Tíminn - 12.03.1970, Blaðsíða 5
*
FIMMTUDAGUR 12. marz 1970. TIMINN 5
MEÐ MORGUN
KAFFINU
&
Lávarðurinn fékk gamlan vin
sinn í heimsókn. Þegar veiting-
arnar voru bornar fram tók
■vinurinn eftir því að lávarður-
imn var búinn að fá nýjan þjón.
— Hvað er orðið um Jones?
spurði hann.
— 0, sagði lávarðurinn og
geispaði. Ég varð að reka
hann. Hann var orðinn alveg
ómögulegur. Geturðu bara
imyndað þér að á morgnana
setti hann vinstri skóinn minn
alltaf hœgra megin og hægri
skióinn vinstra megin, svo ég
varð að hafa lappirnar í kross
þegar ég fór í skóna.
Hvað sé ég? Á mínu eigin
heimili. Vertu hjartanlega vel-
komin Soffía Loren.
— Mér geðjast vel að því
hvernig þú hefur innréttað ibúð
ina þína og raðað öllu smekk-
lega, sagði gesturinn við Jón,
— en mikið er hún einkennileg
þessi bréfapressa, sem þú hef-
ur á borðinu þmu.
— Ó, hún, sagði Jón bros-
andi, — þetta er fyrsti búðing-
urinn, sem konan mín reyndi
að búa til.
Þú getur ekki narrað mig.
Sjónvarpið er volgt ennþá.
Ungur stúdent kemur í heim
sókn til prófessors, sem er
mjög viðutan. Prófessorinn
heilsar stúdentinum vingjarn-
lega og segir: — Hvernig líð-
ur föður þínum?
Prófessorinn sér strax, að
hann hefur gert skyssu og man
þá eftir, að faðir stúdentsins
er nýlátinn. Og prófessorinn
bætir við: — Ég meina, er
hann dáinn enn þá?
— Það ætti ekki að vera ó-
mögulegt að skapa góðan gagn
rýnanda úr lélegum rithöfundi.
sagði Somerset Maugnam:
—Það er t. d. þúið til ágæt-
is edik úr ódrekkandi vínum.
Húsbóndinn: Hefurðu séð
vestið mitt?
Þjónninn: Þér eruð í því,
herra.
Húsbóndinn: Það er gott að
þú sagðir mér frá því. Annars
hefði ég farið út vestislaus.
Hjartagræðarinn frægi frá
Suður-Afríku, Christian Barn-
ard, kom við á Kastrup-ílug-
flugvelli í Kaupmannahöfn um
daginn, en hann var i fylgd
*
Spádómar eru mikið í tízku
nú víða um lönd. en einkum
eru Bandarikjamenn hrifnir af
þessaid íþróttagrein. Sá frægi
spámeistari Maurice Woodruff
gerði fyrir skömmu eftirfar-
andi spádóm sinn lýðum kunn-
an: „Jackie Onassis mun ala
un á þessu ári, en hjónaband
hennar mun samt ekki endast
nema eitt og hálft ár enn, i
mesta lagi tvö ár (og það er
Aristoteles sem mun slíta hjóna
bandinu eftir því sem hinn
glöggi maður segir). Bthel
Kennedy mun snúa sér að
stjórnmáium. Ronald Reagan
mun tapa ríkisstjóraembættinu
og „ég efast um að Spiro
Agnew muni þjóna allan sinn
tíma sem varaforseti".
*
Þó svo að Gina Lollobrigida
hafi orðið fyrir gífurlegum von
brigðum hvað snertir auðæfi
manns þess sem hún hugðisi
giftast, bandaríska kaupsýslu-
mannsins George Kaufmann, þá
virðist hún nú hafa jafnað sig
eftir reiðikast það er hún fékk
þegar henni varð ljóst að skýja
kljúfurinn sem mannsefnið
sagðist eiga var reyndar bygs
ing Getieral Motors í New
York. Gina hefur sennilega
skilið, að venjulega er sitthvað
í svo djarfa lygara spunhið, og
með sinni ungu konu á leið til
móts hjartagræðara í Beirut.
Hjónin voru að koma frá
Noregi og dvöldu ekki nema
um klukkustund á Kastrup, en
★
nú hefur hún sent út yfirlýs-
ingu, sem hljóðar upp á hjóna
band hennar og Kaufmanns á
vori kotnanda.
★
Charles Bretaprins er sagður
hinn bezti leikari, a.m.k. stend
ur hann sig bærilega í grín-
stykki sem verið er að leika
um þessar mundir í Cambridge,
en þar stundar prinsinn nám.
Á einni æfingunni, þegar
sjónvarpsmenn voru viðstaddir
datt prinsinn af stólnum sem
hann sat á, gretti sig og kallaði
„hver andskotinn kemur svo
næst“. Varð af þessari upphróp
un kæti mikil í salnum.
\
★
Maður verður aðeins einu
sinni fimmtíu og fjögurra ára,
svo bandaríska skopleikaranum
Jaekie Gleason fannst tilvalið
að haldu upp á afmælið með
því að bjóða 800 nánustu vin-
um sínutn til kvöldverðar á
Diplomat-hótelinu í Hollywood.
Þetta var víst hin skemmtileg-
asta „fmælisveizla. og afmælis-
barnið skemmti sér konunglega
þi-átt fyrir þá staðreynd að
hvei gestur kostaði hann sem
svaraði 25 dollara. eða 2.200
kr. ísl.
Og trunaðarmenn forsetans
einmitt þá var þessi mynd tek-
ia. Hjartagræðaramótið í Beir-
ut sækja læknar frá Ameriku,
Evrópu, Suður-Afríku og Aust-
urlöndum.
*
í Hvita húsinu stóðu sig sann-
arlega vel, létu Nixon karlian
vita í tæka tíð hvar og hvenær
veizlan væri og Nixon hringdi
þegar í Gleason vin sinn.
„Símastúlkan segir að það sé
vont samband á milli okkar“,
sagði Nixon, „er Norton (að-
stoðarmaður Gleasons í sjón-
varpsþáttum) kannski farian að
vinna hjá símafyrirt.ækinu?“ —
„Já“, svaraði Gleason, „og ef
þig vantar vinnu, þá skal ég
ráða þig“. Sagt er að forsetinn
hafi aldrei í manna minnum
hlegið eins dátt eins og eftir
þetta símta] við Gleason, og
seinna sagði hann við fáeina
fréttamenn: „Ég sagði við
Gleason: Þetta er forsetinn, og
hann hélt þá að ég væri forseti
CBS sjónvarpsstöðvarinnar,
Frank Sinatra".
★
Við rákumst á það í þýzku
blaði um daginn, að Friðrik
Danakonungur á að hafa sagt
við blaðamenn. að „ungt land
eins og Danmörk" ætti að hafa
ungan þjóðhöfðingja. Af þess-
um ummælum kóngsa hafa
þýzkir blaðamenn viljað draga
á ályktun, að Friðrik hyggist
draga sig í hlé. en fela Mar-
gréti dóttur sinni völdin, en
bún er sem kunnugt er krón-
prinsessa daníkra.
DENNI
DÆMALAUSI
Það er 2ja feta snjólag úti,
hvernig tekst honum þá að
ata sig svona út í skit.
\