Tíminn - 25.03.1970, Blaðsíða 7

Tíminn - 25.03.1970, Blaðsíða 7
MTOVIKUDAGUR 25. marz 1970 TIMSNN Björn Pálsson, alþingismaður: Skattfrjálst braskfélag Tímanlega á þessu þingi flutti Eyjólfur Jónsson frum varp til laga um Fjárfesting- arfélag íslands h.f. ásamt Bene dikt Gröndal. Svipað frumvarp hafði Eyjólfur flutt á næsta þingi á umdan, en þá dagaði það uppi. Milli þinga vann Eyjólfur að því að afla frum- varpinu íylgis. Leitaði hann eiafcum iil Verzlunarráðs ís- lands og Félags ísl. iðnrekenda mn stuðning. Lét Eyjólfur að því liggja í framsögu, að þeir væru frumkvöðiar að þessu hugarfóstri sjálfs hans. Taldi einnig, að samþykkt frum varpsins mundi gera okkur að mestu velmegunarþjóð verald- ar. Ég álít rétt, þar sem frum varp þetba, er fr-umrlegt, að sfcýra frá efni ;þess og fara um það nokkrum orðum. Verzlunarráð íslands og Fé- lag ísl. iðnrekenda skulu sam- kvæmt frumvarpinu hafa for göngu um stofnun Fjárfesting arfélagsins, og þeir aðilar, sem samtök þessi kveðja til. Hluta fé skal eigi vera minna en 80 milljónir. Einkabönkum og op iniberum sjóðum í landinu er heimilt að kaupa og eiga hluta bréf í félaginu, án tillits til gagnstæðra ákvæða laga um þessar stofnanir skal stofnun- tntn þessuan jafnframt heimi'lt að vera fullgMdir stofmendur að félaginu. Félagið skal vera skattfrpélst til 1977, hliðsbætt og Landsbanki íslands. Verk- efni fjárfestingarfélagsins skulu meðal atinars vera þessi: 1. Að vera frumkvöðull að stofaun, endurskipulagn- iragu og sameiningu atvinnu- fserirtækja. 2. Að kaupa, eiga og selja Mutabréf í atvinnufyrirtækj um og skuldabréf þeirra. 3. Að greiða fyrir útgáfu hlutabréfa og skuldabréfa at vinnufyrirtækja með beinni og óbeinni þátttöku í útboðum ag anaarri dreifingu á þeim. 4. Að útvega, veita og á- byrgjast lán til atvinnufyrir- tækja, sem félagið tekur þátt í og beitir sér fyrir. 5. Að taka þátt í rannsókn um á atvinnunýjungum og til- raunum rnieð þær, og hafa milli göngu um öflun 02 sölu á rétt- indum til hagnýtingar þeirra. 6. Að annast tæknilega og viðskiptalega ráðgjafaþjón ustu við stofnun og rekstur abvinnufyrirtækja Óskyld verkefni. Eins og sjá má, er hér um óskyld verkefni að ræða, sem grípa inn í starfssvið stofnana, sem þegar eru fyrir. Félaginu er setlað að hafa frumkvæðið að saimeiningu og endurskipu- lagniogu Mutafélaga að því er mér virðist á öllum sviðum þjóðfélagsins. Til þess þarf yf- irgripsmeiri þekkingu og hæfni en ícstæða er til að ætla, að þetta féla^ hafi. Vafalaust getur verið ástæða til að sam- eina félög ' vissum tílfeilum. En það á að gerast eftir eig- in óskum þeirra og fyrir frum kvæði aðilanna sjálfra, sem gerzt þekkja að sjálfsögðu hvað bezt hentar í því efni. Annað höfuðverkefnið á að vera að eiga og braska með hlutabréf. Vi'ð erum kotríki, tígum tiltölulega mörg Wuta félög, en lítið af hlutabréfum. sean hafa varanlegt verðgildi. Kauphallir þrífast tæpast nema í stórum ríkjum. Að sjálfsögðu getur félag eða ein- staklingar stofnað og starf- rækt sölumiðstöð fyrir hluta- bréf. Til þess hafa eigi verið skilyrði eða ástæða þótt til þess. Við eigum nóg af hluta félögum, og engin vandkvæði hafa verið á að fá hlutabréf prentuð eða skuldabréf samin, enda eigi skortur á lögfræðing um í þessu landi. Fjórði starfsliðurinn er um að útvega veita og ábyrgjast, lán til atvinnufyrirtækja, sem Björn Pálsson. félagið tekur þáfrt í eða beit- ir sér fyrir. Eigi er óeðlilegt, að félag þetta reyni að útvega lán til eigin fyiúrtækja. Hins vegar hygg ég, að lánstraust erlendis hljóti að verða dálít- ið takmarkað, jafnvel þótt hlutafé eigi að vera að nafn- inu til 80 mill.iónir. Hins veg- ár hefur ríkið beint eða ó- beint orðið að standa bak við flest erlend lán. Ástæða er til að ætla, að svo muni verða framvegis. Bezt er að skulda sem minnst, en beri nauðsyn til að taka Ián, hygg ég, að félag sem þetta muni engum strau'mhvörfum ráða. Fimmti og sjötti starfsliður eru annars eðlis. Þar á félag þetta að gerast ráðgjafi at- vinnufyrirtækja, tæknilega og viðs'kiptalega, og enn fremur að annast tilrauna- og rann- sóknastarfsemi. Hingað til hef ur ríkið eða stofnanir þess annazt þessa starfsemj að mestu, beint eða óbeint. Til er rannsóknarráð ríkisins, rann sóknarstofnanir sjávarútvegs ins, rannsóknarstofnun bygg- ingariðnaðarins, rannsóknar- stofnun fiskiðnað^rins, rann sóknarstofnun iðnaðarins og rannsóknarstofnun landtoún- aðarins. An efa má eitthvað af þessum stofnunum finna, því að efckert er fuilkomið. En þá er rétta leiðin a© effla. þessar stofnanir með bættum starfs- skilyrðum og hæfum mönnum í stað þess að fela fjárvana braskfélagi að vaða ínn á starfssvið þeirra. Er rétt að einkabankar 'og opinberir sjóðh' -jerist aðilar að braskfélögum? Seðlabankinn srefur út fróð- legt og þarft rit. sem heitir Fjármáiatíðindi. Þar er ágæt ritgerð um hlutvei'" lánastofn ana. Upphaf hennar hljóðar bannig: „Hlutverk bankastofnana er fyrst 05, fremst fólgið í ör- uggrj varðveizlu og ávöxtum fjár fyrir þá, sem þess óska. Leiðin að því marki er fólgin í lánveitingum tii þeirra aðila, sem telja sig hafa þörf fyrir lánsfé og geta veitt nægi- lega tryggingu fyrir endur- greiðslu". í ritgerð þessari er hvergi talað um, að hlutverk lána stofnana sé að eiga í hlutafé- lögum. Það gefur auga leið, að eigendur hlutafélaga verða að sjá þeim fyrir nauðsynlegu rekstrarfé, eigi þau að geta starfað. Félög, sem bankar eiga hlut í, búa því við allt aðra aðstöðu en önnur félög. Forráðamenn viðkomandi banka geta tæplega tekið ó- hlutdræga afstöðu gegn sUkuim félögum. Sparifé það, sem bönkum er trúað fyrir, getur á þann hátt verið notað í vafa- samt brask, og því getur fylgt margþætt spilling. Ég held því, að það væri frekar óvit- urlegt af íslenzkum einkabönk uci að fara inn á þá leið að gerast meðeigendur að brask- félögum og gera að engu imeð einni setningu þau lagaákvæði, sem um það hafa gilt. Einka- bankar hafa eigi ríkisábyrgð fyrir spariinnlánum, og hvar verður numið staðar, ef inn á slíka leið er farið? Verða eigi flestar lánastofnanir þá fyrr en varir orðnar meðeigendur í fyrirtækjum gegnum áróð- ur eða mútur? Bankafyrirtæk- in hefðu betri aðstöðu með út vegun lánsfjár. Önnur fyrir fyrirtæki gætu tæpast þrifizt jafnhliða þeim. Ég álít því, að þarna sé verið a'ð fara inn á óeðlilega og hættulega leið. L'óg um hlutafélög. Til eru lög um hlutafélög. Vera má, að breyttar aðstæð- ur valdi því, að ''örf sé þar á breytingum. Þá er að gera þær. Henti iðnrekendum að sameina fyrirtæki sín í stærri einingar og þurfi tii þess breytta löggjöf á einhverju sviði. held ég, að allir telji eðlilegt, að verða við skynsamlegum ósk- um í því efni. Það þarf að vera samræmi í þeim aðgerð- um, og þær þurfa að vera byggðar á reynslu og þekk ingu. Undanþága frá skattgreiðshi. Lagt er tii, að Fjárfesting- arfélag þetta verði skattfrjálst til ársins 1977. Eigi er ólík- legt, að farið verði fram á, að þetta skattfreltsi verði fram- lengt, þegar þar a'ð kemur. Hafi verndarar þessa félags góða aðstöðu þá, gæti þetta skattfrelsi staðið lengur. f skjóii þess gæti átt sér stað margþættur rekstur og ef til vill einhver smáspilling. Ráð- herra bankamála lýsti því yf- ir, í umræður á þingi, að fé lag þetta beri eigi að skoða sem lánastofnun, og muni því eigi heyra undir bankamála ráðuneytið. f lýðræ'ðislandi eiga sömu lög að gilda fyrir alla. Sé horfið af þeirri leið, er lýðræðinu hætt, og hvar eru takmörkin? Geta eigi fleirí aðilar farið fram á að fá með sérstökum lögum leyfi til að stofna skattfriáls félög til einhvers konar reksturs eða rannsóknarstarfsemi. Útvegs- menn, eigendur siystihúsa, mjólkurbú, bændasamtök eða jafnvel Alþýðusambandið. Ég held að þetta sé dálítið1 vafa- söm leið. Hvar eiga takmörk- in að vera? Hvenær á að stinga víð fótum? Lokaor'ð. Tækniþróun er ör nú á tím um, og við verjum ef til vill of litlu fé til rannsókna og nýj unga á sviði stvinnulífsins. Fiski'málasjóður hefur nokkur fjárráð, sem hann má verja til þeirra hhita í. sviði sjávarút- vegsins. Ég hygg, að viturlegt væri að stofna sjóö vegna iðn- aðarins í sama skyni, með beinu framlagi frá ríkissjó'ði eða iðnþróunarsjóði. Stofniána sjóðir atvinnuveganna mœttu gjarnan hafa meiri fjárráð. Þeir hafa verið margskertir með endurteknum gengislækk unum. Þá þarf að aufca með góðri fjárstjórn og auknu eigin fé. Engin vandkvæði verða bætt með stofnun brask félaga, sem borin eru uppi. með lagastoðum, sem byggj- ast á ranglæti og hættulegum lagabreytingum. Mér þykir leitt að þurfa að vera á mióti þessu frumvarpi. vegna þess að mér er vel við hö'fund þess. Maðurinn er röskur og góður drengur. Hitt má engan um saka, þó að hann sé misvitur. Það er efcki eigin sök. • Niu rauðar rósir... yæru tilvalin gjöf handa sérhverri húsmóður. En rósir standa ekki lengi, því miður. Á hinn bóginn eru skýrir litir og hvítari áferS OXAN þvottarins óendanlegur ánægjuauki fyrir allar hús- mæður. OXAN lágfreyðandi þvottaefni er gert fyrir konuna, sem hefur ánægju af rauðum rósum og fallegum þvotti. LÁGFREYÐANDI ÞVOTTAEFNI JAFNGOTT í ALLAN ÞVOTT. HR HREINN

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.