Tíminn - 10.06.1970, Blaðsíða 3
IWÐVIKUDAGUR 10. júni 1970.
TIMINN
T
A SAMNINGAfUNDI ALÞINGI
TAFLFÉLAOS
Önnur umferð í sumanmióti Tafl-
félaigs Reykjavíkur fór fram í
húsakynnum T.R. að Grensás-
vegi 46 föstudaginn 5. júni Leik-
ir fóru svo í meistarafiokki: Jó-
hannes Lúðvíksson vann Júlíus
Friðjónsson í snaggaralegri skák |
sem var aðeins 18 leikir, þeir j
tefldu franska vörn, Björn Sig- !
urjónsson og Tryggvi Arason j
tefldu hollezka vörn, Tryggvi var i
kominn tneð yfirburðarstöðu, en j
hafði motað heldur mikinn tima j
og miss'ti stjórn á skálkinni í tíma j
hraki, og l'ék sig í mát. Einar M. !
Sigurðsson vann Öraga Björnsson
í 42 leikjum, Bragi var imest all-
an tímann tneð la'kara, en byrjun-
in var Caro-Kann með g6 og Bg7.
Biðskák varð hjá þeim Guðmundi
S. og Jóni Œ»orsteinssyni, eftir 42
leiki.
í fyrsta fiokki flóru leikar svo:
Ögmundur Kristinsson vann Jón
Úlfljótsson, Kristján Guðmands-
son vann Baldur Pálmason, Sæ<var
Bjarnason vann_ Benediikt Jónas-
son O'g Magnús Ólafsson vann Har-
ald • Haraldsson.
í þriðju ucnferð fóru leikar svo:
Bragi Björnsson vann Júiíus Frið-
jónsson í bráðfallegri skák. Byrj-
unin var Sikileyjarvörn og leikirn
ir urðu 34. Jólhannes Lúðvíksson
tapaði fyrir Birni Sigurjónssyni í
40 leikjum, byrjunin var Skandin-
avisk. Jón Þoráteinsson vann Ein-
ar M. Si'gurðsson í 52 leikjucn,
þetta var vel tefld skák, byrjunin
var uppskrifta afbrigðið af Drottn
ingarbragði. Tryggvi Arason og
Guðmundur S. gerðu jafntefli,
•skákin var í jafnvægi allan tím-
ann. í fyrsta flokki fóru leifcar
svo: Ögmundur Kristinsson vann
Benedikt Jónasson, Kristján Guð-
mundsson vann Jón Úlfljótsson,
Magnús Ólafsson, vann Sævar
Bjarnason og Haraldur Harafds-
son vann Baldur Pálmason.
Efstir í meistaraflokki er Jón
Þorsteinsson með tvo og hálfan
vinning. Efstir í fyrsta 'flokki eru
Magnús Ólafsson með þrjá vinn-
inga og Kristján Guðcnundsson
með tvo vinninga og biðskák.'
Gestaíiappdrætti
„heimilisins”
Gestahappdrætti var í gangi
tttíðan sýninigin Heimilið - „Ver-
5M innan veggja" stóð yfir. Ókeyp
n happdrættismiði fyigdi hverj-
u» seldum aðgöngumiða og var
dregið um vinninga á 3ja daga
frestl.
Efnrtaldir vinnmgar hafa enn
ekki verið sóttir:
Mallorkaferð frá Sunnu nr. 22049.
Hvítur hvíldarstóil frá Vörumark-
aðnum nr. 25187.
Kristalvasi frá Kristal s.f. nr.
39733.
Ronson-borðkveikjari nr. 34544.
Stór Lego-kubbakassi frá Reykja-
lundi nr. 29968.
Vísnabækur frá Æskunni nr.
39223, 29939, 36021, 32701, 33557,
31663, 37320, 39302.
Bernína saumavél frá Ásbirni Ól-
afssyni nr. 41468.
Philips-segulbandstæki og útvarps
tœki nr. 59592.
Vinningshafar eru beðnir að
hafa samiband við skrifstofu Kaup
stefnunnar í síma 24397 og skal
vinninga vitjað fyrir 1. júlí.
OÓ-Reyfojiavífc, þriðjudiaig.
Fjölmargir samningafundir hafa
verið haldnir með fulltrúum aðila
að vinnudeilunni. Eru fundirnir
haldnir í Alþingishúsinu og er
þar margt um manninn þegar þeir
stamda yfir. Fulltrúar verkalýðs-
félaganna eru um 40—50 talsins,
en um hálft hundrað verkalýðsfé-
iaga er nú í verkfalli.
Stöðugt bætast við fleiri og
fleiri fulltrúar verkalýðsfélaganna,
því sífellt fleiri félög hefja vinnu-
stöðvun, og verðj ekki samið á
næstunni mun fulltrúunum fjölga
mijög, þar sem hvert félagið af
öðru boðar verkfall.
Nefndarmennirni'r sitja ýmist á
lokuðum fundum, hvorir í sínu her
bergi, eða hafast við í anddyri Al-
þingishússins og ræða þar saman
um gang mála og horfur á samn-
ingum. Torfi Hjartarson, sáttasemj
ari, er sjálfsagt önnum kafnasti
maður landsins þessa dagana, eins
og svo oft áður í vinnudeilum.
Hann ber tillögur millj deiluaðila
og á reyndar þátt í samningu
margra þeirra. Þess á miili sést
hann oft á tali við einstaka nefnd-
armenn og er náttúrlega að leita
hófana um hvort þeir muni fallast
á þetta eða hitt, en mikið liggur
við að samræma viðhorfin og bera
fram tillögur sem báðir aðilar geta
sætt sig við.
ORLOF
HÚSMÆÐRA
Nú þegar Orlofsnefnd hús-
mæðra í Reykjavík, hefur starf-
semi sína eru 10 ár liðin síðan,
lögin um orlof húsmæðra tóku
gildi — en það var þann 30. maí
1960.
Þau eru nú komin til fram-
kvæmda víðast hvar á landinu.
Rétt til orlofis húsmæðra eiga
allar þær konur, sem veita heim-
ili forstöðu án launaigreiðslu fyrir
það starf á hvaða aldri, sem þær
eru.
Fullorðin kona, sem búin er að
lifa öll sín mestu starfsár, er mik-
ill auðfúsuigestur þessarar dvalar
— en unga konan er það ekkert
síður. Hún er með ung börn og
oft langan og erilsaman virmu-
dag, nokkrir dagar í hvíld og góð-
um félagsskap, sem allir utan fjöl
skyldu og innan lita á sem sjálf-
Framhald á bls. 14.
Hjálparstofnun
kirkjunar aðstoðar
í Perú
Hjálparstofnun íslenzku kirkj-
unnar vill leyfa sér að vefcja at-
hygli á því gífurlega neyðar-
ástandi, sem rífcir nú víða á jarð-
skjálftasvæðunum í Perú. Jafn-
framt skal tekið fram að hin unga
ísL hjálparstofnun er þáttitakandi
í því víðtæka hjálparstarfi, sem
þar stendur nú yfir og má í því
samhandi geta þess, að í gær-
kvöldi fór flugvél frá Kaupmanna
höfn til Perú, fullfermd lyfjum,
matvælum og öðrum nauðþurft-
um oig tekur stofnunin þátit í
kostnaði þeirrar sendingar, ásamt
líknarsjóðum norsku og dönsku
kirknanna. Er vænzt og beðið
áframihaldandi stuðnings ísl. kirkj
unnar við þetta mannúðarstarf,
meðan hættan og neyðin er stærst
í Perú. Hitt ber einnig aC segja
eins oig er, að sjóðir tæmast
skjótt, er svo brýn verkefni ber
að og er því knýjandi að fé ber-
ist •— og berist fljótt.' Þá er og
þess að geta að sökum ýmissa
slysa og atburða hérlendis á síð-
ustu mánuðum, hefur hjálparstofn
unin mikla þörf fyrir aðstoð, til
þess að geta rétt hjálparhönd,
þar sem brýnast er.
Því er nú leitað til landsmanna
sem áður um fjárframlög. Marg-
ur er vissulega hjálparþurfi, en
sá sem er e.t.v. náungi okkar
öðrum fremur í dag, er Indíáai í
Perú.
Framlöguim til hjálparstofnunar
ísl. kirkjunnar er veitt viðtaka
nú eins og allan ársins hriog í
biskupsstofu að Klapparstíg 27
og hjá prestum landsins.
Vlargar konur sitja samningafundina í Alþingishúsinu. Eru þær náttúrlega fulltrúar verkakvennafélaga,
en þau eru iriörg í verkfalli eins og kunnugt er.
Milli þess að samninganefndannenn sitja á fundum í lokuðum herbergjum og ræða hernaðarleyndar-
mál, sitja þeir í anddyri Alþingishússins eða í kringlunni og spjalla saman. — Á myndinni eru nokkrir
fulltrúar verkalýðsfélaganna, þar sem þeir ræða vandamál dagsins og er ekki neinn uppgjafarsvip
að sjá á þeim.
fulltrúar atvinnurekenda ganga af fundi í gær. — Á myndinni eru þeir Sveinn Guðmundsson, forstjóri
Héðni, Benedikt Gröndal, forstjóri Hamars, og formaður Vinnuveitendasambandsins og Björgvin
Mgurðsson, framkvæmdastjóri Vinnuveitend"cambandsins. (Tímamyndir — GE)