Tíminn - 10.06.1970, Blaðsíða 8

Tíminn - 10.06.1970, Blaðsíða 8
Eiwu sinni endur fyrir löngu voru þjófar, og stálu almennilegum hlutum. Og auð- vitað var allt það bezta í Bandaríkjunum. Virðingar- verðir þjófar eins og A1 Cap- one stálu verðmætum. Að wena Landsbankann eða Tiíí- aný's — það var rökrétt hugs- að, enda árangurinn eftir þvi: Seðlabúnt, gullstykki og Hope- demanturinn ... þetta var góss, sem vert var að tala um. En nú á dögum er stolið hlutum, sem jafnvel hundar lögreglunnar hrista höfuðin yf- ir. Veikir fyrir dýrum Fyrir nokkrum árum voru þrír Englendingar dæmdir í sex mánaða fangelsi fyrir að hafa stolið samtals 720 kött- um- Ekki ber á öðru, en þjófar 20. aldarinnar séu veikir fyr- ir dýrum og dýragörðum. Tveim 18 mánaða gömlum simpönsum var stolið úr Brook lyn-dýragarðinum í New York. Þeir fundust tveim dögum seinna lifandi og í bezta standi, í óða önn að snúa skífunni í símaklefa í nágrenn inu. Enn einum simpansa var smyglað út úr búri sínu í St. Louis — þjófurinn reyndist vera sá, sem selt hafði dýra- garðinum apann. Hunda- og kattaþjófnaðir eru algengir. Hundarnir eru ♦enjulega seldir aftur, ef þeir eru hreinræktaðir, en það eru atvinnumenn. sem ræna kött- um og selja þá tilraunastofn- unum. Sjaldan hefst upp á q þessum þjófum, því erfitt er að sanna nokkuð á þá. Á Suður-Sjálandi var á tíma bili stolið húsdýrum úr úti- “ húsum, svo hreinasta plága varð af. Lýst var eftir grun- samlegum bíl og nótt eina “ mætti lögreglan honum og stoppaði hann. Efcki reyndist hann innihaida kindur eða £ kýr, heldur mörg hundruð þús und smyglaðar sígarettur. Aflraunamenn FOLK STELUR FURÐULEGUSTU Útitröppurnar hurfu að næturlagi Lífstykki í yfirstærðum hurfu 720 höttum stolið 3 strætisvagnabiðskýli hafa aldrei fundizt • Höfuð „Litlu hafmeyjunnar" finnst sennilega aldrei Margt af því, sem fólki dett- ur í hug að stela, er svo þungt, að þjófamir þyrftu að vera aflraunamenn til að gefa sig í það. Nótt eina kræktu þessi vöðvabúnt sér í þrjú strætis vagnabiðskýli í Pittsford. Þau hafa aldrei komið í leitirnar aftur. Húsmóðir uppgötvaði einn morgunn, að steintröpp- urnar, sem lágu að húsinu. voru á bak og burt og önnur. að eldhúsvaskurinn hennar hvarf skyndilega. En með því merkilegra af þessu tagi, er þegar tveir leyni lögreglumenn fylgdust með öðrum tveim náungum óllu grunsamlegri, sem voru að baksa við um hánótt að lyfta rúllu af kopar-símþræði yfir 3ja metra háa girðingu. Rúll- an vóg um 150 pund. n „Við vissum eiginlega ekki, hvort við áttum að handtaka þá. eða mæla með þeim í Ólympíuliðið" sögðu lögreglu mennirnir á eftir. Lífstykkjaleyndar- dómurinn í bandarísku stórmagasíni hvarf ótrúlegt magn af líf- stykkjum úr undirfatadeild- inni. Það undarlega við þetta var, að allt útlit var fyrir, að lífstykkin hyrfu á næturnar, þegar ekkert kvenfólk var á staðnum, aðeins nokkrir nætur verðir. Á hálfu ári hurfu líf- stykki fyrir 2 milljónir. Og þvílíkar stærðir- Þetta voru allt lifstykki í nær því fíla- stærðum! Stjórn verzlunarinnar fékk einkaspæjara til að athuga mál ið. Og gátan leystist- Áður en næturverðirnir fóru. stálu þeir herrafötum, fóru í þau, spenntu lífstykki utanyfir og að lokum fóru þeir svo í sinn eigin jakka. Hananú! Þeir litu að vísu allmyndarlega út, en á þennan hátt tókst þeim að labba sig út með jakkaföt fyr- ir 12 milljónir! Sálfræðingar eiga ekki til skýringu á því — en margir bandarískir þjófar laðast sér- staklega að litlu veitingastóð- unum, þar sem seld er skinka og spælegg. Aldrei upplýstist hvað gekk að þeim manni, sem fyrir tí árum brautzt inn í einn slíkan stað oe stal 360 ópökkuðum eggjum. Stórverzlun ein notaði um jólaleytið 18 litla, feita grísi til upplífgunar í gluggaskrevt- ingu. Fyrir nýár voru 8 á bak og burt. Ókeypis matur handa öllum Frægasti skinkuþjófnaður- inn er þó. pegar „bófinn Dros andi". eins og hann var nefnd ur kom um hálf fjögur levtið að nóttu til inn á smá veitinga stað i \ew York, sem opinn er allan sólarhringinn. Inni voru 20 gestir. „Bófinn bros- andi" dró fram skammbvssu og krafðist þess, að fá öll egg og allt afskorið kjöt, sem til var á staðnum. Hann fékk 60 hrærð egg, 40 sneiðar af spægipylsu og 60 af skinku til að byrja með. en í stað bess, að hlaupa með fenginn, bretti karl upp ermarnar, og steikti og brasaði nokkra stund og gaf öllum sem inni voru, frftt að borða. Ekki leið þó á mjög löngu, áður en lögreglan birt- ist og þurrkaði bæði eggin og brosið af andlitinu á kauða. Stela bara til að stela Einkennilegt er, áð sumum þjófum er alveg sama um þýf- ið, þegar þeir eru búnir að hafa það af að stela þvi áfalia- laust. Getur kannske nokkur ímyndað sér, hvaða ánægju maðurinn, sem stal ílutninga- bíl, fullum af ballettbúningum, hefur haft af feng sínum? Eða sá. sem stal sendiferðabíl, sem hlaðinn var skósýnishornum — alls 45 skór — en því miður voru það allt hægrifótarskór. Búðaþjófar stela oft hinum furðulegustu hlutum, þótt þeir hafi engin not fyrir þá. Ein- stæð móðir stal til dæmis rak- spíra og rakkremi, ásamt full- komnu raksetti. Aðrir hafa stolið of stórum brjóstahöld- um, eða öðrum fötum, sem eru allt of stór. Neyðarlegt rán Það neyðarlegasta af öllu er, þegar rán eru framin rétt við nefið á Iögreglunni. Úr dagstofu á lögreglustöð var stolið öllum billjardkúlunum. í Englandi var stolið bíl borgar- stjórans í Bedford, en hann stóð fyrir utan ráðhúsið . . . borgarstjórinn var inni að skipuleggja herferð gegn bfl,- þjófum! Varðhundi á Dandarískn heimili var stolið, kristalskúlu var stolið af spákonu, bílum er oftsinnis rænt af bifreiða- stæðum lögreglunnar. Eitt sinn komst upp, að sex starfs- menn fyrirtækis, sem fram- leiðir þjófabjöUur. voru þjóf- ar. Þeir stálu, þegar þeir lögðu bjöllurnar inn! Leynilögregl-umaður varð fyrir því óláni, að tveim heljar miklum hliðstólpum úr steini var stolið frá honum, þegar hann var að sækja þá á járn- brautarstöðina'. Fangar í fangelsi í Paraguay kærðu fangaverðina fyrir, að passa ekki nógu vel upp á hlutina. Það var nefnUega brotizt inn í fangelsið eina nóttina og eigum fanganna stolið- LeyndardómsfyUsti þjófn aður i Danmörku, er þegar höfðinu var rænt af „Litlu haf- meynni" Aldrei hefur fandizt svo mikið sem eitt hár af því síðan. en ýmsir aðrir skrýtn ir þjófnaðir hafa líks verið framdir í því landi Drukkinn Kaupmannahafnarbúi stal stærðar flutningabíl. fékk sér ökuferð og ók í leiðinni á nokkra kyrrstæða bíla. Þegai lögreglan náði í hann. sagðist hann ekki vita. hvers vegna hann hefði eiginlega gert Framhald a bls. 14.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.