Tíminn - 21.10.1970, Síða 6
$
TIMINN
MIÐVIKUDAGUR 21. október 1970
Anna Matthíasdóttir.
" bifreida
stjórar
BARÐINNHF.
ÁRMOLA 7. REYKJAVlK. SÍMI 30501.
alfaraleiðar þeirra tíma, að
fólkið fagnaði gesti setn að
garði bar,
Dálítið var um það, að út-
róðrarmenn komu á vorin os
höfðu aðsetur í Grimsey, eins
og öðrum var beim vel tekið
og dvöl þeiirra gerði lífsmynd-
ina breytilegri.
Annars er b.iargræðistimi
Grímseyinga, vorið og sumar-
ið, annasamur og störfin fjöl
breytt.
Ég hef áður minnzt á það
hve heilsa mín var veil og ég
þess vegna ekki bjaxtsýn á
framtíðina. — Ég var kirtla-
veikt barn, sílasin gelgjuleg-
ur unglingur, fölleit ung
stúlka, sem aldrei vissi hvort
ég kæmist i skóia eða vinnu
frá degi til dags.
Um 16 ára aldur fór ég að
heiman til kunningjafólks for-
eldra minna og ætlaði að
reyna að vinna fyrir mér og
sjá mig um í heiminum. Eftir
nokkrar vikur lagðist ég í rúm
ið og var flutt á spitala. Spít-
alalegan varð sex mánuðir, var
ráðgert að ég færi á Vífils-
staðahælj en af þvi varð bó
ekki, því áðúr en pláss feng-
ist var ég álitin nægilega frísk
til þeimferðar.
Ég fór til náms í kennara-
s'feólann, en gat þó ekki
treyst heilsu minni. Það fór
lífea svo, að ég lagðist í rúm-
ið, er ég átti ólokið prófi í
nokkrum námsgreinum og
varð að láta allt bíða næsta
vors. Sú bið olli mér sárum
vonbrigðum.
Fyrst eftir prófið byrjaði ég
að fást við kennslu, en fann
fljótt, að vegna vanheilsu
mundi ég ekki fullkomlega
geta annað því starfi, réðst
ég þá í þjónustu landsímans
og hef nú unnið bar nær fjóra
áratugi — þar af sjö ár við
loftskeytastöðina. Eitthvað
féfckst ég jafnframt við
kennslu fyrstu árin.
Ekki var þó útlit fyrir að
ég myndi fá bót á vanheilsu
minni og næstu 25 árin voru
Eitt barna þeirra séra Matt-
híasar Eggertssonar og konu
hans frú Guðnýjar Guðmunds-
dóttur er Anna. Húnn fæddist
í Grímsey 24. ágúst 1905, ólst
upp þar heima og dvaldi fram
á fullorðins ár.
- Ég man vel eftir æskuárun
um heima í Grímsey. Þó hef
ég sjálfsagt ekki notið þess að
vera til í jafn ríkum mæli og
Árið 1895, þegar sól ber
hæst yfir sjónhring íslenzkra
byggða, fluttu norður í Gríms-
ey ung hjón, séra Matthías
Eggertsson og Guðný Guð-
mundsdóttir. Hann hafði þá
fengið veitingu fyrir Miðgarða
prestakalli og þjónaðj þar síð-
an í 42 ár. Þegar þau komu
til eyjarinnar voru þar 25 íbú-
ar, en sú tala tvöfaldaðist í
þeirra tíð.
Vafalaust verður það ýms-
um nútíma kirkjunnar þjón-
um torráðin gáta, hvers vegna
ung presthjón taka sig upp og
flytja norður til Grimseyjar,
nyrztu byggðar sem lítur ís-
lenzfcri lögsögu, og þá ekCd
síður áð dveljast þar í röska
fjóra áratugi.
Séra Matthías Eggertsson,
var bróðursonur þjóðskáldsins
og höfuðklerksins séra Matthi-
asar Jochumsonar og þáði af
honum uppeldi sitt. Ekki er
ólíklegt, að samfara ættaxerfð-
inni frá Skógum í Þorskafirði,
hafi sambandið við frændann
og leiðsögn hans orkað þann-
ig á þennan ljúflynda unga
mann, að hann hafi sem
prestur, kosið að veita sína
þjónustu, einmitt þar sem öðr
um fannst fátt um að búa, en
engu síður þurfti að veita lífcn
og styrk í önn áranna.
Þa séra Matthías og frú
Guðný eignuðust 14 börn. Af
þeim komust 11 til fullorðins
ára.
Á því leilcur varila vafi, að .
saga þeirra Grímseyjarpxesb
hjóna, er ein þeirra hetju-
sagna, sem vafin er dulúð og
lítt hefur verið á lofti haldið.
En á þvílíkum stað sem Gríms
ey er, geta tvær samhentar yf-
irburðamanneksjur skapað
byggðinni örlög.
Þau hjón urðu leiðtogar
þessa fámenna samfélags.
Hann „einlægur, grandvar og
góðviljaður“. Hún „gædd
undraverðum hæfileikum til
að hjúkra. Þegar hún birtist í
dyrunum, var eins og kvíða og
áhyggjum væri svipt burt“.
ÞAÐ ER EKKI
RÉTTU LEIÐINA
önnur börn, því allt frá
bernsku var ég mjög heilsu-
veil og gat þess vegna ekki
fylgzt fullkomlega með, hvorki
í leik né starfi. En ég gat set-
ið og notið þeirra náttúru-
töfra, sem byggðin mín hefur
að bjóða, þegar blítt lætur.
Mér eru ógleymanlegar hin-
ar síbjörtu sólnætur. Þegar óra
vídd hafsins blikar undir mið-
nætursól, og hrærist ekki
meira en lygnt háfjallavatn.
Kyrrðin og friðurinr er undur
samlegt. í landsýn risu fjöllin
eins og snjóhvítir pýramidar
upp frá hafinu.
Þegar ég var sjö ára gömul
fékk ég í fyrsta skipti að fara
til lands. Ég bað mömmu að
vekja mig, þegar við kæmum
að fjöllunum. Hún gerði það.
„Nei, ég vil ekki þessi fjöll,
heldur fjöllin, sem við sjáum
að heiman".
Kolmórauðir lækir runnu
niður gráar og grýttar hlíðar.
Ennþá er ég ekki fullsátt við
þessa fyrstu nærmynd fjall-
anna, sem vitund mín skynj-
aði.
Veturinn var þungbúinn, oft
hvítur og kaldur, stundum
dimmur, tröilslegur og ógn-
andi. Þá gat orðið þröngt í
búi á stóru heimilL En móðir
mín kvartaði aldrei, þótt kost-
urinn væri oft fábreytilegur,
þegar ísinn hafði umkringt eyj-
una, svo hvorki varð komizt til
lands né út til miða.
Foreldrar mínir og eins við
börnin, voru virkir þátttakend
ur í lífi eyjaskeggja, hvort sem
vel gekfc ellegar móti blés. Ég
held að ekki sé fjarri lagi að
líkja GrLmseyingum þeirra
tíma við eina stóra fjölskyldu,
sem þoldi súrt og sætt saman.
Ég veit ekki hvort við höf-
um nokkurn tíma hugsað þá
hugsun til enda að við vorum
á eyju. Félagslífið var gott,
bóbasafn og skóli, svo nóg var
um að hugsa og við að vera.
Auðvitað fannst okkur það há-
tíð, þegar fólk kom úr landi,
en var það ekki svo í hverri
íslenztori byggð, sem lá utan