Morgunblaðið - 16.06.2005, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 16.06.2005, Blaðsíða 6
6 TÍSKA SYLVÍA NÓTT Loksins! Loksins! Hvítur er aftur orðinn að tískulit! Þó svo að dökk föt dragi í sig sólarljós og þar með einnig hita þá skulum við reyna að vera ekki örvæntingarfull í sumar. Verum frekar bjartsýn og klæð- umst hvítu, enda er þessi hlutlausi litur orðinn allsráðandi í búð- unum í dag. Hvítu gallabuxurnar, sem við áttum kannski ekki öll von á strax aftur, fást nú í nánast hverri einustu búð í bænum. Síðar, stuttar, þröngar eða níðþröngar, allt eftir smekk hvers og eins. Hvít- ir kjólar, toppar, jakkar eða sokk- ar, allt gengur þetta við aðra tískuliti sumarsins, hvort sem þeir kallast skærir litir eða brúnir saf- arílitir (sem eru einmitt svo áber- andi í dag). Sama hvort litið er á karlmanns- eða kvenmannstísk- una þá er þessi litur hreinleikans greinilega málið í sumar. Smekkbuxur Nýjasta trendið í dag er einhvers konar ný tegund smekkbuxna. Hönnuðurinn Emma Cook er ein þeirra sem hafa tekið ástfóstri við þessar buxur og fengust þær í Lakkrísbúðinni fyrir ekki svo löngu síðan. Einnig er hægt að nálgast aðra útgáfu af þeim í versluninni Trilogíu á Laugaveg- inum en þar hefur Edda Ívars- dóttir gert sína útgáfu af bux- unum góðu. Glamúrinn og blúndurnar eru á undanhaldi en ef marka má hönn- uðinn Bernhard Willhelm þá virð- ist sem gullæðið sé loksins að fær- ast yfir á strákana. Við stelpurnar förum þá bara að klæðast mattari litum en áður en jafnframt ljósum. Smartheit á strákana Eins og svo oft áður virðist það vera frekar erfitt fyrir stráka að finna sér eitthvað skemmtilegt og spennandi að klæðast. Á meðan við stelpurnar þökkum fyrir að hafa fæðst með réttu litningana þurfa strákarnir að glíma við frek- ar fábreytt úrval af fatnaði. Ekki veit ég hvernig Lúðvík 14. mundi leysa þetta vandamál væri hann á lífi í dag en það má alltaf reyna að finna eitthvað spennandi á „second hand“ stöðunum ásamt því að kíkja í Kron eða Lakkrísbúð- ina ef kjarkurinn er til staðar. Við Íslendingar eigum að þykja svaka „hipp og kúl“ en það virðist vera öllu erfiðara fyrir strákana að fylgja smartheitunum eftir. Grein- arhöfundur bíður spenntur eftir því að fleiri strákar fari að fatta „tereline“-skrifstofubuxurnar sem voru í tísku fyrir um 20 árum síðan, með fellingunum að fram- an. Það er hægt að klæðast hvers kyns skóm við þessar buxur og ekki er ónýtt að bretta þær örlítið upp. Buxurnar eru oftast úr frekar léttu jakkafataefni þannig að þær eru alveg tilvaldar sem sum- arbuxur. Svo nú er bara að kíkja inn í geymslu á gömlu fötin hans pabba og finna buxurnar. Þær koma skemmtilega á óvart! Til að reyna að gleðja karlpening- inn hér á klakanum vil ég benda á vefsíðuna www.aloharag.com þar sem meðal annars er hægt að finna mjög flotta skó frá Bern- hard Willhelm ásamt fjölda ann- arra hönnuða fyrir stráka og stelpur. 1 2 3 SUMARTÍSKAN HVÍTUR ER LITUR SUMARSINS 4 1. Chloe Sevigny fylgir alltaf nýjustu straum- unum. Komin í hvítt í byrjun sumarsins. 2. Svart á hvítu. Sokkar úr Sautján Diesel 1.990 kr. 3. Hvítur kjóll úr Trilog- iu. Spijkers en spijkers 23.900 kr. Hálsmen 14.900 kr. 4. Þessa skó er hægt að nálgast á vefsíðunni www.aloharag.com. Stelpur eru fokkin tíkur! Það er eitt af því sem ég er búin að læra í skóla lífs- ins!?? Sérstaklega íslenskar stelpur. OMG talandi um sveitalúða!! Rólegar að hafa engan sens fyrir mannlegum samskiptum, baktalandi beljur! OG ef þið vissuð það ekki þá vilja strákar hreinskilni og inner bjútí skiluru!! En það er samt ekki nóg, þið sem haldið að þið hafið þetta, þá verðið þið líka að „look the part“. Afhverju eruð þið svona miklir retardar að klæða ykkur í ógeðs föt!?? Það er svoldið til sem heitir Prada og GUCCI!! Ég er komin með upp í kok af pípandi gelgjum í Bónusbolum!! Ef ykkur langar til að tróna á toppnum á töffness fjallinu og skína yfir eilífðina þá gætuð þið t.d. tekið mig til fyrirmyndar! Ég er ALLTAF í tísku, rjóma tískunnar skiluru!? Ég vil aðeins það besta í öllu, ég hef sjálfs- virðingu, annað en þið! Ég er að tala um frú „oh.. skóli skiptir svo miklu máli að ég ætla bara ekkert að bera á mig brúnkukrem eða fara í brazilian vax og bara mygla í þunglyndi í fokkin háskólanum“, og skilja svo ekkert í því afhverju þær eiga ekki töffaðan kær- asta og eru ekki með módelsamning eða fanclub og eru svo ekkert nema öfundsýkin og svitalykt! Og já! Eruð þið ekki enn búnar að fatta að deo- dorant er ekki ilmvatn! Það á að fara undir hendurnar!!! Eða ó, nei, sorry það kemst ekkert undir hendurnar á ykkur af því að þið eruð með einn þriðja af Alabama-frumskóginum þar! Stelpur! ONE advice… nothing is less! – get the point þið þarna „no faces“!? (af því þið málið ykkur ekki einu sinni, sluts). Sjáumst! ...nei ég meina þið sjáið mig – by now you should know why skiluru. I am it – you is NOT! Silvía Night! TÍKUR! DAGBÓK SILVÍU NÆTUR 5 Eruð þið ekki enn búnar að fatta að deodorant er ekki ilmvatn! Það á að fara undir hendurnar!!! Texti Eygló Margrét Lárusdóttir 5. Sylvía Nótt leyfir ekki prófarkalestur

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.