Tíminn - 10.06.1970, Blaðsíða 2

Tíminn - 10.06.1970, Blaðsíða 2
2 TÍMINN MIÐVIKUDAGUR 10. júní 1970. SUMARFRÍ MARGRA FARA ÚT UM ÞÚFUR VEGNA VERKFALLA SB—Reykjarí þriðjudag. Þessa dagana c-~ ýmsir lík- lega farnir að vel' fyrir sér, hvort ekki sé farið að þrengj ast í búi hjá þeim sem lengst, hafa verið . verkfalli. Blaðið hitti affl máli nokkra heimilis- feður, Som hafa verið í verk falli síðaii þau hófust, og spurði þá hvernig hljóðið í þeim væri yfirástandinu. Magnús K. Jónsson, Miðtúni 84, sem er verkamaður hjá BæjarútgerfSinni, er búinn að vera í verkfallinu í rúma viku: — Þetta er bölvað ástand, svo sem, en maður vonar bara, að eitthvað fáist úr þessu brasi. — Er þetta ekkert farið að koma illa við heimilið? — Nei, nei, það gwt ég fekki sagt. Konan mín vinnur alian daginn og ég skoða bara verk- fallið sem sumarfrí. — Tekurðu þá eikkert sumar frí, annað en þetta? — Það fer nú eftir ýmsu. Annars var ég að fa skattseðil inn og ég sé ekki annað, en ég geti „spanderað1 á mig öðru sumanfríi. — Þú hefur sem sagt ekki miklar áhy.ggjur. — Nei, ekki meðan maður klýfur þetta og heldur þakinu yfir höfðinu á sér, en ég held ég vildi nú ekki vera í þessu lengur en svona viku til við- bótar. Ágúst Guðjónsson. Sólheim- um 27, sem er yerkamaður hjá Eimskipafélaginu, er búinn að vera í verkialli í hálfan mán uð. — Ég er nú ekkert að spekú lera í sjátfum mér, en það eru margir, sem fara mjög illa út úr þessu. Ég tek sumarfríið mitt bara núna, þá kemur þetta ekki eins illa út. — Þú ert þá ekkert óánægð ur með ástandið? — Nei, mér líður ekkert illa, en hver veit svo, hvað kemur út úr þessu. Maður verð ur bara að bíða og spara krón una. Það þýðir ekkert að vera að fara í verkfall og bryja svo strax að kvarta. Ég á ekki bítl, svo ég er ekki bensínlaus. Ólafur Pétursson, Njálsgötu 25, er einnig verkamaður hjá Eimskip. Hann segist ekki enn vera farinn að. svelta, en byrj aður að spara. — Miaðui verðirr áð gera það, annars á maður nú sumar leyfispeningana og þeir fara í þetta. Hitt er kannski verra, að maður þorir ekkert að fara og getur ekki gert það sem maður ætlar að gera. - Hvað myndirðu þola þetta lengi í viðbót, svona fjárhags ins vegna? — Ég veit það ekki, það er aldrei hægt að reikna það út. Konan mín vinnur nú enn, en það er ómögulegt að segja, nema hún lendi í verkfalli lika. — Aðalatriðið er, að ein- hverjar raunhæfar bætur fáist svo út úr þessu öllu saman á endanum, maður bíður bara og vonar. BÆNDUM Á ÖSKUFALLS- VEITT AÐSTOÐ SVÆÐUM FB-Reykjavík, þriðjudag. Samkvæmt tillögum Harðæris- nefndar hefur ríjcisstjórnin nú fall izt á að bændum, sem orðið hafa fyrir miklu tjóni vegna öskufalls úr Heklu, verði veittur nokkur stuðningur, Harðærisnefnd lagði fram bráðabirgðatillögur í fimm liðum, en ncfndin telur þó þess engan kost að gerðar verlði nú end anlegar tillögur' vegna þess að alls ekki er séð fyrir hve tjónið kann að verða mikið, t.d. vegna van- halda og afurðatjóns, og telur nefndin tillögur um þau atriði ekki innan verksviðs síns. Tillögurnar, sem ríkisstjórnin hefur fallizt á eru svohljóðandi: i A. Nefndin telur eðlilegt að bænd ur fái, sumpart sem óafturkræft framlag og sumpart sem lán. allt að 80% af auknum fóður- Stangaveiðin er nú hafin að full um krafti í Norðurá í Borgarfirði. Á mánudaginn veiddust þar 16 laxar á stöng, þrátt fvrir að enn- þá sé erfitt að veiða í henni, vegna flóðanna. Ekki hafa borizt fréttir af veið inni í gær, en hins vegar bendir allt til þess, að hún hafi gengið dáveí, sem daginn á'ður. f dag verður Miðfjarðará opnuð til stangaveiði, svo að ekki er úr vegi að rifja smávegis upp um veiðina í henni í fyrra. Veiðin byrjaði vel í fyrra, bor- ið saman við sumarið áður. í júní- mánuði veiddist þrefalt fleiri jax- ar en í júní 1968, og góð veiði va^ frá 10. til 28. júlí. í júlílok kostnaði vegna Heklu-gossins, að mati nefndarinnar. B. Bjargráðasjóður greiði kostnað við lyfjakaup og hluta af dýra- lækniskostnaði. C. Þar sem sauðfé verður ,flutt á hreina haga, verði kostnaður við flutningana greiddur, þó ekki yfir ákveðið á kind, er nefndin gerir tillögur um síðar. Flutningskostnað á hrossum beri eigendur sjálfir. D. Þar sem setja þarf upp girð- ] ingar vegna geymslu fénaðar, greiðj Bjargráðasijóður allt að 40% af efniskostnaði. Vinnu við upþsetningu girðingarinnar standi bændur straum af sjálf- ix. E. Þá leggur nefndin til, að bænd um á öskufallssvæðum verði veitt aukaframlag til grænfóð- höfðu veiðzt nokkru fleiri laxar en á sama tíma 1968. í ágúst var veiðin hins vegar mjög léleg, svo að heildarveiðin varð aðeins 670 laxar, næstum 400 löxum færra en sumarið áður, og aðeins um helmingur af meðalveiði, ef mið að er við síðustu 10 ár. Fyrsti laxinn veiddist 13. júní í Stóru kistu í Vesturá. í Austurá veiddist fyrsti laxinn 18. júni, í Neðri hlaupum, og daginn eftir hófst veiðin í Miðfjarðará, í Brekkulæikjarstrengjum. í Núpsá veiddist fyrsti laxinn 21. jún, í Núpsfossum. Meðalþyn'gd laxins var óvenju- mikil, eða 9.87 pund. Stærsta lax- inn veiddi Kristján Sigurmunds- son, 26 júlí, í Staðarbakkastrengj um í Miðfjarðará, 21 pundis hæng, urræktar, er nemi frá 20—40% af kostnaði við ræktunina. — Framlagið verði hæst þar sem öskufall er mest, bæði í heima högum og á afréttum, en lægst á jaðarsvæðum og þar sem annað hvort afréttir eða heima hagar hafa sloppið við fluor- mengun vegna öskufalls. Rétt telur nefndin að takmarka styrkveitingu samkvæmt þess- um lið við einn hektara af grænfóðri fyrir hver 100 ær- gildj í búi bóndans. I fréttatilkynmingu frá sam- starfsnefnd sérfræðinga og Harð- ærisnefndar, segir ennfremur: „Búnaðarsamband Suðurlands og Búnaðarsambönd Austur- og Vestur-Húnavatnssýslma boðuðu I þessum mánuði til funda í sam- ráði við samstarfsnefnd sérfræð- á maðk. Stærsta lax á flugu veiddi Jón Halldórsson, 28. júlí, í Gígju á Austurá, og var það 18 punda hængur en flu'gan Green Highlander nr. 8. í Austurá veidd ust tveir 19 punda laxar á maðk, annar 2. ágúst á Krumma, hinn 7. ágúst á Kambsfossi, hvort tveggja hængar. Stærsti lax úr Vesturá var 18 punda hængur, veiddur á maðk 19. júlí í Lyngfhyl, en stærstu laxar úr Núpsá voru 16 pund á þyngd. Mjög lítið varð vart við smá- lax, sem venjulega er áberandi í veiðinni frá því seint í júlí eða byrjun ágúst. Er það aðalástæðan fyrir l.úegri ágústveiði, og jafn- framt lítilli heildarveiði sumars- ins, því að stærri laxinn virðist hafa skilað sér allvel. — EB inga og Harðærisnefnd til að ræða afleiðingar öskufallsins og ráð- stafanir til varnar og úrbóta. A fundum þessum gáfu sérfræð- ingarnir yfirlit yfir niðurstöður rannsókna sinna. M. a. kom fram, að aska hefur fallið á svæði, sem afmarkast að austanverðu nokkurn veginn i beina línu frá Heklu, um Bláfell, austurbrún Langjökuls, norður yfir heiðarnar um miðjan Svínadal og norður yfir Skaga, nálægt sýslumörkum. Að vestanverðu eru mörk svæðisins nokkru óljósari. Liggja þau um efstu byggð Rangárvalla og Land- sveitar ,um ofanverða Hreppa og nálægt miðjum Biskupstungum, vestur yfir Úthlíðarhraun, um Ok og efstu sveitir Bor’garfjarðar og norður um Strandasýslu. Öskufall- ið var mest og grófast (vikur) næst gosstöðvunum, en þó hefur mikið magn af fínni ösku fallið í Húnavatnssýslum, einkum norð- anverðu Vestur-Hópi og austan- verðu Vatnsnesj og einnig í Víði- dal, Miðfirði og í Þingi og er magnið þar svipað því sem féll i uppsveitum Árnessýslu. Sérstak- lega er cinkennandi fyrir þetta gos, hve askan var eitruð vegna hins mikla fluormagns í öskunni. Var fluormagnið um þrítugfalt á við það sem það var í HeMugos- inu 1947. Fluormagnið er því meira eftir því sem askan er fínni. Þegar mælingar á fluormagni öskunnar höfðu verið gerðar, voru bænduri eindregið varaðir við að beita bú- peningi á öskusvæðin. Talið er, að fluormagnið sé orðið varasamt bú- peningj ef það fer yfir 25—30 milligrömm í kílógrammi af þurr- efni fóðurs, en hættulegt búpen- ingi fari það yfir 60 milligrömm í kflógrammi þurrefnis. Fluorinn loðir við öskuna og mengar gras- nálina, en grasið er ekki tali® taka ýkja mikinn fluor gegnum rætur. Búpeningur fær þannig mik ið magn fluors við beit á ösku- menguðum gróðri. Ennfremur er mikil hætta á mengun á kyrr- stæðu yfirborðsvatni. Fluormagnið i grasi reyndist í upphafi vera yfir 4000 milligrömm í kílógrammi þurrfóðurs. Magn fluorsins hefur minnkað til muna, bæði vegna þess að hann hefur skolazt úr öskunni með úrkomu og magnið verður hlutfallslega minna í gróiðri eftir því, sem gras- ið vex. Síðustu mæLingar, gerðar tæpum mánuði eftir að gosið hófst, gefa til kynna, að fluormagnið í ösku og gróðri hafi minnkað veru lega .Samt sem áður er magnið ennþá til muna fyrir ofan hættu- mörk á þeim svæðum, þar sem mest er um mengun, norðanlands og sunnan. Reynist magnið víðast hvar frá 200—500 milligrömm í kílógrammi í þurrefni fóðurs, en jaðarsisvæðunum innan við 100 milligrömm í kilógrammi þurr- efnis. Sérfræðingar í jarðrækt ráð- leggja venjulega áburðarnotkun, auk þess sem talið er til bóta að bera skeljakalk á rælktað land, sem notað er til beitar (1 tonn á hektara). Sérfræðingar gera ráð fyrir að taða verði ekki tii muna menguð í haust, en samt sem áður telja þeir að nauðsyn beri til að bændur á öskufallssvæðun- um rækti mikið grænfóður til haustbeitar og votheysgerðar, þar sem búizt er við að það verði ómengað. Fljótlega eftir að öskuflalið varð fór að bera á alvarlegum Framhald á bls. 14. Kosningahátíð unga fólksins B-listinn i Reykjavík efnir til kosningahátíSar fyrir ungt fólk, sem starfaði fyrir listann við kosningarnar. KosningahátíSin verð- ur í Glaumbæ í kvöld, miðvikudagskvöld, kl. 20,30. Boðskort verða afhent á skrifstofu Framsóknarflokksins, Hringbraut 30, i

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.