Tíminn - 25.03.1970, Blaðsíða 2

Tíminn - 25.03.1970, Blaðsíða 2
2 TÍMINN MIÐVIKUDAGUR 25. marz 1970 F. v. Arnar Jonsson, Sigriour Sigtryggsdóttir, Hilmar Maimquist og Hjórdis Damelsdottir. DIMMALIMM SÝND A AKUREYRI Tvennir tónleikar Tónlist- arfélagsins um páskana Tónlistarfélagið gengst fyrir tvennum tónleikum nú á næstunni. Þeir fyrri verða haldnir á annan páskadag kl. 7 síðd. í Austurbæj arbíói. Þá leikur Sigfússon kvart ettinn, en hann s'kipa: Einar Sig fússon, kona hans frú Lilli og tveir synir þeirra, Atli og Finn, báðir uppkomnir og útlærðir tón listarmenn. Einar Sigfússon fæddist í Reykjavík árið 1909 og er sonur hjónanna frú Valborgar og Sigfús ar Einarssonar tónskálds, og bróð ir Elsu Sigfúss. Ungur að árum byrjaði Einar að læra fiðluleik hjá Þórarni Guðmundssyni en fór síðan í Tónlistarsikólanr. í Kaup mannahöfn og útskrifaðist þaðan með ágætis einkunn. Árið 1935 kvæntist hann Lilli F. Poulsen, sem einnig stundáði fiðluleik við sama skóla og sama ár réðust þau bæði í fyrstu fiðlu í Sinfóníuhljóm sveitina í Árósum og hafa spilað þar síðan. Synir þeirra Atli og Finn fæddust 1939 og 1942 og eru báðir tónlistarmenn og stund uðu nám bæði í Árósum og Vínar borg. Atli leikur fyrstu fiðlu í kvartettinum, en Finn leikur á celló. Báðir starfa þeir við sin fóníu'hljómsveitina í Sönderborg. Á efnisskránni annan páskadag eru verk eftir Beethoven, Mendels sohn, Halilgrím Helgason og Þor- kel Sigurbjörnsson. Seinni tónleikar Tónlistarfélags ins verða haldnir laugardaginn 4. apríl kl. 3 síðdegis í Austurbæjar bíói. Það verða kammertónleikar sem kennarar Tónlistarskólans halda. Þessa tónleika átti uphaf lega að halda í nóvember síðastl. en varð þá að fresta vegna veik inda, en nú er ráðgert að halda þá 4. apríl eins og fyrr segir. Renoir í kvikrriyndaklúbbnum Næsta sýning Kvikmyndaklúbbs ins verður á skírdag hinn 26. marz kl. 16.00 í Norræna húsinu. Þá verður sýnd kvi'kmyndin „Glæpur herra Lange“, sem franski leik stjórinn Jean Renoir gerði árið 1935 eftir handriti Jacques Pré vert. Á undan sýningunni á skírdag verða fluttar skýringar við mynd ina. raga fi rrið Viðfangsefnin, sem flutt verða, eru Strengjakvintett eftir Dvorak, Strenkjakvartett eftir Leif Þór- arinsson, er það frumflutningur og loks Oktett op. 166, fyrir klari nettu, horn, fagott og strengja- kvintett eftir Franz Schubert. KYNNING Á (SLENZKU LAMBAKJÖTI OG OSTUM f SVÍÞJÓÐ Síðastliðinn lau'gardag fór fram kynning á íslenzku lambakjöti og ostum á Hiotel Park Aveny í Gauitaborg. Að kynningunni stóðu Stéttarsamband bænda og Sam- band ísl. samvinnufélaga. Kynntir voru 12—14 lamba- kjötsréttir og fjölmargir ostarétt- ir. Mættir voru frá íslandi Agnar Tryggvason, framkvæmdastjóri og tveir brytar frá Hótel S6ga, þeir Bragi Ingason og Eiríkur Viggós- son. Gestir, sem mættir voru, voru m. a. ambassador íslands í Stokk- hólmi, Haraldur Kröyer, íslenzki konsúilinn í Gautaborg, frétta- menn frá öllum helztu dagblöðum í Svíþjóð, sjónvarpi og útvarpi. Einnig ferðaskrifstofumenn og fulltrúar frá veitingahúsum og gistihúsum. Kynningin var vel heppnuð og mikið hefur verið skrifað urn hana í sænsk blöð. Af dilikakjötsframleiSslunni 1969 hafa nú verið seld til Svi- þjóðar 544 tonn, þar af voru send með m.s. Gullfossi í s.l. viku til Gautaborgar 214 tonn. Vonir standa til að til viðbótar verði Send um 300 tonn af íslenzku dilkakjöti á sænskan markað fyr- ir júnílok í ár. Innflutningstollur er niðurfelld- ur á íslenzku lambakjö'ti, alls 500 tonnum, frá 1. marz s.I. til 30. júní n.k. Dimmalimm Fáar sýningar eftir Barnaleikurinn Dimmalimm hef ur verið sýndur síðan á jólum í Þjóðleikhúsinu. Nú fer sýningnm að fækka og eru nú aðeins eftir nokkrar sýningar á leiknum. Að- sókn hefur verið ágæt, eins og jafnan he." r verið á barnaleikrit Þjóðleikhússins. Um páskana verð. tv.-r sýningar á leiknum, á skírd. kl. 15 og á annan í pásk- um á sama tírna. Myndin er af Ólafi Flosasyni i hluf’ er I sí>- 1 <V.. pWiv.. Á skírdag frumsýnir Lei'kfélag Akureyrar, barnaleikritið Dimma- limm eftir Helgu Egilson. Leik- stjóri er Þórhildur Þorleifsdóttir, •tónlist er eftir Atla Heimi Sveinss'on, en söngtextar eru eftir Atla Má ÁrnaSon. Er þetta fjórða verkefni félagsins, en í æfingu er auk þess söngleikur Jónasar Árna- sonar, Þið munið hann Jörund. Öll verkefni félagsins eru íslenzk þetta starfsár. Undirleik annast Agnes Baldurs dóttir og Kári Gestsson, söngæf- ingum stjórnaði Áskell Jónsson, en dansar eru eftir leikstjóra. Leik- Sýna Ijósmyndir í Casa Nova FB—Reykjavík, þriðjudag. Félag áhugaljósmyndara efnir til ljósmyndasýningar í samvinnu við Listafélag MR í Casa Nova um páskana. Sýningin verður opnuð á skírdag og stendur fram á ann an í páskum. Á sýningunni verða hátt í hundr að myndir eftir 15 til 20 félaga í Áhugáljósmyndarafélaginu, og þar á méðal félaga í unglinga- deildinni, sem hefur starfað af miklum áhuga í vetur. Sérstök sýningarskrá verður gefin út í til efni af sýningunni. mynd er eftir Arnar Jónsson og leikstjóra, en búninga saumuðu Freygerður Magnúsdóttir og Hanna Lisbet Jónmundsdöttir. Dimmalimm leikur Sigríður Sig- tryg'gsdóttir, en Hilmar Malmquist leikur Pétur prins. Foreldra Pét- urs, Lilju drottningu og Hákon konung leika þau Hjördís Daníels- dóttir og Arnar Jónsson. Kola norn er leikin af Guðlaugu Her- mannsdöttur og Jón Daníelsson ieikur Stjána slána. Árstíðirnar leika Marinó Þorsteinsson, Sigur- veig Jónsdóttir, Elinborg Jóns- dóttir og Viðar EggertsSon. Aðals- fól'k við hirðina leika Björg Bald- vinsdöttir, Anna Einarsdóttir, Framboðslisti Sjálfstæðismanna á Sauðárkróki EJ—Reykjavík, þriðjudag. Framboðslisti Sjálfstæðisflokks ins á Saúðárkróki hefur verið ákveðinn. Sjö efstu menn listans eru: 1. Guðjón Sigurðsson, bakara meistari. 2. Halldór Þ. Jónsson, lögfræðingur. 3. Björn Daníelsson, skólastjóri, 4. Friðrik J. Friðriks son, héraðslæknir, 5. Kári Jóns son, póstmaður. 6. Pálmi Jónsson, rennismíðameistari. 7. Erna Ingólfsdóttir, frú. Örn Bjarnason og Gestur Jónsson. Auk þess koma fram leikendur í smærri hlutverkum þ.á.m. hópur barna, en alls taka milli 25 og 30 þátt í sýningunni. Eins og fyrr segir, standa nú yfir æfingar á söngleik Jónasar Árnasonar um Jörund hundadaga- konung. Leikstjóri er Magnús Jóns son, en leikmynd er eftir Steinþór Sigurðsson. Meðal leikenda verða Þráinn Karlsson, Þórhildur Þor- leifsdóttir, Júlíus Oddsson, Jón KristinsSon, Sigmar Öm Arn- grímsson og Arnar Jónsson. Loðna Framhald af bls. 1 móti 5000 tonnum af loðnu, en féfck alls 1100 lestir í fyrra. Þang að bárust í gær og dag 380 lest- ir. ( Á Djúpavogi eru komin 4300 tonn af ioðnu á land. Þar mun efcki vera um yfirborganir að ræða varðandi loðnukaupin. Á Höfn í Hornafirði hafa borizt á land 6000 tonn af loðnu, og er sömu sögu að segja um verðið þar og á Djúpavogi, að sögn frétta ritara blaðsins. Á Stöðvarfirði eru fcomnar á land 4500 lestir af loðnu. Um loðnuverð er sagt þar, að ekki sé vitað um nema eitt verð, sem gildi um loðnuna.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.