Tíminn - 10.06.1970, Blaðsíða 5

Tíminn - 10.06.1970, Blaðsíða 5
MIÐVIKUDAGUR 10. júní 1970. TÍMINN 5 MEÐ MORGUN KAFF9NU Dömárinn við vitnið: — Er- «ð þér viss um, að það hafi verið 12. marz, sem þér sáuð ákærða? — J'á, alveg örugglega. — Hvernig getið þér verið svo viss um það? —Nú, daginn áður var 11. og daginn eftir sá 13. Lðgfræðingur nokkur í Chicago, sem frægur var fyrir að verja glæpamenn, fékk dag einn heitnsókn Kínverja á skrifstofu sína. — Hvað kostar mikið. að morðingi sleppi við refsinga? — Ef ég fáe 10 þúsund doll- ara, sleppur hann örugglega, svaráði lögfræðingurinn. Kínvefjinn taldi peningana 'fram á borðið og mælti síðan: — Allt í lági, þá ég fara og slátra jnanni. — Nú vitið þér, sagði dómarinn við vitnið, — að þér verðið fyrir rétti, að gera grein armun á öllu, sem þér vitið og því, sem yður hefur verið sagt. — Hvenær eruð þér fædd- ur? — 1918 —- en það er bara nokkuð, sem mér hefur verið sagt. Ógifta frænkan i fjblskyld- unni var í heimsókn og auðvit- að voru börnin hrifin og vildu sýna henni allt markvert. Með- al annars fóru þau með hana ú-t í garð til að skoða kanínu- búrið og kanínurnar. Við, það tækifæri mátti heyra eftirfar- andi samtal: —Áttu börn, frænka? Nei. -- Ætlarðu ekki að éignast þau? — Nei, alls efcki. — Aldrei? Nei. . -- Þarna sérðu sjálf, Lóa. Ég sagði þér það. Frænka er — Mamma, því viltu ekki leika við mig? — Ég hef ekki tíma til þess. — Af hverju ekki? Ég þarf að vinna. Til hvers? þarf að fá peninga kaupa mat handa þér. Þögn um stund. — Ég er ekkert svangur. Sástu bara, hvernig luin horfði á þig? DENNI DÆMALAUSI Til hvers að taka myrnl af mér og senda fólki þcgai- það mun ekki einu sinni þekkja mig á henni! ISPEGU TOIMAM Hann mun gjörsamlega hætt- ur að hlæja að lögreglunni þessi. í Bandaríkjunum er sam- band Frank Sinatra við Mafíuna orðið stórpólitiskt mál. Á valda- tíma John F. Kennedy var hann mjög tíður gestur í Hvíta hús- inu, en vinátta hans og Kenne- dybræðra kólnaði þó fljótt, eftir að Robert Kennedy lagði fram sannanir um skúrksiegt háttalag leikarans. Meðan kosningabarátta Humphreys stóð yfir, lýsti Sinatra sig einlægan stuðnings- mann demókrata, og því stend- ur hann nú uppi varnarlausari en hann hcfur eflaust ætlað, þar eð Ilumphrey náði ekki kosn- ingu. Þvi krefst lögreglan nú að hann geri hreint fyrir sínum dyrum, og varpi nokkru ijósi jafnframt á starfsemi Mafíunn- ar. Því er greiniiegt, að „Kóng- urinn“, eins og Sinatra er tíð- um kallaður, ber nú miklar á- hyggjur af eigin skinni. ★ Eftir því sem fréttir herma, er ekki mikið púður í nýju Bítla myndinni, „Let It Be“. Myndin á -■* ver0 þeirra síðasta kvik- mynd, og sýnir hún lítið annað en hvernig þeir vinna saman í upptökustúdíói. Rokk sérfræð- ingar og Bítlaaðdáendur munu eflaust skemmta sér vel við að horfa á „Let Tt Be“, cn öðrum mun hún eflau., fcorna fyrir sjónir sem ósköp venjuleg fréttamynd, kannski heldur í leiðinlegra lagi. Myndin var að mestu tekin fyrir 15 mánuðum í Apple stúd- íóunum í London, og mun öll vinnan í sambandi við mynd- ina hafa hvílt þyngst á Paul McCartney, svo stór er hlutur hans að gerð myndarinnar, að talað er um að eiginlega ætti myndin að kallast „Let It Be, leikin af Paul MaCartney og nokkrum öðrum Bítlum“. John Lennon sést eitt andartak í myndinni, þar sem hann dansar við Yoko Ono og George og Ringo sjást sitja afslappaðir að dunda við að leika „Octopus Garden“ á gítar og píanó. Paul MaCartney syngur hins vegar flest önnur vinsæl Bítlalög, svo sem Let It Be og Get Back. Það markverðasta við mynd þessa mu.. vera tónlistin, leik- ur er enginn eða mjög lítilfjör- legur. Þá segir í gagnrýni um mynd þessa, að myndin sé alls ekkert annað en konsert, og þar sem það eru Bítlarnir sem í hlut eiga, þá sé sá konsert mjö-g skemmtilegui’. ★ Eflaust verður sérstæð gerð af kafbátum einkar vinsæl á baðströndum Suðui'landa í sumar. Það er eins konar pínu- kafbátui-, svipaður þeim er ítalskir froskmenn notuðu í síð ari heimsstyrjöldinni. Kafbátur þessi er vindillaga, 13 feta og 5 þumlunga langur og 3ja feta og 6 þumlunga breiður. Hann rúmar 2 fax-þega og gengur með fjöguri-a mílna hraða á klst. Kafbáturinn getur ekið stanzlaust í tvær klst. án þess að taka eldsneyti og get- ur di-öslað 50 kg farmi upp á yfirboi-ðið. Einn svona kafbátur kostar um 700 pund ensk. eða liðlega 150.000,00 ísl. krónur. Franska strandgæzlan hefir þeg ar keypt sjö til björgunarstarfa, en tveir hafa verið seldir einka- aðilum. Búizt er við að miklu fleirir seljist þegar líða tekur á sumar. ★ Þegar Omar Sharif er ekki að leika í kvikmynd, er yfirleitt hægt að hitta hann við sundlaug ina. Hann flatmagar þar mest allan daginn í bólbaði. Næst á eftir bridgeinu, er sólböðun hans „íþrótt“. Aðallega vegna þess, hve iítið maður þai-f að reyna á sig, þegar maður liggur og lætur sólina baka sig. En þar sem Omar Sharif er kvenna guli hið mesta, þá er hann eig- inlega tilneyddur að halda lín- unum á sínum stað, ekki vill hann fitna úr hófi fram, og þess vegna hefur hann ráðið í sína þjónustu þrælsterkan nuddara, sem liann lætur ham- ast á sé.r stöku sinivum, það mun einkar gott — og hollt — sér í lagi fyrir nuddarann!

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.