Tíminn - 28.06.1970, Side 1
142. tbl. — Sunnudagur 28. júní 1970. — 54. árg.
Orlofshús B.S.R.B. sem risin eru í landi Munaðarness i Stafholtstungum í Borgarfirði, og til hliðar á
er Sigurgeir Ingimarsson byggingameistari, sem hefur með höndum framkvæmdir í Munaðarnesi. (Tímam. Kári)
Oriofsheimili B. S. R. B. rísa
KJ—Keykjavík, laugardag.
í ágúst í fyrra hófust fram
kvæmdir við orlofsheimili Banda
lags starfsmanna ríkis og bæja j
landi Munaðarness : Stafholts-
tungum í Borgarfirði, en þarna
eiga að rísa 20 orlofshús, aulc
samkomuhúss og húsvarðarhúss.
Fréttamaður Tímans kom við
i Munaðarnesi í vikunni. og skoð
aði framkvæmdir ' fylgd Sigur
geirs Ingimarssonar byggingameist
ara í Borgarnesi, sem hefur með
höndum framkvæmdir á staðnum.
Sigurgeir sagði að framkvæmdir
við húsin hefðu hafizt í ágúst á
s.l. ári, og síðan hefur stöðug
verið unnið við að koma húsur
um upp. Var byr.iað á að gera
undirstöður fyrir húsin, en þau
voru keypt af fyrirtækinu Hoch|
tief, sem hafði með höndum fram;
kvæmdir við Straumsvíkurhöfn.
Framhaid á bls. 14.
Miklar
hlaðizt
smjörbirgðir haía
upp / verkfallinu
KJ-Reykjavík, iaugardag.
Miklar smjörbirgðir hafa hlað-
izt upp hjá mjólkurbúunum á Sel-
fossi og í Borgarnesi, vegna þess
að mjólkurfr. leyfðu ekki, að
nema hluti at venjulegu mjólkur
magni færi á markaðinn. Hefur
orðið mikið sölutap hjá mjólkur-
búunum af þessum sökum, og má
vera að þetta komi fram í lægra
mjólkurverði til bænda á þessu
ári,
Til Mjólkurbús Flóamanna á
Selfossi bárust 115—120 þúsund
lítarar af mjólk á dag verkfalls-
dagana, en aðeins 40—50 þúsund
lítrar fóru á markaðinn. Varð því
að vinna úr afganginum af mjólk-
inni — sem var að vísu betri
kostur en að hella henni niður —
og afleiðingin er sú, að mikið
hefur safnazt fyrir af smjöri og
öðrum mjólkurafurðum, svo sem
undanrennu og osti. Ekki liggur
nákvæmlega fyrir hve mikið magn
af smjöri hér er um að ræða,
en allavega er það vLsir að smjör-
fjalli.
Til Mjólkursamlags Kaupfélags
Borgfirðinga, Borgarnesi, bárust
um 35 þúsund lítrar á dag verk
fallsdagana, en aðeins um lí
þúsund lítrar fóru á markað, ú'
afganginum var unnið í mjólkui
samlaginu. í Borgarnesi var fyrs
og fremst unnið smjör úr mjólk
inni, og einnig kasein og fóður I
ostur, sem er heldur verðlítill
Hefur því safnazt fyrir töluver
magn af smjöri í samlaginu.
Vegna sölutapsins á mjólk, m
jafnvel búast við að verkfallií
hafi það í för með sér, að bænd
ur fái endanlega lægra verð fyri:
Framhald á bls. 14
SJ-Reykjavík, laugardag .
í gær kom hingað til lands
Karl Vibach, lcikstjóri frá
Liibeck í Þýzkalandi, en hann
mun stjórna uppfærslu jóla-
leikrits Þjóðleikhússins 1970.
En það vei'ður leikrit Goethes
um Faust. Leikstjórinn hefur
hér skamma dvöl að þessu
sinni, fer aftur utan á morgun,
sunnudag. f kvöld sér hann
leikrit Jóhanns Sigurjónssonar,
„Mörð 'Talgarðsson“, i Þjóð-
leikhúsinu. En erindið hingað
að þessu sinni er að ræða um
hlutverkaskipun við Þjóðleik-
hússtjóra og samstarfsmenn
hans, ennfremur að kynnast
íslenzkri leiklist og leikurum
svo sem unnt er í svo stuttri
heimsókn.
Við hittum Kar] Vibach að
máli í dag, þar sem hann var
að ræða við G-uðlaug Rósin-
kranz, Þjóðleikhússtjóra og
Gísla Alfreðsson, íeikstjóra, og
þeir flettu myndabók frá sýn-
ingum leikhússins. — Það er
erfitt að segja nokkuð um
væntanlega sýningu hér &
Faust að svo komnu máli. Ég
þekki hvorki íslenzka leikara
né leiklistarhefð ykkar. Við
Þjóðverjar stöndum á gömlum
merg hvað snertir sýningar á
leikritinu „Faust“. En hér er
„Faust“ óplægður akur. Og Vi-
bach bætir við glaðlega: — Ég
get hugsað mér, að það sé
kannski svolítið svipað að setja
Faust á svið hér og Pétur Gaut
eftir Ibsen í Argentínu.
Karl Vibach er nú stjórn-
andi þriggja leikhúsa í Liibeek
og jafnframt leikstjóri. Hann
starfaði með Gustaf Grundgens,
sem stjórnaði þeim sýningum
á Faust, sem einna frægastar
hafa orðið. Þeir sýndu leikritið
í fjölmörgum löndum og ann-
aðist Vibach þá æfingar nýrra
og nýrra dansara og statista
á hverjum stað. Hann æfði til
dæmis dansatriðin við Faust
með blökkumönnum.
Vibach stjórnaði sýningu á
Faust í Liibech nú í vetur,
og hefur hún orðið mjög vin-
sæl. f vor fór hann ásamt
leikurum frá Liibech í leikferð
um Finnland með „DauSadans
inn“ eftir Strindberg í búningi
Diirrenmatts. Af öðrum leik-
ritum, sem hann hefur stjórn-
að, má nefna „Fiðlarann á þak
inu“, „Betur má ef duga skal“
og .Richard 111“ en hann stjórn
\ Framhaild á bls. 14.
Sláttur að hefjast í Eyja-
firði og undir Eyjafjöllum
SB—Reykjavík, laugardag.
Fáeinir bændur undir Eyja-
fjöllum og I Eyjafirði, eru byrj
aðir að slá. Er það með sejnna
móti nyrðra, en á svipuðum
tíma og venjulega fyrir sunn-
an. Ekki er ,'ó búizt við. að
sláttur hefjist almennt fyrr en
eftir mánaðamótin.
Eggert Ólafsson bóndi á Þor
valdseyri í A-Eyjafjallahreppi,
sagðist vera byrjaður að slá
og væri útliíiS bara nokkuð
gott. Þar eystra væru nokkrir
bændur að oyrja slátt, en ekki
hæfist þó sláttur almennt fyrr
en um mánaðamótin. Tíð þar
eystra hefur verið vœtusöm
undanfarið og nú vantar þurrk
inn, tjl að verulega vel spretti
næsfcu dagana.
Stöku bóndi í Eyjafirði er
byrjaður að silá þá bletti. sem
verið hafa alfriðaðir fyrir á-
gangi sauðfjár. Er það heldur
í seinna lagi. Það munu ein
ungis bændur í Öngulsstaða og
Hrafnagilshreppi. sem eru byrj
aðir slátt, en aðrir bændur bar
munu væntanlega byrja upp úr
mánaðamótunum. Nokkuð
lengra mun þó líða, áður en
sláttur hefst út með firðinum
og í héraðinu í heild.
„Faust" leikinn í Þjóðleik-
húsinu með „beat“-tónlist!
<EB—Reykjavík, laugardag.
Framkvæmdir við vatnsmi'ðlun
ina við Þórisvatn eru nú í þann
veginn að hefjast, en sem kunugt
er. á að vejta Köldukvísl inn í
Þórisvatn, sem síðan verð vatns
miðlun fyrir Búrfellsvirkjun. Það
er sameignarfyrirtækið „Þórisós"
sem sér um framkvæmdirnar, og
vinna nú 20 manns þar uppfrá, við
að koma fyrir mötuneyti og svefn
húsum, en framkvæmdirnar munu
hafa taxizt eitthvað vegna verk
fallanna.
i
Páll Hannesson tjáði blaðinu í
dag, að framkvæmdirnar hefðust
fyrir alvöru um 10. júlí n. k. og
er gert ráð fyrir, að þá muni vinna
þar yfir 50 manns.
Á að ljúka framkvaamdunum
vjð vatnsmiðlunina haustið 1971,
Þýzkur leikstjóri stjórnar sýningunni
en ekki mun verða unnið við þær
frá því um miðjan október fram
í maí, en hins vegar kvað Páll
ráð vera gert fyrir bvi, að urr
80 manns vinni þar aæsta sumar.
Þá sagði hann að áætlað væri að
kostnaðurinn við framkvæmdjrn
ar næmi um 150 millj. kr. og
tovað nú menn bjartsýna á, að
framkvæmdirnar myndu ganga
sem bezt yrði á kosið.
F. v.: Gísli AlfreSsson, aðstoðarleikstjori, Karl Vibach, leikstjóri, og
Guðlaugur Rósinkranz. (Tímamynd Gunnar)
FRAMKVÆMDIR ERU AÐ
HEFJAST VIÐ ÞÓRISVATN