Tíminn - 10.06.1970, Blaðsíða 9

Tíminn - 10.06.1970, Blaðsíða 9
MnmKUDAGUR 10. júní 1970. Ots*fan<fl: FRAMSÓKNARFLOKKURINN Frnmflcvæmdastjórí: Kriatján Benedtktsaon. Ritstjórar. ÞórartaJi Þórartnsson (áb). Andéa Krlstjánsson, Jón Helgason og T&maa Karlsson. Auglýaingastjórl: Stetagrlmur GUiaaon Ritatjómar- akrifstofur f Edduhúainu, slmar 18300—18308 Skrtfatofur Bankastrætl 7 — AfgreiðsluslnU: 12323 Auglýsingaaimi: 19823 AOrar sbrifstofur sfmi 18300, Áskrifargjald kr 16S.00 á mán- uW, innanlanda — ! lausasðlu kx. 10.00 eint Prentam Edda hf. Heyverkun og veðurfar Meðal þeirra frumvarpa Framsóknarmanna, sem dag- aði uppi á síðasta þingi, var frv. Stefáns Valgeirssonar o. fl. um að tryggja Framleiðnisjóði landbúnaðarins ár- legt framlag, sem næmi a.m.k. 20 millj. króna. í frv. var tekið fram, að tilraunir með innlenda fóðuröflun og heyverkun skyldu sitja fyrir öðrum verkefnum um fyr- irgreiðslu. í greinargerð frv. var það rakið, að glöggt hafi kom- ið fram á síðastl. sumri, hve bændur væru vanbúnir að mæta slíku veðurfari, sem var þá um mestan hluta landsins. Þess vegna þurfi að kanna allar tiltækar leið- ir til að koma í veg fyrir, að slík saga endurtaki sig. Fara þurfi fram rannsóknir á því, hve vatnsmikið hey megi taka í súgþurrkun og við hvaða skilyrði. Rann- saka þurfi votheysgerð á svipaðan hátt. í þriðja lagi þurfi að fá hraðþurrkunartæki og gera athuganir á þeirri verkunaraðferð. Þá þurfi að gera samanburð á þessum mismunandi aðferðum. Vegna kalskemmdanna að undan- förnu, þurfi að gera tilraunir með ræktun einærra jurta, og ræktun á ýmiss konar grænfóðri. Þá er minnzt á ýmis fleiri verkefni, sem vinna þurfi að. Lögin um Framleiðnisjóðinn eru þannig nú, að sjóð- urinn fær síðasta framlag úr ríkissjóði á þessu ári, en alls hefur hann fengið um 30 millj. króna til ráðstöf- unar. Því fé er nú að sjálfsögðu ráðstafað að mestu. Þess vegna er það brýnt.verkefni að auka fjárráð*fíáns. Það er áreiðanlega hægt með breyttri ræKíun' og hættri heyverkun að sigrast bæði á kalinu og óþurrkun- um að mestu. Slíkt myndi gerbreyta aðstöðu bænda og stórauka öryggi landbúnaðarins. Þetta mark næst þó ekki, nema kappsamlega sé unnið að þeim rannsóknum, sem áðurnefnt frv. fjallar um. Vonandi nær það fram að ganga á næsta þingi. Kolgrímur Alþýðublaðið birtir í fyrradag mikla hólgrein um Gylfa Þ. Gíslason sem menntamálaráðherra. Ekki vill þó greinarhöfundur láta nafns síns getið, heldur kallar hann sig Kolgrím. Greininni lýkur með þeim orðum um Gylfa, að „eng- inn hafi reynzt íslenzkum námsmönnum heima og erlend- is eins jákvæður í störfum og hann.“! Þeir, sem hafa heyrt Gylfa lýsa á Alþingi ágætum sínum sem menntamálaráðherra, geta vel ráðið það af framangreindum ummælum, hver Kolgrímur er! Verk, sem geta dregizt Mikil íundahöld hafa verið hjá Alþýðuflokknum að undanförnu og segir Alþýðublaðið, að rætt hafi verið um kosningaúrslitin. Annar ritstjóri blaðsins, Kristján Bersi, segir þó, að ekki hafi fundirnir leyst úr þeirri spurningu, hverjar væru meginorsakir fylgishrunsins í bæjarstjórnarkosningunum. Þó telur Kristján Bersi, að Sigvaldi Hjálmarsson hafi komizt næst því, sem væri kjarni málsins, þegar hann benti á, að eftir áratugs stjórnarsamstarf með Sjálfstæðisflokknum, væri ekki neinn skýr greinarmunur á stjórnarflokkunum. Þetta verður Alþýðuflok.kurinn að leiðrétta. segir Kristján Bersi, ekki aðeins með orðum, heldur líka með verkum. Enginn efar, að forustumenn Alþýðuflokksins munu gera s.itt bezta til þess að reyna að leiðrótta þetta með orðum. En hætt er við, ef Gylfi og Benedikt fá að ráða, að nokku” bið verði á verkunum. Þ.Þ. TIMINN 9 ERLENJ YFIRLIT Fellur stjórn Brandts í fylkis- kosningunum á sunnudaginn? Sú hætta er veruleg, að Frjálslyndi flokkurinn þurrkist út SÍÐASTLIÐINN fimmtudag urðu á þiraginu í Bonn einar hörðustu umræður, setn þar hafa farið fram, ea fjárlögin fyrir nœsta fjárhagsár voru þar til afgreiðslu. Það gerðist m.a. undir umræðunum, að allir við staddir þingmenn kristilega floklksins gengu út úr þingsaln- um, um 200 talsins, þegar Her- bert Wehner, leiðtogi þing- floikks jafnaðannanna, ásak- aði foringja kristil. flokksins ■um, að þeir stynktu ofbeldis- stefnu hægri sinnaðra öfga- manna með málflutningi sín- um. Aðalsókn sinni beindu þó talsmenn kristilega flokksins gegn Willy Brandt kanslara. Helzta árásarefni þeirra var það, að Brandt hafði daginn áð ur haldið ræðu í Bielefeld, þar sem hann hélt því fram, að foringjar kristilega flokksins, m. a. Rainer Barzel og Ger- hard Stoltenberg, hefðu átt leynilegar viðræður við at- vinnrekendur og hvatt þá til að vera óvægna í skiptum við verkamenn og reyna þannig að ýta undir ólögleg verkföll. Þeir Barzel og Stoltenberg mót mæltu þessu kröftuglega í þinginu og kröfðu Brandt um sannanir. Brandt sagðist hafa upplýsingar um þetta frá Wischnewsky, framkvæmda- stjóra jafnaðarmannaflokksins. Wisohnewsky, sem á sæti í þinginu, neitaði að segja hverj ir heimildarmenn hans væru, en féllst á eftir að umræður höfðu staðið í fjóra tíma, að kynna sér heimildir sínar bet- ur og gefa þinginu skýrslu, ef þær reyndust rangar. Enn mun ekki hafa heyrzt neitt frá Wisdhnewsky um þetta. Samkvæmt síðustu frétt- um hafa leiðtogar kristilega flokksins ákveðið að höfða mál gegn Brandt fyrir ummæli hans og reyna að fá þau ómeikt af dómstólunum. ÁSTÆÐAN til þess, að kristilegi flokkurinn notaði fjárlagaafgreiðslima til að gera hríð að stjórninni, mun eink- um sú, að stjórnin er veikari fyrir á sviði innanlandsmála en utanríkismála. Tilraupir Brandts til að bæta sambúðina við Austur-Evrópu virðast eiga miklu fylgi að fagna. Hins veg- ar gætir nokkurrar óánægju vegna verðhækkana og kaup- hækkana innanlands, því að gengishækkunin virðist ekki hafa náð því marki, sem stefnt var að í þessum efnum. Schill- er fjármálaráðherra svaraði gagnrýni kristilega flokksins varðandi þetta efni á þann veg, að Þjóðverjar hefðu aldrei áð- ur búið við eins góð lifskjör. Þá hélt hann þvi fram, að þjóðarframleiðslan myndi auk- ast um 6% á árinu og fram- leiðni atvinnuveganna myndi einnia aukast urr. 6%. Þá nefndi hann tölur, sem sýndu, að gjaldeyrisstaðan hefði batn- að að nýju síðan í janúar, en lL. 1 l " WALTER SCHEEL hún versnaði fyrst eftir gengis hækikunina. LOKAATKVÆÐAGREIÐSL- AN um fjárlögin fór á þann veg, að þau voru samþykkt ingunum siðast 49.5% atkvæða og 9^ fulltrúa, kristilegi flokk- urinn 42.8% og 86 fulltrúa og Frjálslyndir 7.4% og 1S full- trúa. Þar er nú stjórnarsam- vinna jafnaðarmanna og frjáls- með 247 gegn 241 atkvæði. 4yndra. Þessi úrslit gáfu glöggt til Niedersachsen, sem, hefur um sjö milljónir íbúa. Þar fengu jafnaðarmenn í síðustu fylkis- kosningum 43.1% atkvæða og 65 fulltrúa, kristilegi floibkur- inn 41.7% og 67 fulltrúa, ný- nazistar 7% og 7 fulltrúa og Frjálslyndi flokkurinn 6.7% og 7 fuiltrúa. Þar er nú sam- brœðslustljórn jafinaðarmanna og kristilega flokksins. Saar, sem hefur um 1.1 millj. íbúa. Þar fékk Kristilegi flokkurinn í siðustu fylkiskosn- imgum 42.7% atkvæða og 24 fulltrúa, jafnaðarmenn 40.7% og 21 fulltrúa og Frjálslyndi flokkurinn 5.2% og 5 fulltrúa. Siðustu fyikiskosningar voru Frjálslynda flokknum mun hag stæðari en þingkosningarnar á síðastl. ári. Flofckurinn er því engan veginn öruggur um að ná 5% markinu í fcosningunum á sunnudaginn. kynna, bve veikur þingmeiri- hluti stjórnarinnar er. Stjórnin hefur aðeins tólf atkvæða meirihluta á þingi, en við þessa öriagaríku atfcvæða- greiðslu vantaði sjö stjórnar- þingmenn, en ekki nema einn stjórnarandstæðing. Stjórnin hafði því efcki nema sex at- kvæða meirihluta að þessu sinni. Vafalaust verður þessi nið- urstaða til að herða enn bar- áttu kristilega flokksins gegn stjórninni. Það er vitað mál, að hægri armur Frjálslynda flokksins er í hjarta sínu and- vígur samvinnunni við jafnað armenn. Margir telja, að efcki þurfi mikið að gera tii þess, að stuðningur hans bresti. Kristilegir demófcratar gera sér því miklar vonir um fylfc- iskosningarnar, sem fara fram á sunnudaginn. Ef Frjálslyndi flokkurinn verður fyrir áfalli þar, getur það riðið stjórn Brandts að fullu. KOSNINGAR fara fram á sunnudaginn kemur til þriggja fylkisþinga. Til þess að fá fulltrúa kjörinn á fylkisþing, þarf flokkur að fá minnst 5% greiddra atkvæða. Stjórn- arsinnar óttast nú verulega, að Frjálslyndi flofckurinn nái ekki þessa 5% marki. Fari svo, að hann þurrkist út í þessum fylk isþingum, getur það orðið til þess, að hægri armur hans snú- ist gega Brandt, þvi að hann mun þá kenna stjórnarsam- vinnunni um ófarir flokksins. Kosningar fara fram í þess- um fylkjum: Nordrhein-Westfalen, sem er stærsta fylkið með 17.1 millj. íbúa. Þar fékk Jafnaðar- mannaflokkurinn í fylkiskosn- Innan flokksins hefur nokk- uð borið á óánægju vegna þess, að Brandt hefur tekið ut anríkismálin svo mjög í sínar hendur, að Scheel utanríkisráð herra, formaður Frjálslynda flokksins, hefur að mestu horf ið í skuggann. Fyrir nokkrum vikum var rætt um, að Scheel yrði bætt þetta upp á þann hátt, að hann færi til Moskvu og tæki þátt í samningagerð- inni um vœntanlegan griðasátt- mála milli landanna. Við nán- ari athugun var horfið frá þessu, þar sem svo gæti farið, að litið yrði á þetta sem mis- heppnað áróðursbragð fyrir fylkiskosningarnar. Sá, sem mun hafa ráðið mestu um, að hætt var við þessa fyrirætlun, var Geneher innanríkisráð- herra, en almennt er nú litið á hann sem hinn „sterka" mann Frjálslynda flofcksins. Þ.Þ.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.