Tíminn - 28.05.1970, Blaðsíða 2

Tíminn - 28.05.1970, Blaðsíða 2
14 TIMINN FEMMTUDAGUR 28. maí 1970. Þr|ár samliggjandi skemmur f ,,ISngörSu>m" eru nú merktar stórverzl uninni Hagkaup. I næstu skemmu er „Skautahöliin". Þannig eru ISngarS- ar að breytasr í „Verzlunargarða". (Tímamynd-GE). Enn ein stórverzlunin kemur sér fyrir í Iðngörðunum: MYNDUN MIDBÆJARKJARNA VIÐ GRENSÁSVEGINN HELDUR ÁFRAM EJ—Reykjavík, miðvikudag. Enn cinu slnni er iðnaðurinn á nndanhaldi f „iðnaðarhverfinu" við Grensásveg, „Iðngörðnm". Nú hefur stórverzlun — Hagkaup — komið sér þar fyrir í þremur sam- liggjandi skcnunum, sem upphaf- lega áttu að vera fyrir iðnafflar- starfsemi. Er þetta enn cilt skref ið í þeirri skipulaigslausu þróun, sem er að skapa miðbæjarkjairna á þessu svæði við Grensasveg — mcðan ekkert miðar f uppbyggin- arátt í „nýja miðbænum" svo- nefnda við Kringlumýrarbraut sunnain Miklubrautar. „Iðngarðar", sem svo mikið var eitt sinn látið með, ættu nú frekar að ncfnast „verzlunargasrðar". Framsóknarmenn í Reykjavík hafa gagnrýnt það mjög alvralega andavaraleysi borgaryfirvalda í skipulagsmálum höfuðborgarinnar, sem m. a. kemur fram í myndun imi'ð'bæjarkjarnáns við Grensásveg. Svo sem kunnugt er, var það tal- ið óæskjlegt í Aðalskipulagi Reykjavíkur, að míðbæjarstarfsem in héldi áfram að teygja sig upp Laugaveg og inn Suðurlandsbraut, bæði vegna þess að þar væri ekki rými fyrir alla starfsemina á sfcipu lagstímabilinu og jafnframt vegna þess, að slíkt myndi stuðla mjög að umferðaröngþveiti, þar sem menn mundu gjarnan í verzlunar- ferðum aka langs eftir Suðurlands braut og Laugavegi, en vegalengd- ir eru þarna of miklar til að ganga. Þvf var ákveöið að skipuleggja nýjan miðbæ við Kringlumýrar- braut og jafnframt að stemma stigu við frekari miðbæjarþróun við Suðurlandsbraut, því ella mundi hinn nýi miðbær ekki ná hlutverki sínu. Var samtímis lýst yfir, að nauðsynlegt væri að hefja íramkvæmdir á nýja miðbæjarsvæð inu sem fyrst. Það hefur þó dregizt, sem kunn ugt er, þótt eitthvað hafi verið fengizt við skipulagningu á nýja miðbæjarsvæðinu og í Jjós kom- ið, að umferðarvandatnálin verða gífurleg og kosta mi!rið fjármagn. iEn á meðan hefur bygging verzl unar- og skrifstofuhúsnæðis hald- ið áfram við Suðurlandsbraut, þvert ofan í það sem æskilegt var talið. og nú er svo komið, að þeg- ar er farinn að myndast nýr mið- bær við Grensásveg. Bæði austan og vestan hans risa nú óðum verzl anir og skrifstofur. Þama er kom- inn banki, skemmtistaður, veit- ingastaður, skrifstofur Hreyfils, f jölverzjlún Silla og Valda, Skáuta- höMn, stórverzlun Hagkaups og verzlanir ' af ýímsu tagv'og1 éiás eiga skrifstofur Rafmagnsveitu Reyl.javíkur að rísa á gatnamót- m Suðurland&brautar og Grensás- vegar. Allar þessar verzlanir og skrif- stofur draga óðum að sér fleiri verzlanir og stofnanir og miðbæj arkjarninni, sem þegar er farinn að myndast þarna, mun vaxa út í hverfin í kring. Iðnaðuirinn í Iðn- görðum er flestur þannlg, að hann er með útsölu, þarna á staðnum, og ef éfram stefhir svo sem verið hefur, þá hverfur hann sjálfsagt alveg í framtíðiimi. Það er ekki aðeins, að við þetta sé iðnaðarstarfsemin hrakin á brott og verzlanir settar í staðinn. Held- ur skapar þessi þróun 811 þau um- ferðarvandamál og bílastæðavanda mál, sem borgaryfirvöld eru að láta leysa á nýja imiðbæjarsvæð- inu. Þessi sömu vandamál koma við Grensásveginn, og þar mun vafalaust kosta stórfé að leysa þau þar sem ekki hefur verið hugsað fyrk þeim í upphafi. Guðmundur Þórarinsson, verk- fræðingur, hefur met! skýrum og óhrekjandi rökum sýnt fram á, hversu alvarleg þessi þróun er, og lýst því - yfir. að borgaryfirvöld væru hreinlega að missa tökin á þróun borgarinnar, og muni það kosta borgarbúa gífurlegt fjár- magn. AUt vegna fyrirhyggjuleysis borgarstjórnarmeirihlutans. Sá meirihluti er orðinn okkur Reyk- víkingum dýr, og haldi hann velli 31. maí, mun hann verða okkur enn dýrkeyptari. Það munum við finna í útsvörunum og öðrum á- logum næstu árin. / HAÐ VEÐRI 0G VINDI HVE FLJOTT DREGUR ÚR MENGUN BITHAGANS LEIÐBEINENGAR UM MEÐFERÐ BÚFJÁR OG LANDS SJ-Reykjavik, miövikudag. Samstarfsnefnd sérfræðinga hef iir nú birt niðurstöður byrjunar- rannsókna á áhrifum Heklugossins 1970 og namifí leiðbeiningar um meðferð búfjár og gróins lands. Finun vísindastofnanir eiga hér hlut að máli Raunvísindastofnun Háskólans, Verkfræði- og raunvís- indadeild Háskólans, Rannsókna- stofnun iðnaðarins, Rannsókna- stofnun landbúnaðarins og Tilrauna stöðin að Keldum. Náið samstarf hefur verið með sérfræðingum þessara stofnana frá fyrsta degi öskufallsins, og hafa sumír þeirra lagt nótt við dag þann tíma, sem liðinn er síðan. Þegar var hafin sýn ishornasiifi un bæði til að reyna að leysa vanda landbúnaðarins í nán- ustu ramtíð og einnig til aið safna gögnum fyrir frekari vísindalegar i rannsóknir jlmenns eðils. Könnun ' áhrifa gossins hefur verið flýtt af j f remsta mcgni, en svo mikill f jöldi sýnishorna hefur borizt a'ð afíeins hefur verið unnt að rannsaka þau sýni, sem mestu ínáli skipta. Reynt hefur verið að taka sýni af ösku, vatni og gróðri svo víða, að yfir- lit fengist um flúormagnið á ösku- fallssvæðunum. Auk þess hafa sýnitökustaðir veriS valdir, 3 sunnanlands og 7 fyrir norðan til þess að fylgjast reglulega með þeim brcytinguni, sem verða á flú ormenguninni. Öskufallssvæðið myndar geira norð- norðvestur frá Heklu og nær yfir nágrenni hennar, afrétti og mestan hluta Vestur- og Austur- Húnavatnssýslu. Astæða er til að ætla að afréttir séu ekki eins illa farnir og byggðin, þar sem snijór lá yfir hluta þeirra er askan féll. Um 82.000 — 85.000 fjár er á öskufailssvæðinu, meiri hlut inn í Húnavatnssýslum. Þykkt grófasta vikursins í nánd gosstöðvanna er 5—7 cm, en ösku lagið þynnist ðrt, eftir þvi sem fjær dregur. í byggð í Hruna- maunahreppi og Biskupstungum mældist lagið um 4—6 mm þano 7. maí, og að morgni 6. maí mæld- ist askan um 4 mm, þar sem hún var þykkust norðaniands, en á meg inhluta svæðisins var hún minni en þetta og víða 1—2 mm. Ösku- magn í byggð á Suðurlandi, þar sem mesta aska féll, hefur mælzt um 40—60 tonn á hektara, en norð anlands nokkru minna, nema á norðanverðu Vatnsnesi,. þar mæld ist svipað magn og sy'ðra. Flúormagn í ösku reyndist mjög mikið og miklu meira en í gosinu 1947. í Biskupstungum og Hruna- mannahreppi reyndist þa0 um 2000 ppm (partar úr milljón) 7. maí, en í Húnavatnssýslu 6. mai 1000 —1400 ppm. í neyzluvatni og rennandi yfir- borðsvatni hefur hinsvegar hvergi mælzt skaðvæniegt flúormagn. Flúormagn í grasi hefur verið mæit víða á öskufallssvæðinu. Reyndist það einkum mjög hátt í uppsveitam Árnessýslu (4000 ppm í þurrefni 7. maí) og einnig norð- anlands (350^—750 ppm i þurr- efni 18.—19. maí). Mjög litil hætta er á sjúkdóms eiokennum hjá kvikfé, ef fluor- magnið er neðan við 25 ppm í heildarmagni þurrfóðurs, en þegar flúorinn fer yfir þau mörk og hins mengaða fóðurs er neytt um langt skeið gerir flúoreitrun vart við sig. Mælingar á flúormagni i ösku- sýnum frá 20. maí sýndu, a® það var komið niður í u. þ. b. tíunda hluta þess upphaflega bæði sunn anlands og norðan. Þó var magnið þá enn, allt hærra en mældist í öskusýnum frá Heklugosinu 1947. Flúormagn í vctni á öskufallssvæð inu hefur einnig lækkað verulega, Fr? ''^ld á bls. 22. LOKATONLEIKAR SINFÓNÍUHLJÓM- SVEITARINNAR ! ERU ( KVÖLD ' 18. og síðustu tónleikar Sin- fióníulhliómsveitar fsiands á þessu starfsári verða haldnir í Háskóla- bdói fimmtudaginn 28. maí og hefj ast kl. 21,00. Stjiórnandi er Böhdan Wodiczko o,g eihleikari Gyorgy Pauk. Á efnisskránni er fiðrafoon- sert Beethovens, Romeo og Júlía, iftorleiikur eftir Tsjaikwski og Capriccio Espagnol eftir Rimsky- Korsafcoff. Umræður um bæjarmál Hafnarfjarðar Annað kvöld, kl. 20.30, verður útvarpað á miðbylgja, bylgjulengd 12.42 kh, uimræðum um bæjarmál Hafnarfjarðar. Hver flokkur hefur 40 mfn. til umráða. Þrjár umferðir verða 15.15 og 10 mín. Röð flokkanna verður: Félag óháðra boragra. Alþýðuflokkur, Alþýðubandalag, Framsófenarflofck ur og Sjaifstæðisflofckur. I •>**~****r<*i**-^"+-*i*+*~*****^*'**-***y Banaslys á Keflavíkur- flugvelli SB—^lvwjkjavik, miðvikudag. 23 ára gamall maður lézt f gærkvöldi í Keflavík, af völdum höfuðhöggs, sem haaoi hlaut við vinnu sína á Keflavflnu-flugvelli í gærdag. Hann v —• ásamt fleirum að flytja búslóð i hús á Vellin- iun, þegar bílhurð fauk upp 0.4 skall á höíöi hans. Nánari atvik voru þau, að stórri vörubifreið, yfir- byggðri. var bakkað upp að tröppum húss þess, á Kefla víkurflugvelli, sem búslóðin átti að fara í. Aðstoðar- menn bílstjórans fóru út úr bílnum hægra megin og ge:.gu aftur fyrir bílinn til að opna hurðirnar að aftan. Bílstjórinn fór út hægra megin og í þann mund, sem hann var að koma fyrir horn ið á bílnum, opnuðu aðstoð- aiimenn hans aðra afturhurð- ina, en mjiig hvasst var og fauk þá hin hurðin, opin og skall á bflstjóranum. Hann féll niðar me,ðvitundarlaus, en lá ekki lengi og var fcom- inn til meðvitundaT, þegar hann var fluttur á sjúkra- hús hersins, þar sem hann fékk aðhlynningu. Síðan var hann fluttur á sjúkra- hús Keflavíkur, en þar and- aðist hann í gærkkvöldi. Hinn látni hét Guðmund ur Marinó Herbertsson og var ókvæntur og barnlaus'. Foreldrar hans búa í Kefla- vík. C*" ^¦»»*>»'»<»i^^i^^*i»<»i»^^n»^i#^^sA

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.