjast auðmjúklega afsökunar. Það er svo kátbroslegt þegar blað, sem stundar svona málflutning, telur sig þess umkomið að bregða öðrum blöðum um siðleysi 1 blaðamennsku. Bragð er að .... Njörður P. Njarðvík skrifar grein í Alþýðublaðið í gær og segir m. a.: „Alþýðuflokkurinn hefur í rauninni ekki komið fram neinum SÍNUM stefnumáium. Við erum ekki hænufeti nær takmarki okkar eftir 10 ára samstarf... Formaður Alþýðuflokksins hefur varið stjórnarsamstarfið m. a. með því að segja að stöðugt stjórnarfar sé mikils virði. En það fer vitanlega eftir því, hvers konar stjórnarfar er um að ræða, og áframhaldandi viðreisnarstjórn er ekkert keppikefli fyrir jafnaðarmenn, öðru nær ..." Kjararýrnunin Upplýsingar Tímans um hina miklu rýrnun kaup- máttar vikulauna við kaup á brýnustu lífsnauðsynjum hafa vakið mikla athygli. Af þeim sést að verðhækkan- irnar á undanförnum árum hafa lagzt þyngst á brýnustu lífsnauðsynjar manna. Ýsa, slægð með haus hefur t.d. hækkað um hvorki meira né minna en 814% frá 1960. Árið 1960 kostaði kílóið af ýsu kr. 3,50 en kostar nú kr. 32,00. í ársbyrjun 1960 gat verkamaður, sem tekur laun samkv. n. taxta Dagsbrúnar, keypt 289,5 kg. af ýsu fyrir vikulaunin sín. í febrúar 1970 fékk hann hins vegar aðeins 90.4 kg. af ýsu fyrir vikulaunin. Rýrnun kaup- máttar vikulauna hans gagnvart þessum lífsgæðum hefur því orðið 68,8% á s.l. 10 árum. Rýrnun kaupmáttar viku- launa við kaup nokkurra annarra lífsnauðsynja er þessi: Súpukjöt 51,2%, kartöflur 79,5%, smjörlíki 28,7%, franskbrauð 25,8%, hveiti 40,2%, kaffi 46,4%. — Forystumenn verkalvðshreyfingarinnar hafa hins vegar alltaf verið að vinna sigra í baráttunni fyrir launþegana og mismuninn hafa þeir jafnað með samningunum um Breiðholt, verðlagsnefnd, atvinnumálanefnd og fl. Um skattamál vilja þeir hins vegar ekki semja við ríkis- 'aldið. T.K. CARLOS ARANA OSORIO í HEIMSFRÉTTUNUM seg- ir oftast lítið frá smáríkjunum í Miö-Amieríku. Þó hefur eitt þeirra, Guatemala, verið nokk- ur Uindantekning. Ástæðan er sú, aið talið er að þar hafi kom- izt til valda fyrsta kommúnista stjórnin í latnesku Ameríku. Hún reyndi að vísu ekki að framkvæma neina róttæka bylt ingu, en áform hennar stefndu i þá átt. Bandaríkin áttu því þátt í að steypa henni úr stóli, en stöðuigt síðan hefur haldizt þar all öflug vinstri sinnuð skæruliðahreyfing, sem mjög virðist hafa færzt í aukana síðustu mánuðina. Þess vegna er Guatemala nú aftur í sviðs ljósinu. Guatemala liggur suður af Mexico, milli Karibahafs og Kyrrahafs. Það er litlu stærra en ísland eða 134 þús. ferkm. að flatarmáli og íbúar eru 4 millj. Megimhluti landsins er háslétta, en ræiktunarskilyrði eru eigi að síður góð og land- i@ auðugt frá náttúrunnar hendi. Þar þróaðist mjög fullkomin Itidiánamenning um 1000 ára skeið áður en Spánverjar komu til sögunnar um 1520, en þeir upprættu han-a með öilu. Enu er þó rösikur helmingur íbúanna hreinir Indíánar, en langflest- ir landsmenn aðrir eru kyn- blendingar. Úr hópi þeirra hafa flestir valdamenn lands- ins komið. Hinir hreinræktuðu Indíánar búa enn við hin frum- stæðustu kjör. Yfirráðum Spán verja í Guiateimala lauk um 1820 ,en fullt sjáltfstæði hlaut Guatemiala ekki fyrr en 1839. Um og eftir aldamótin hófst þar ailmifcil framtfaraöld, þeg- ar bananarækt hófst þar fyrir alvöru. Henni fylgdi hins vegar það, að bandarískir auðhringar fegnu áhuga á landinu og náðu fljótleg.a frjósömustu landsvæð unum umdir yfirráð sín. Síðan hatfa Bandaríkin láitið sig þróun mála í Guatemala miklu varða. BYLTINGAR hafa verið tíð- ar í Guatemala, eins og öðrum löndum latnesku Ameríku, og herinn oftast staðið alfi baki þeim. Að aflokinni byltingu 1944, komust fremur frjáisiynd- ir menn til valda. Arið 1951 fóru fram tiltöiulega frjálsar forsetakosningar og var Jac- obo Arbenz þá kosinn forseti. Hann var brátt grunaður um að vera kommúnisti, enda beind- ust stjórnarhættir nokkuð í þá átt. Bandaríkin töldu sér þó fyrst nóg boðið, þegar Arbenz þjóðnýtti jarðeignir ameríska hringsins United Fruit Comp- any og gaf til kynna, að hanu myndi fá hernaðarráðunauta frá Tékkóslóvakíu í stað baoda- rískra ráðunauta. Árið 1954 var hafin byltingartiiraum, studd af Bandaríkjunum, og náði hún tilætluðum árangri. Síðan fóru hægri menn með stjórn í Guate mala tii 1966, er fram fóru þar frjálsar forsetakosningar. Frambjóðandi frjálslyndrar mið flokkasamsteypu, Mendes Mont enegro prófessor, náði þá kosn ingu, og hefur farið með völd síðam. Stjórn hans hefur verið fremur frjálslynd og tframfara sinnuð. Hægri menn kenna um limkind henmar, að skæruliða- samtök róttækra vinstri sinna hafa etflzt verulega síðustu misserin. Þar hafa því skipzt á hryðjuverk vinstri sinnaðra og hsegri sinmaðra skæruliða. Utan Guatemala vakti það eimna mesta athygli, þegar tveir ban-darískir sendisveitarmenm voru skotnir til bana í janúar 1968. UM FYRRI heigi fóru fram forsetakosningar í Guatemala. Þrír frambjóðendur voru í kjöri. Hægri menn buðu fram Oarlos Arnaa Osorio herfor- ingja (51 árs), sem er frægur fyrir að hafa stjórnað hinni svonefndu Zacapahersveit, sem kvað niður á sínum tíma skæru liðahreyfingu í norðvestur-hér- U'ðum landsins. Sumar heimild- ir telja, að milli 1500 — 3000 manins, hafi fallið í þeim átök um, cn aðrar heim. greina 30. þús. Sigurvonir Arana bötnuðu mjög, þegar það var kunnugt, að fylgi frjálslyndra manna myndi skiptast miiii tveggja framibjóðenda. Núverandi stjórn arflokkur, sem kallar sig Bylt- ingarf'lokkinn, bauð fram Fuent- es Pieuccini, en nýstofnaður kristilegur flokkur, bauð fram Lurcas Caballeros. Kommúnist- ar og aðrir róttækustu vinstri menm studdu hvorugan þennan frambjóðanda, og óskuðu ber- sýnilega helzt, svo ólíkl'egt, sem það virðist — eftir sigri Arana. Ástæðan er sú, að þeir hafna þingræðisieiðinni, og telja byltingarleiðina eina koma að gagni. Frá sjónarmiði þeirra mun öfgafull hægri stjórn und- ir forustu Arana skapa aukinn jarðveg fyrtr byiltinguina, en megin loforð hans var, að skapa að nýju röð og reglu I landinu. Þessi boðskapur hans fékk aukinn byr í seglin við það, að skæruiliðar hertu mjög aðgerðir sínar víða á ýmisum stöðum í landinu. Sögu- legast varð það, er þeir rændu sjálfum utanríkisráðherrauum og skiluðu honum ekki fyrr en einum leiðtoga þeirra hafði ver- ið sleppt úr haldi. Atburður þessi er talinn hiafa styrfct veru lega aðstöðu Arana. ÚRSLITIN urðu liika þau, *að Axana fékk flest atkvæði eða 235 þús. Pieruccini fékk 195 þús. og Caballeros 117 þús. Þar sem enginn þeirra fékk meirihluta atkvæða, venður þingið að velja á mili þeirra tveggja, sem fengu flest at- kvæði. Byltingarflokkurinm hef ur nú öruggan meirihiuta á þingi og getur því kjörið for- setaefni sitt. Það er hinsvegar andstætt venju, því að þingið hefur undir slíkum kringum- stæðum áður kjörið það for- setaefnið, sem hefur fengið mest fylgi hjá kjésendum. Arana hefur hótað ölu Ilu, ef þingið brýtur gegm þessari venju. Því er nú yfirleitt spáð, að hvort heldur, sem þingið hafnar Arana eða kýs hanm, þá séu framundan miklir átakatímar í Guatemala. Ef þingið hafnar Arana, mun hann gera tilraun til gagnbyltingar. Kjósi þingið hanm sem forseta, mun hann leitast við að ganga á mJOli bols ■ og höfuðs á skæruliðum. Margir óttast, að þær aðgerðir verði ekki aðcins lát.nar ná tl skæruliða, heldur til allra for- ystumanna frjálslyndra sam- taka í Guatemala. Þ.Þ.

x

Tíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.