Tíminn - 19.08.1970, Side 8
.8
TÍMINN
MIÐVIKUDAGUR 19. ágúst 1970.;
Fyrir skömmu var frá því
sagt í fréttum, að stjórnandi
bandarísks heimskautaleiðang-
urs var myrtur á dularfullan
hátt. Þetta heimskautsmorð á
sér hliðstæðu. Fyrir tæpum
100 árum var annar maður
myrtur skammt frá Norður-
pólnum. Það var ekki fyrr en
nýlega, með aðstoð nýjustu
leynilögreglutækja, að sannað
varð, að maður sá dó ekki eðli
legum dauðdaga.
Haustið 1671 sneri Banda-
ríkjamaðurinn Charles Franc-
is Hall aftur til skips síns, Pol-
aris, eftir sleðaferð um Græn-
land. Iiaon var stjórnandi
Norðurpólsleiðangars.
Skömmu síðar veiktist Hall
Lík Benny Lightsys, sem myrtur var fyrir skömmu, flutt frá ísnum tlIThul*.
ALDARGAMALT EITURMORÐMÁL
A
og eftir hálfan mánuð andað-
ist hann um borð í skipinu.
Fratn í það síðasta hélt hann
því fram að eitrað hefði verið
fyrir sig. Fyrir dómstóli banda-
ríska flotans var talið víst, að
Hall hefði dáið eðlilegum dauð
daga. Einhver efi var þó alltaf
fyrir hendi, og á síðasta ári, eft
ir miklar og ítarl. rannsóknir,
sönnuðu tveir vísindamenn, að
Hall hafði haft rétt fyrir sér.
Hann lézt af of stórum skömmt
um af arseniki.
Samkvæmt skrýslu vísinda-
mannanna var Hall harðsoðinn
náungi ,og eitt sinn á fyrri ferð
um sínum lét hann taka mann
af lífi, því sá hótaði* uppreisn
um borð.
Þá hafði Hall skipað svo fyr-
ir, að Polaris skyldi siglt i
höfn við Norð-vesturströnd
Grænlands um miðjan vetur.
Þaðan væri stutt til Norður-
pólsins, þegar ísinn bráðnaði
aftur um vorið.
Dagbækur leiðangursmanna
og framburður vitna við rétt-
arhöldin, bera að næstráðend-
Ur Halls í leiðaingrinum hafi
haft mjög á móti honum. Þar
er um að ræða hvalveiðimann
inn Buddington og Þjóðverjann
Bessels, sem var iæknir leið-
angursins og náttúruvísinda-
maður.
Buddington. sem var mikill
drykkjumaður, þoldi ekki Hall,
sakir. hörku nans, og óttaðist
öryggi skipsins í þessum harða
vetri norðursins. Besseis var á
sömu skoðun og Buddington og
þeir vildu báðir, að skipinu
yrði siglt suður á bóginn í
hlýrri höfn.
Hall andaðist 8. nóvember
1871 og var grafinn í grunnum
leir og steinvarða merkti leiðið.
Eftir það varð leiðangurinn
fyrir áfalli.
ísinn eyðilagði Polaris í stór
viðri Og mennirnir, sem voru
ilia til reifca og það að auki
með skyrbjúg, urðu að berjast
fyrir lífi sínu í næstum heilt
ár, áður en þeir fundust.
Til að komast eftir, hvað
raunverulega varð Hall að fjör
tjóni, fóru vísindamennirnir
tveir, sem heita Loomis og
Paddock, til Grænlands, ásamt
fleiri mönnum, til að finna
gröfina.
„Það var ekki vandi að
finna hana“, sagði Paddock,
því varðan var það eina, sem
skagaði upp í loftið á þessum
slóðum.
Þegar þeir höfðu grafið 40
cm. niður í lausan leirian,
komu þeir niður á kistuna, sem
var úr ljósri furu. í henni lá
lík Hall, sveipað bandaríska
fánanum. Paddock hafði tekið
með sér miargskonar krufningar
tæki, lyf og vökva-til að rann-
sa'ka líkið á staðnum.
Líkið hafði varðveitzt vel,
því að það var ís í kistunni.
Innyflin voru þó svo skemmd
að þau gátu ekki gefið neinar
vísbendingar. í staðinn tók
Paddock sýnishorn af hárj og
nöglum Hall.
Þegar Paddock kom aftur til
Bandaríkjanna, sendi hann
sýnishornin til D. M. Lucas
nokkurs, sérfræðings í Kaaa-
da. Neglumar gætu verið sér-
lega þýðingarmiklar, því eitrið
sem var í hugum vísindamann-
anna, nefnilega arsenik — kem
ur fram í þeim. Neglur vaxa
venjulega einn tíunda úr milli-
metra á sólarhring, og því var
möguleiki á að sjá, hversu
lengi Hall hefði tekið arsenik,
áður en hancn dó.
Dr. Lucas tók nú tæknina í
þjónustu sína og notaði geisla
til að efnagreina neglurnar og
í Ijós kom, að Hall hafði feng
ið -arsenik í mjög stórum
skömmtum. síðustu tvær vik-
urnar, sem hann lifði, og það
dró hann til dauða.
Þá telja vísindamenairnir
sennilegt, að Hall hafi verið
gefið meðal nokkurt, sem að
vísu inniheldur arsenik, en
bætt hafi verið talsverðu af
eitrinu í viðbót í meðalið handa
honum. Þetta er aðeins getgáta
þeirra, en þeir eru vissir um.
að Hall hafi verið myrtur.
En leyndardómurinn um,
hvernig glæpurinn var framinn,
er enn og verður grafinn i
N or ðurpóls-ísnum.
Charles Francis Hall. Myrtur á
um fyrir 100 árum.
ísiw.
[FISÖMiíSlKDa
SAFNARINN
-U'U-UN/WU'v.
COLLECT BRITISH STAMPS.
Stanley Gibbons Ltd„
391 Strand, London WC2R
OLX. 1970. 6. útgáfa. £.4.6d.
Bezta sönnun fyrir hinum
geysilegu vinsældum þessa
bæklings sem nú hefur komið
út í 6 útg., er að af honum
eru seld yfir hálf milljón ein-
taka. Stanley Gibbons kalla
bókina „Checklist of the
starnps of Great Britain“. sem
er réttnefni, þar sem eigandan-
um. er gefið tækifæri til að
merkja við hvert einstakt
merki, sem gefið hef.ur verið
út notað og ónotað, hvort hann
á það.
Bókin er nú vandlega endur
skoðuð og færð upp tii dagsins
í dag, þar sem teknar eru líka
með eyjamar Guernsey og Jer-
sey og er nú orðin 80 blaðsíð-
ur að stærð, þrátt fyrir hið
lága verð og vandaða litprenl
un kápunnar.
Það sýnir líka ekki síður
hversu mikil aukning hefur orð
ið á söfnun brezkra frímerkja.
hversu vel bókin selst. Segja
má, að hver sá sem safnar frí-
merkjum frá Bretlandi, ÞURFi
að eiga þessa bók.
Það mun ekki hafa farið
framhjá mörgum. sem heim-
sótu sýninguna „Heimilið —
Veröld innan veggja*', að
Landssamband íslenzkra frí-
merkjasafnara hafði látið gera
bækling tii dreyfingar handa
sýningargestum og kyaningar
á Landssambandinu.
í bæklingi þessum er rakin
saga Landssambandsins í stuttu
máli og það helzta. sem það
hefur látið af sér leiða.
Þá eru raktar staðreyndir
úr íslenzkri póstsögu og,
hvernig íslenzkri frimerkjaút-'
gáfu hefur verið hagað.
Auk þess er svo titilblað, aug
lýsingar og eyðublað til að,
sækja um upptöku í klúbba þá
sem tengdir eru Landssamband
inu. Má segja að þarna sé kom-,
ið fyrir nokkuð góðum fróðleik;
á litlum 6 blöðung, enda gekk
upplagið til þurrðar. Bæklingn
um lýkur með þessum orðum,
sem við '/iljum gjarna gera að
okkar' Frímerkið ávallt vel.
Hálfan sentimetra frá brún um
slags í efra horni hægra megin.
Sigurðui- H. Þorsteinsson.