Tíminn - 12.03.1970, Blaðsíða 12

Tíminn - 12.03.1970, Blaðsíða 12
12 ÍÞRÓTTIR TIMINN IÞROTTIR FIMMTUDAGUR 13. marz 1970. ^ sparið m*- og vandíð ^ tar ualíd Sr verzlíd 1 IfeuðJjÍ I KAUP- FÉL3VGINU ^Úrvals- kgkur úr FYRSTA FLOKKS SKOZKT Bells hafra* mjöl F5og25kg pokum ÍKAFFI OTK MARIE-KEX Ódýrt &gott RiTZ saltkex Ódýrt &gott OIK súkkula&íkcx Verzlíð t kaupfélagtnu Heyrt og séð á vetrarhátíðinni á Akureyri „GULAR HÚFUR GANGA FYRIR" Vetraríl)róttahátíðin á Akur eyri var hálfnuð, þegar blaða rnaður Tírnans kom norður á miðvikudagskvöldið. Veðurfar- ið hafði verið rysjótt fyrstu dag ana og tafið fyrir ýmsum fram kvæmdum. Verst var veðrið umræddan miðvikudag, en þá vildi svo til, að „frídagur" var hjá keppendum, svo ekki fór neitt úr skorðuin þrátt fyrir stórhríðina. Seint um kvöldið lá leiðin npp í Skíðáhótel og þótt kom- ið væri fram yfir vinnutíma þar efra, voru móttökurnar skínandi, þó að gestirnir kæmu óboðnir á þessum tíma sóiar hrimgsins. Hótelstjórinn sjáifur, Hallgrímur Arason, bar fram kaffi og kökur og gaf sér tíma til að spjalla svolítið. Hann lét vel af öllu umstanginu, en sagði þó, að gistirými hótels ins hefði mátt nýtast betur þessa viku — en ekki verður á allt kosið. i>á sagði Hatlgrím ur, að nú væri í fyrsta sinn op- in skíðaleiga í hótelinu og þár gáeti fólk fengið skíði, stafi og skó fyrir aðeins 200 kr. á sólai'ihring. — En ef maður brýtur skíð in? — Þá er bara að skila brot- unum, fá önnur skíði og halda áfram! var svarið. Þegar komið var niður í bæinn aftur, var að ljúka ungl- ingadansleik Skí'ðaráðs í Sjálfstæðishúsinu, en þar höfðu verið afhent verðiaun fyrir unglingagreinar á hátíðamótun um og síðan dansinn dunað, við tónlist frá hljómsveitinni Ævin týri — og ekki má gleyma, að þar á meðal er Bjöggi. Ekki bar á öðru, en krakkarnir hefðu skemmt sér konungtega og þau, sem ekki voru enn orðin þreytt í fótunum eftir íþrótt- irnar eða dansinn, renndu sér á ballskónum um göturnar, því alis staðar var nógur snjór. Fljótlega dofnaði þó yfir mið- bænum, því auðvitað þurfa ungl ingar að sofa á Akureyri eins og annars staðar. Daginn eftir, fimmtudag, var keppt í stökki og þar sem forvitnilegt mundi að sjá, hvernig stokkið væri hjá frænd um okkar á Norðurlöndum, var bezt að koma sér * Fjallið. Þegar þangað kom, var norð- an katdi og smáél annað slagið. Stokkið var í Snæhólabraut- inni, sunnan og ofan við Skíða hótelið. Ekki leizt mér rétt vói á að labba mig þangað upp, Jens Sumarliðason hafði nóg að gera í símanum. svo ég snikti mér far með ,,Snjókettinum“ hans Baldurs Sigurðssonar. Þetta er stórt rautt undrafarartæki á fjórum beitum og fer yfir næstum hvaða ófæru sem er. Þegar 'ég hafði prílað um borð ásamt nokki'um keppendum, sem voru Vttí-ÍVt > : : SrirartjM'ttllabaUúm ar mHí ig-^r ' " ' ' ■SS :í' 1 •• • •>" v"“'" Forsíða eins af VH-blöðunum. þess má geta, að forseti íslands er verndari ÍSÍ. á ieiðinni upp, tók Snjóköttur inn stefnuna beint upp bratt ann af miklum krafti. Ekki skal það selt á meira en kaupverði, en mér var sagt, að hann eyddi 5 lítrum af benzíni á hvern kilómetra! Það var napurt uppi í Snæ- hólum, en enginn virtist láta það á sig fá, allra sízt keppend urnir, sem voru allt að því léttklæddir. Hermann Sigtryggs son var í hverri úlpunni utan yfir annarii og lét fjúka gam anyrði gegn um hátalarann öðru Kvoru, til fculdablárra áhorfendanna. Helgi Sveinsson, kempan frá Siglufihði, stjórn- aði stökkinu og igekk það fi'játt og vel, e.nda lá Helga svolítið á, hann hafði 20. mín. upp á að hlaupa eftir kepprána til að komast í bæinn og um borð í skip til Siglufjarðar. Á daginn kom, að útlending- arnir voru betrd, þvi þeir stukku Oengst og hafa bezita stflinn, að því er fróðir menn Sögðu. Næst á dagskrá fimmtudags ins var keppni starfsmanna og gesta mótsins í stórsvigi. Keppt var ofan við hótelið og gekk bærilega. Sigurviegairi varð Kári Árnason, sem reyndar er kunnari fyrir að sparka knetti af lagni en ekki bar á öðru, en hann gæti einnig stjómað skiðunum. Rúsínan í pylsuendanum var kattarslagur, sem fram fór í brekkunni norðan við hóteiið. Skrautleg tunna var hengd x gálga og ungt skíðafólb renndi sér og sló í tunnuna. Flestir voru í einhverjum grímubún- ingum, eða a.m.k. málaðör í, framan og með pappirshaitta á höfði. Tiil þess að slagurinn tæki ekki allt of langan tíma, börðu þeir ftillorðnu svolítið í tunnuna fyrst. Þegar tunnan var faHin, kom „kötturinn“ í Ijós og var það heljar plast- poki, fullur af karamellum. Þá æstist leikurinn, því ailla lang- aði í karamellur. Eftir nokkur högg, sprakk pokinn loksins og karamellunum rigndi yfir snjóinn. Þá varð nú handagang ur í öskjunni og stjórnendur kattarslagsins áttu fullt i fangi með að greiða úr flækj- unni af skíðuan og stöfum, fót um og handliegigjium krakkanna á eftir. Dagskiá föstudagsins hófst með 10 og 15 km göngu. Geng ið var í stóra hringi umhverfis Stórhæð, utan og ofan við Skíðahótelið. Athyglisvert er, að skíðabærinn Akureyri átti aðeins einn þátttakanda í göngu og engan í stökki og virðist áhugi Akureyringa yfirleitt vera harla lítill á norrænu igreinunum og fóru erleradu gestirnir með sigur af hólmi í báðum greinum og tvíkeppn- inni þar með. Þegar göngunni var að Ijúka, var stórsvig karla og kvenna að hefjast, suður og uppi undir fjallsbrúninni, að því er bezt varð séð. Karlabrautin var hvorki meira né minna en 1700 metra löng og veðrið var ekki i mm liii m i m an Wphihmv* Blár borii með einkunnarorðum iþróttarhátíðarinnar va r negldur á framhlið skíðahótelsins.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.