Tíminn - 28.05.1970, Blaðsíða 2

Tíminn - 28.05.1970, Blaðsíða 2
TÍMINN Þrjár samliggjandi skemmur ( ,,lðngörðum“ eru nú merktar stórverzl uninni Hagkaup. í næstu skemmu er „Skautahöllin". Þannig eru Iðngarð- ar að breytast í „Verzlunargarða". (Tímamynd-GE). Enn ein stórverzlunin kemur sér fyrir í Iðngörðunum: MYNDUN MIÐBÆJARKJARNA VIÐ GRENSÁSVEGINN HELDUR ÁFRAM ' EJ—Reykjavík, miðvikudag. Enn einu sinni er iðnaðurinn á undanhaldi í „iðnaðarhverfinu“ við Grensásveg, „Iðngörðum". Nú hefur stórverzlun — Hagkaup — : komið sér þar fyrir í þremur sam- liggjandi skenunum, sem upphaf- lega áttu að vera fyrlr iðnafflar- starfsemi. Er þetta enn eitt skref ið í þeirri skipulaigslausu þróun, sem er að skapa miðbæjarkjairna á þessu svæði við Grensásveg — meðan ekkert miðar f uppbyggin- arátt í „nýja miðbænum" svo- nefnda við Kringlumýravbraut sunnam Miklubrautar. „Iðngarðar“, sem svo mikið var eitt sinn látið með, ættu nú frekar að nefnast „verzlunargaaðar“. Framsóknarmenn í Reykjavík hafa gagnrýnt það mjög alvralega andavaraleysi borgaryfirvalda í skipulagsmálum höfuðborgarinnar, sem m. a. kemur fram í myndun miðbæjarkjQrnans við Grensásveg. Svo sem kunnugt er, var bað tal- ið óæskilegt i Aðalskipulagi Reykjavlkur, að míðbæjarstarfsem in héldi áfram að teygja sig upp Laugaveg og inn Suðurlandsbraut, bæði vegna þess að þar væri ekki rými fyrir alla starfsemlna á skipu lagstímabilinu og jafnframt vegna þess, að slíkt myndi stuðla mjög að umferðaröngþveiti, þar sem menn mundu gjarnan í verzlunar- ferðum aka langs eftir Suðurlands þraut og Laugavegi, en vegalengd- ir eru þarna of miklar til að ganga. Því var ákveðið að skipuleggja nýjan miðbæ við Kringlumýrar- braut og jafnframt að stemma stigu við frekari miðbæjarþróun við Suðurlandsbraut, því ella mundi hinn nýi miðbær ekki ná hlutverki sínu. Var samtímis lýst yfir, að nauðsynlegt væri að hefja íramkvæmdir á nýja miðbæjarsvæð inu sem fyrst. Það hefur þó dregizt, sem kunn ugt er, þótt eitthvað hafi verið fengizt við skipulagningu á nýja miðbæjarsvæðinu og í Ijós kom- ið, að umferðarvandamálin verða gífurleg og kosta mikið fjármagn. 1 En á meðan hefur bygging verzl unar- og skrifstofuhúsnæðis hald- ið áfram við Suðurlandsþraut, þvert ofan í það sem æskilegt var talið, og nú er svo komið, að þeg- ar er farinn að myndast nýr mið- bær við Grensásveg. Bæði austan og vestan hans rísa nú óðum verzl anir og skrifstofur. Þarna er kom- inn banki, skemmtistaður, veit- ingastaður, skrifstofur Hreyfils, fjölverzlun Silla og Valda, Skauta- höllin, stórverzlun Hagkaups og verzlanir af ýimsu tagi, og eins eiga skrifstofur Rafmagnsveitu Reyi.javíkur að rísa á gatnamót- m Suðurlandkbrautar og Grensás- vegair. Allar þessar verzlanir og skrif- stofur draga óðum áð sér fleiri verzlanir og stofnanir og miðbæj arkjarninni, sem þegar er farinn að myndast þarna, mun vaxa út í hverfin í kring. Iðnaðurinn í Iðn- görðum er flestur þannig, að hann er með útsölu þarna á staðnum, og ef úfram stefnir svo sem verið hefur, þá hverfur hann sjálfsagt i alveg f framtíðinni. Þáð er ekki aðeins, að við þetta sé iðnaðarstarfsemin hrakin á brott og verzlaniir settar í staðinn. Held- ur skapar þessi þróun öll þau um- ferðarvandamál og bílastæðavanda mál, sem borgaryfirvöld eru að láta leysa á nýja miðbæjarsvæð- inu. Þessi sömu vandamál koma við Grensásveginn, og þar mun vafalaust kosta stórfé að leysa þau þar sem ekki hefur verið hugsað fyrir þeim í upphafi. Guðmundur Þórarinsson, verk- fræðingur, hefur með skýrum og óhrekjandi rökum sýnt fram á, hversu alvarleg þessi þróun er, og lýst því, yfir, að borgaryfirvöld væru hreinlega að missa tökin á þróun borgarinnar, og muni það kosta borgarbúa gífurlegt fjár- magn. AHt vegna fyrirhyggjuleysis bongarsitjórnarmeirihlutans. Sá meirihluti er orðinn okkur Reyk- víkingum dýr, og haldi hann velli 31. maí, mun hann verða okkur enn dýrkeyptari. Það munum við finna í útsvörunum og öðrum á- lðgum næstu árin. HÁÐ VEÐRI OG VINDI HVE FLJÓTT DREGUR ÚR MENGUN BITHAGANS LEIÐBEININGAR UM MEÐFERÐ BÚFJÁR OG LANDS SJ-Reykjavdk, miðvikudag. Samstarfsnefnd sérfræðinga hef úr nú birt niðurstöður byrjunar- rannsókna á áhrifum Heklugossins 1970 og 6amið leiðbeiningar um meðferð búfjár og gróins lands. Fimm vísindastofnanir eiga hér hlut að máli Raunvísindastofnun Háskólans, Verkfræði- og raunvís- indadeild Iláskólans, Rannsókna- stofnun iðnaðarins, Rannsókna- stofnun landbúnaðarins og Tilrauna stöðin að Keldum. Náið samstarf hefur verið með sérfræðingum þessara stofnana frá fyrsta degi öskufallsins, og hafa sumir þeirra Iagt nótt við dag þann tíma, sem liðinn er síðan. Þegar var hafin sýn ishornasöft.un bæði til að reyna að leysa vanda landbúnaðarins í nán- ustu .ramtíð og einnig til aö safna gögnum fyrir frekari vísindalegar rannsóknir Jmenns cðils. Könnun áhrifa gossins hefur verið flýtt af j fremsta megni, en svo mikill fjöldi' sýnishorna hefur borizt að aðeins j hefur verið uant að rannsaka þau, sýni, sem mestu máli skipta. Reynt; hefur verið að taka sýni af ösku,; vatni og gróðri svo víða, að yfir- lit fengist um flúormagnið á ösku- fallssvæðunum. Auk þess hafa sýnitökustaðir veriS vaidir, 3 sunnanlands og 7 fyrir norðan til þess að fylgjast reglulega með þeim breytingum, sem verða á flú ormenguninni. Öskufallssvæðið myndar geira norð- norðvestur frá Heklu og nær yfir nágrenni hennar, afrétti og mestan hluta Vestur- og Austur- Húnavatnssýslu. Astæða er til að ætla að afréttir séu ekki eins illa farnir og byggðin, þar sem snijór lá yfir hluta þeirra er askan féll. Um 82.000 — 85.000 fjár er á öskufaUissvæðinu, meiri hlut inn í Húnavatnssýslum. Þykkt grófasta vikursins í nánd gosstöðvanna er 5—7 cm, en ösku lagið þynnist ört, eftir því sem fjær dregur. í byggð í Hruna- mannahreppi og Biskupstungum mældist lagið um 4—6 mm þann 7. maí, og að morgni 6. maí mæld- ist askan um 4 mm, þar sem hún var þykkust norðaniands, en á meg inhluta svæðisins var hún minni en þetta og víða 1—2 mm. Ösku- magn í byggð á Suðurlandi, þar sem mesta aska féll, hefur mæilzt um 40—60 tonn á hektara, en norð anlands nokkru minna, nema á norðanverðu Vatnsnesi,. þar mæld ist svipað magn og sýðra. Flúormagn í ösku reyndist mjög mikið og miklu meira en í gosinu 1947. 1 Biskupstungum og Hruna- mannahreppi reyndist þa@ um 2000 ppm (partar úr milljón) 7. maí, en í Húnavatnssýslu 6. maí 1000 •—1400 ppm. f neyzluvatni og rennandi yfir- borðsvatni hefur hinsvegar hvergi mælzt skaðvænlegt flúormagn. Flúormagn í grasi hefur verið mælt víða á öskufallssvæðinu. Reyndist það einkum mjög hátt í upp&veitum Árnessýsl'u (4000 ppm I þurrefni 7. maí) og einnig norð- anlands (350—750 ppm í þurr- efni 18.—19. maí). Mjög lítil hætta er á sjúkdóms einkennum hjá kvikfé, ef fluor- magnið er neðan við 25 ppm í heildarmagni þurrfóðurs, en þegar flúorinn fer yfir þau mörk og hins mengaða fóðurs er neytt um langt skeið gerir flúoreitrun vart við sig. Mælingar á flúormagni í ösku- sýnum frá 20. maí sýndu, a@ það var komið niður í u. þ. b. tíunda hluta þess upphaflega bæði sunn anlands og norðan. Þó var magnið þá enn. allt hærra en mældist i öskusýnum frá Heklugosinu 1947. Flúormagn í vctni á öskufallssvæð inu hefur einnig lækkað verulega, Fr<- "ld á bls. 22. FIMMTUDAGUR 28. maí 1970. LOKATÓNLEIKAR SINFÓNÍUHLJÓM- SVEITARINNAR ERU í KVÖLD 18. og síðustu tónleikar Sin- fóníuhljómsveitar fslands á þessu starfsári verða haldnir í Háskóla- bíói fimmtudaginn 28. maí og hefj ast kl. 21,00. Stjórnandi er Bohdan Wodiczko o.g einleikari Gyorgy Pauk. Á efnisskránni er fiðlukon- sert Beethovens, Romeo og Júlía, forleikur eftir Tsjaikovski og Capriccio Espagnol eftir Rimsky- Korsalkoff. Umræður um bæjarmál Hafnarfjarðar Annað kvöld, kl. 20.30, verður útvarpað á miðbylgja, bylgjulengd 12.42 kh, umræðum um bæjarmál Hafnarfjarðar. Hver flokkur hefur 40 mfa. til umráða. Þrjár umferðir verða 15.15 og 10 mín. Röð flokkanna veirður: Félag óháðra boragra, Alþýðuflokkur, Alþýðubandalag, Framsóknarflokk ur og Sjálfstæðisflokkur. .IV.r ...j Banaslys á Keflavíkur- flugvelli SB—li^jkjavfk, miðvikudag. 23 ára gamall maður lézt í gærkvöldi í Keflavík, af völdum höfuðhöggs, sem hau.ii hla’ut við vinnu sína á Keflavíkurflugvelli í gærdag. Hann » -• ásamt fleirum að flytja búslóð í liús á VeUin- um, þegar bílhurð fauk upp og skall á höfði hans. Nánari atvik vpru þau, að stórri vörubifreið, yfir- byggðri. var bakkað upp að tröppum húss þess, á Kefla víkurflugvelli, sem búslóðin átti að fara í. Aðstoðar- menn bílstjórans fóru út úr bílnum hægra megin og gei.gu af.tur fyrir bílinn til að opna hurðirnar að aftan. Bílstjórinn fór út hægra megin og í þann mund, sem hann var að koma fyrir 'horn ið á bílnum, opnuðu aðstoð- anmenn hans aðra afturhurð- ina, en mjög hvasst var og fauk þá hin hurðin, opin og skall á bílstjóranum. Hann féll niður meðvitundarlaus, en lá ekki lengi og var kom- inn til meðvitundar, þegar hann var fluttur á sjúkra- hús hersins, þar sem hann fékk aðhlynningu. Síðan var hann fluttur á sjúkra- hús Keflavíkur, en þar and- aðist hann í gærkkvöldi. Hinn látni hét Guðmund ur Marinó Herbertsson og var ókvæntur og barnlaus'. Foreldrar hans búa í Kefla- vík.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.