Tíminn - 10.06.1970, Blaðsíða 6

Tíminn - 10.06.1970, Blaðsíða 6
6 • T>aff vet-ður þann 21. júni n.k. sem fjórir ungir piltar koma liingað' til landsins með flugvél Fiugfélags fslands frá London, Slíkt væri vart í frásögu færandi, ef þessir fjóru ungu menn væru ekki meðlimir hinn ar frægu ensku hljómsveitar LED ZEPPELIN. Þeir koma hingað í sambandi við lista- hátíðina frægu, sem hér verð- ur haldin í mánuðinum — og framlag Led Zeppelin tU þeirr- -r hátíðar, verður örugglega $t>ð sem flestir, úr hinni um- deildu yngri kynslóS, vilja vera vitni að. 0 Það er Ivar Eskeland for- stjóri Norræna hússins sem á heiðurinn af því að pop-unnend- um hér á landi gefst tækifæri tli að sjá og hlýða á LED ZEPPEL- IN í eigin persónu. Vinsældir hljómsveitarinnar eru slíkar, að hljómleikaferðir þeirra eru skipulagðar marga mánuði fram í tímann. En fyrir sex vikum hafði Ivar Eskeland sam- band við umboðsmann hljóm- sveltarinnar í London og allt gekk vel. Led Zeppelin langaði tU að koma til þessa lands elda og ísa, og sérstaklega vegna listahátíðarinnar. Það verða einir hljómleikar haldnir með þeim í Laugardalshöllinni, og verða þeir 22. júní n.k. Það var einkum á síðari hluta s.l. árs sem tónlist Led Zeppelin fór að heyrast að einhverju ráði hér á landi. Síðan hafa vinsæld- ir hljómsveitarinnar stöðugt aukizt hér og allir pop-unnend- ur fslands kannast nú við lög þeirra eins og „Good times, bad times“ þar sem hið harða „rock and roll“ er í hávegum haft, og hinu ógleymanlega lagi „Baby I’m gonna leave you.“ Þá má nefna fleiri lög með þeim sem or'ðið hafa mjög vinsæl hér, sem annars staðar, eins og „You shoock me“ Livin’ Lovin’ Maid (She’s just a woman)“ og síðast og ekki sízt „Whole lotta love“ sem fór sigurför um heim inn í vetur, og er ennþá í miklu dálæti hjá pop-unnendum. Til marks um þaö er lagið enn þá ofarlega á vinsældarlistanum í Þýzkalandi — og þeir sem lögðu leið sína í Glaumbæ, um síð- ustu helgi, fengu sannarlega að heyra það í diskótekinu þá, eins og svo oft áður. En hver er þá þessi Led Zeppelin sem er svo dáð núna, að hún er talin lang vinsælasta hljómsveitin í heiminum. Þar sem hljómsveitin er í þann veginn að koma til landsins, er ekki úr vegi að rifja urn nokkra fróðleiksmola um hana: Fjórir ungir menn efstir á lista. Það var sumarið 1968, sem fjórir ungir, og síðhærðir Eng- lendingar voru saman komnir í London — nánar tiltekið, Ox- fordstræti 155, hjá núverandi aðalumboðsmanni þeirra Peter Grant. Á borði fyrir framan þá lá langur listi yfir enska hljóm- listarmemi. En á listanum voru nöfnin, Jimmy Page, Robert Plant, John Paul Jones og John TÍMINN MTDVIKUDAGUR 10. júnf 1970. Villtir hljómleikar hljómsveit- arinnar með hinni ofsafengnu tónlist hennar, tryllti áheyr- endurna. Þegar þeir félagar gistu á hótelum, vanð tylft af lífvörðum að vakta herbergi hvers þeirra. Of margar stúlk- ur vildu fá of mikið hjá þeim. Jimmy Page, æðsti maður hl'jómsveitarinnar — hann er eini piparsveinninn í hljómsveitinni. LED ZEPPELIN = loftskipið sem líður hægt, en örugglega á undan öííum öðrum Bonham efst. Þetta voru nöfn ungu mannanna fjögurra. Nöfn þeirra sem nú skipa Led Zeppel- in. Jimmy Page hafði aflað sér frægðar sem stúdíóhljómlistar- maður, og einnig sem sólógítar- leikari hljómsveitarinnar Yard- birds, en sú hljómsveit var all vinsæl á meðan hún v-ar og hét. Hér á landi munu Yordbirds vera þekktastir fyrir lagið „For your love“. John Paul Jones hafði einnig unnið sér gott álit, sem hljóm- listarmaður, hafði hann m.a. leikið inn á hljómplötur með Rolling Stones og Donovan. John Bonham var orðinn þekkt- ur fyrir stórkostleg trommu- sóló, og Robert Plant hafði ver- ið uppgötvaður af bluessöngvar anum Alexis Corner. Peter Grant, umboðsmaður þeirra, var staðráðinn í því, að sameina þessa fjóra hæfileika- menn í hljómsveit, sem yrði sú vinsælasta á skömmum tíma, og í einni skrifborðsskúffu sinni hafði hann þegar tilbúna samn- inga. — Ég er einnig búinn að finna nafn handa ykkur, sagði Peter um léið og hann skenkti þeim viský. — Hvernig líkar ykkur nafnið Eldflaugin (Rock- et)? Jimmy var hikandi: — Eldflaugin er aið vísu fljót í förum, en oft óáreiðanleg. Hún hafnar oftast nær á tungl- inu, en þó stundum hvergi. Ég vil heldur nafnið Loftskipið (Zeppelin). Loftskip er örugg- ara á flugi og þægilegra. Það hljómar einnig skemmtilega, finnst mér, og þar að auki þekkja flestir vindlategundina „Zeppelin". Allir hinir voru sammála og Jimmy skeytti orðinu Led fyrir framan (en led er þátíð af ensku sögninni Iead sem þýðir, að vera í fararbroddi. Led Zeppelin þýðir semsagt, ,4oft- skipið er svífur hægt en örugg- legb Á undan öllum öðrum). Jimmy Page var þegar val- inn foryztumaður hljómsveitar- innar. Hann var sá elzti og reyndasti þeirra fjórmenning- anna, og þekkti flesta meiri háttat ‘ „pop-braskara“ í Banda- rxkjunum og pop-unnendur út um allan heim. Fékk hann þau kynni að mestu leyti þegar hann var í Yardbirds. Jimmy réði líka þeirri ákvörðun, að Led Zeppelin kæmi fyrst fram í Bandaríkjunum. — Áður en við verðum okk- ur til skammar í Englandi, og eigum á hættu magalendingu, þá ættum við að koma áður fram, á stúdentahátíðum í Bandaríkjunum og öðlast reynslu, sagði hann. Enn voru félagar hans sam- mála og með Boeing 737 flugu þeir yfir hafið, til hinnar fjar- -íægu Ajneríku. Þegar þeir komu þangað, tóku þeir á leigu stúdíó í New York og æfðu þar og sömdu tónverk í hálfan mánuð. Þá voru þeir búnir a® fá efni í fyrstu LP plötu sína, sem bar nafn hljómsveitarinnar „Led Zeppel- in“. Það sem þegar í stað var pressað af efni hennar, léku útvarpsstöðvar þar vestra, dag og nótt, og sannarlega vakti ofsafengin Led Zeppelin tón- listin þegar aðdáun pop-unn- enda. Frægðarferill Led Zeppel- in var hafinn. Staðgenglar Rolling Stones. 1 þá sex mánuði sem Led Zeppelin dvaldist í þetta sinn í Bandaríkjunum slógust skemmtistaðirnir um að fá þá til hljómleikahalds — og að lokum fóru þeir Led Zeppelin — félagarnir að kvarta undan líkamlegri ofþreytu. Á þessum tíma var litið á Led Zeppelin sem nokkurs konar staðgengla Rolling Stones. Múrveggimir mega fara að vara sig. Eins og fyrr segir í greininni, er Led Zeppelin nú álitin laug- vinsælasta hljómsveitin í heim- inum. Ferill hljómsveitarinnar hefur verið gimsteinum stráð- ur. Alls staðar þar sem þeir koma fram, eru undirtektirnar svo góðar, að jafnvel Bítlarnir gömlu eiga ekki „jafn ofsafengn ar minningar“ frá hljómleikum sínum, og er þá sannarlega mik ið sagt. Þeir hafa nú gefið út tvær LP plötur, „Led Zeppelin“ og „Led Zeppelin 11“ sem báðar hafa selzt í yfir 2 millj. upplagi. Gríski heimspekingurinn Platon, sagði eitt sinn „að f fyllingu tímans, kæmi sú tón- list, er bryti niður múrveggina“. Átti hann við með þessum orð- um sínum, að sú tónlist yrði þess valdandi að harðstjórar misstu völd sín. Ekki veit ég til þess að nokkur af hinum mörgu harðstjórum, sem ráða í heiminum nú, hafi misst völd sín vegna tónlistar Led Zeppelin — en hins vegar mega múrveggirnir fara að vara sig. Allir þeir, er hlýtt hafa á tón- list Led Zeppelin, kannast við þann mikla kraft, æni í henni er, og um þá tónftst seg* ir Jimmy Page: — Við höfum vissar línua Við flytjum aíðeins þá tónlisfc sem okkur líkar hverjn slnnL Okkur datt ekki í hug, að húa myndi falla fólki svo vel í g«8, sem raun ber vitni. Tónlist okk- ar er verulega kröfuhörð, en ég álít að margar hljómsveitír hafi einmitt fallið á því, að þær vanmeta áheyrendurna. Og söngvarinn Robert Plant bætir hátíðlega við: — Við sjóðum saman tónKst okkar við mjög háan hita, og einnig álít ég að við föllum að smekk fólksins, vegna þess að við erum ekki smáborgaralegir. Led Zeppelin er oftast talin með í hópi svonefndra framúr- stefnu hljómsveita, en þeir hafa þar nokkra sérstöðu. Flestar þessara hljómsveita leggja mikið upp úr því að hafa mikla þjóðfélagsádeilu í tónlist sinni, einkum deila þær hart á stríð og annað ofbeldi, eins og t.d. John Lennon — samsteyp- an, Plastic Ono Band. Hins vegar er það ástin, hið Robert Plant, söngvari hliómsveitarinnar. Hundurinn hans er bezti aheyrandinn heima fyrir.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.