Tíminn - 03.06.1970, Side 9

Tíminn - 03.06.1970, Side 9
MIÐVIKUDAGUR 3. júní 1970. TIMINN 9 Útg«fandl: FRAMSÓKNARFLOKKURINN F'ranricvæmdastjóri: Kristján Renediktsson Ritstjórar >6rarínn >órarinsson (áb). Andés Kristjánsson, Jón Helgason og Tómas Karlsson. Auglýsingastjóri: Steingrimur Gíslason Ritstjórnar- skrifstofur i Edduhúsinu, simar 18300—18306 Skrifstofur Ranikastræti 7 — AfgreiOslusiml: 12323 Auglýsingasimi- 19523. Aðrar skrlfstofur sfmi 18300 Áskrifargjald kr 165.00 á mán- uði, innanlands — í lausasölu kr. 10.00 eint Prentsm Edda hf 3,5% Margt bendir til þess, aS stjórnarflokkarnir hefðu misst meirihluta á Alþingi, ef þingkosningar hefðu farið fram á sunnudaginn var í stað bæjar- og sveitarstjórnar- kosninga. Sé miðað við atkvæðatölur flokkanna í kaup- stöðunum nú og bæjarstjórnarkosningunum 1966, kemur 1 ljós, að stjórnarflokkarnir hafa tapað um 3,5% af heild- aratkvæðamagninu, eða Alþýðuflokkurinn 2,8% og Sjálf- stæðisflokkurinn 0,7%. Þetta tap þeirra hefði þó vafa- laust orðið miklu meira, ef alþingiskosningar hefðu farið fram. Staða stjórnarflokkanna — og þó einkum Sjálf- stæðisflokksins — reynist yfirleitt betri í sveitar- og bæj- arstjórnarkosningum en í þingkosningum. Alveg sérstak- lega gildir þetta um Reykjavík, þar sem Sjálfstæðis- flokknum hefur tekizt að nota glundroðakenninguna til að ná atkvæðum frá öllum flokkum. í bæjarfélögum, þar sem fleiri flokkar vinna oft saman, er síður farið eftir flokkslínum en í þingkosningum. Þess vegna hafa stjórn- arflokkarnir miklu minna goldið óvinsælda stjórnarstefn- unnar í kosningunum á sunnudaginn en orðið hefði, ef um þingkosningar hefðu verið að ræða. Þrátt fyrir það töpuðu stjórnarflokkarnir 3,5% af heildaratkvæðamagni sínu. Það tap stafar tvímælalaust mest af óvinsældum stjórnarstefnunnar. Miðað við úr- slit síðustu kosninga, þurfa stjórnarflokkarnir ekki að missa nema 3.3% af heildaratkvæðamagninu til þess að missa meirihlutann og raunar mun minna til að missa starfhæfan meirihluta (32 þingmenn). Það er því ekki undarlegt, þótt Bjami sé farinn að líta í nýjar áttir og Gylfi sé farinn að raula fyrir munni sér,,að „alltaf má fá annað skip og annað föruneyti.“ Úrslitin í Reykjavík Það er Framsóknarflokknum sérstakt fagnaðarefni, að hann fékk þrjá borgarfulltrúa kjörna í Reykjavík.\ Það skapar alveg nýjar aðstæður fyrir flokkinn til að vinna að borgarmálefnum, m.a. með þátttöku í fleiri nefndum, er fjalla um stjórn borgarmálefna. Þrír borgarfulltrúar geta skipt meira með sér verkum en tveir og sinnt betur fleiri málum. Reynslan hefur verið sú^að í hvert sinn, sem Framsóknarflokkurinn hefur unnið á í borgarstjórn- arkosningum, hefur hann bætt stórlega hlut sinn í næstu þingkosningum á eftir, sbr. borgarstjórnarkosningarnar 1958 og 1962 og þingkosningarnar 1959 og 1963. Þess vegna horfa reykvískir Framsóknarmenn vongóðir til næstu þingkosninga. Nýkratar Morgunblaðið hefur nýlega búið til nýtt orð, nýkratar. Svo nefnir Mbl. þá menn í Alþýðuflokknum, sem vilja láta Alþýðuflokkinn starfa líkt og jafnaðarmannaflobk- ana á Norðurlöndum, og eru því óánægðir með stjórnar- stefnuna hér. Mbl. sleppir engu tækifæri til að skamma nýkratana og virðast þeir næstum vera orðnir verri menn í augum þess en Framsóknarmenn og kommúnistar. Bersýnilega óttast Mbl.-menn nú fátt meira en að ósigur Alþýðuflokksins leiði til þess, að innan hans aukist sú hreyfing, að flokkurinn eigi að semja sig meira að stefnu jafnaðarmannaflokkanna á Norðurlöndum en verið hefur um skeið. Fróðlegt verður að sjá, hvort Mbl tekst að berja niður nýkratahreyfinguna í Alþýðuflokknum. Þ.Þ. ERLENT YFIRLIT Grátandi ekkjan verður for- sætisráðherra í annað sinn Þrjár konur gegna nú störfum forsætisráðherra Sirimavo Bandaranaike ÞRJÁR KONUR gegna nú störfum forsætisráöherra, eða Indira Gandhi, forsætisráðherra Indlands, Golda Meir, forsætis- ráðherra ísraels, óg Sirimavo Bandaranaiike. sem varð forsæt- isráðherra Oeylons í síðastlið- inni viku. Frú Bandaranaike hefur verið forsætisráðherra áður eða á árunum 1960—1965 og var fyrsta konan í heimin- um, sem gegndi embætti for- sœtisráðherra. Frú Bandaranaike varð for- sætisráðherra að nýju eftir að flokkasamsteypa, sem hún styðst við, vann glæsilega í þingkosningum, sem fóru fram síðastl. miðvikudag. Flokkasam steypa þessi fékk 121 þingsæti af 157 alls, en kosið er í ein- menningskjördæmum. í sam- steypu þessari taka aðallega þátt þrír flofckar eða Frelsis- flokkurinn, sem er flokkur frú Bandaranaike og telst róttækur jafnaðarmannaflokkur, flofckur Trotski-ista og flokkur marx- ista, sem hafa tengsl við Moskvu. Frelsisflokkurinn fékk einn hreinan meirihluta, eða 90 þingsæti, en frú Bandara- naike mun samt byggja stjórn sína á samsteypunni, m. a. vegna þess, að það tryggir heani möiguleika til breytingar á stjórnarskránni, en til þess að breytingar á henni nái fram að ganga, þarf % meirihluta atkvæða á þingi. SAMSTEYPAN, sem frú Bandaranaike studdist við, gekk til kosninga með mjög róttæka stefnuskrá. í utanríkis málum mun fylgt hlutleysis- stefnu og öllum ríkjum, sem talin eru fullnægja eðlilegum skilyrðum, veitt viðurkenning, eins og t.d. Norður-Vietnam og Austur-Þýzkalandi. I innanlands málum verður m.a. stefnt að því að þjóðnýta alla erlenda banka, eins og Indira Gandhi hefur þegar gert, og að þjóð- nýta innflutningsverzlunina að mestu og veigamiklar greinar útflutningsverzlunarinnar. Þá verður tekið upp strangt eftir- lit með erlendum fyi’irtækjum oig öðrum stórum fyrirtækjum, m.a. á þann hátt, að ríkið eign- ist hlutabréf í þeim og geti síðar orðið aðaleigandi þeirra. Ekki verður horfið frá þeirri áætlun um eflingu landbúnað- arins, sem fyrrv. stjórn hafði hafizt handa um og talið sitt bezta verk. en stuðningi Al- þjóðbankans við hana verður hafnað, nema hann hverfi frá ýmsum skilyrðum, og þá í stað inn leitað aðstoðar sósíalist- ísku ríkjanna. SÍÐAN Ceylon var sjálfstætt ríki fyrir 22 árum, hefur aðal- baráttan um völdin verið milli tveggja flokka, Frelsisflokksins annars vegar og Einingarflokks ias hins vegar. Einingarflokk- urinn fór fyrst með völdin en missti þau í kosningunum 1956 og myndaði foringi Frelsis- flokksins, Solomon Bandara- naifce stjóm. Hann var myrtur 1959 og tók þá kona hans bæði við stjórnarforastunni oig flokks forustunni. Hún hlaut viður- nefnið grátandi ekkjan í þing- kosningunum, sem fram fóru nokkru síðar, enda studdi sú samúð, sem hún naut vegna sviplegs fráfalls manns henn- ar, vafalaust að því, að flokkur hennar vann kosningarnar. Hún þurfti þó eins og maður henn- ar, að styðjast við ýmsa rót- tæka smiáflokka, m.a. Trotskí- ista. Sem forsætisráðherra reyndist hún mi'klu róttækari en maður hennar. M.a. réðst bún í það að þjóðnýta eignir erlendra olíufélaga og hóf mikil olíuviðskipti við Sovétríkin. Þróun efnahagsmála var erfið á þessum tíma og í kosning- unum 1965 kenndi Einingar- flokkurinn ríkisstjórninni um, og tókst því að vinna sigur. Forsætisráðherra varð þá Dud- ley Senanayake, en faðir hans var stofnandi Einingarflokksins og fyrsti forsætisráðherra Cey- lons eftir að landið hlaut sjálf stæði. í kosningabaráttunni nú hélt Senanayake fram því, að stjórn hans hefði reynzt vel. Hún hefði treyst frið og lýð- ræði í landinu og eflt ýmsan iðnað, hafizt handa um merka landbúnaðaráætlun og tryggt stöðugan vöxt þjóðartekna. Kosningaúrslitin sýna, að kjós endur hafa litið 6ðru vísi á málin. VAFALAUST hafa persónu- legar vinsældir frú Bandarana- ike átt sinn þátt í úrslitunum. Frú Bandaranaike hefur látið félagsmál til sín taka síðan hún var á unglingsárum, en hún er fædd 1916. Sérstaklega hefur hún látið sér umhugað að hjálpa fátæku og réttindalitlu fólki, enda þótt hún sé komin af einni ríkustu ætt landsins. í sam- ræmi við uppruna sinn hlaut hún góða menntun, sem hefur reynzt henni vel í stjórnmála- baráttunni. Hún giftist Solomon Bandaranaike, þegar hún var 24 ára gömul, og þótti þá taka niður fyrir sig, því að hann var ekki talin af jafn tiginni ætt, þótt foreldrar hans væru vel efnaðir. Þau hjón áttu megin- þátt í stofnun Frelsisflokksins, og tók frú Bandaranaike mik- inn þátt í flokksstarfinu við hlið manns síns. Þegar hann féll óvænt frá, þótti hún því sjálfsögð til að taka upp merki hans. Hjónaband þeirra var sér- staklega gott og gat hún því með fullum rétti verið grátandi ekkjan í kosningabaráttunni 1960. Þau eignuðust þrjú böm, tvær dætur og einn son, og er það nefnt sem dæmi um frjáls- lyndi frú Bandaranaike, að hún hefur látið þau læra við kaþólska skóla, enda þótt hún sé Buddhisti. Því er yfirleitt haldið fram að hið síðara stjórnartímabil frú Bandaranaikes geti orðið viðburðarríkt, ekki síður en hið fyrra. Þ.Þ.

x

Tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.