Morgunblaðið - 16.06.2005, Blaðsíða 31

Morgunblaðið - 16.06.2005, Blaðsíða 31
Hvernig hefurðu það? Ég hef það alveg unaðslegt um þessar mundir. Af hverju Keflavík? Af því að ég fæddist þar, og ég elska mitt nánasta umhverfi. Hver er besti tónlistarmaðurinn? Erfið spurning, það koma margir til greina. Ray Charles, Jimi Hendrix, Þórir Baldursson og fleiri og fleiri. Hvaða persónu lítur þú mest upp til? Jesú, Elvis, Lennon, Ghandi og Guðsins í sjálfum mér. Hver er uppáhaldsdrykkurinn þinn? Vatn, Guinness og Malt whiskey. Dagurinn þegar allt fór í vitleysu var þegar… Ég var á leið að spila, lenti í rann- sókn, fór í hjartaaðgerð í beinu framhaldi og endurhæfingu, sem reyndist svo dulbúin gæfa þegar allt var yfirstaðið. Kannski var þetta ekki nein vitleysa! Hvað er ást? Mikil vinna og unaðslegt verkefni fyrir lífstíð. Hverjir eru kostir þínir? Umburðarlyndi, heiðarleiki, kær- leiksríki, gjafmildi og hógværð í þokkalegu jafnvægi. En gallar? Fljótfær, hjólbeinóttur og hjarta- gallaður frá fæðingu. Hvað er það besta sem þú veist? Að geta glatt aðra og vera elsk- aður og virtur af mínum nánustu og verulega langt út fyrir það. Hvernig er að eldast? Algjör unaður. Maður öðlast meiri dýpt og skilning á öllu sem skiptir máli (það er málið). Hvaða eiginleika kanntu best að meta í fari fólks? Heiðarleika, skopskyn, hrein- skipti, dug, fallegt og heilsteypt bros, jákvæðni. Hvað líkar þér verst? Óheiðarleiki, húmorsleysi, hræsni, leti, falskt bros og neikvæðni. Hvað er fullkomin hamingja? Að vera sáttur við sjálfan sig og verkin sem maður skilur eftir sig og bera djúpa virðingu fyrir Móð- ur Jörð. Hvað óttastu mest? Ófrið og stríðsástand og allan við- bjóðinn og hryllinginn sem fylgir því. Hvað er ofmetið? Skoðanakannanir. Hver er fallegasta konan? Konan mín og svo nokkrar kyn- bombur eins og Marilyn, Kim og Birgitta. Súrt eða sætt? Súrt og sætt í góðu jafnvægi. Svart eða hvítt? Svart og hvítt eru alveg frábærir litir. Ég er meira fyrir svart en er hrifinn af hvítum hröfnum. Hvað ráðleggur þú ungu fólki í dag? Að vera heiðarleg, skapandi, hafa reglu á óreglunni og ná góðu jafnvægi. Hvað er tónlist? Töfrar, ljúfsárir töfrar sem snerta allt tilfinningarófið og bregðast manni aldrei. HVÍTIR HRAFNAR RÚNAR JÚLÍUSSON En gallar? Fljótfær, hjólbeinóttur og hjartagallaður frá fæðingu 31 SPURT OG SVARAÐ Mynd Helgi Snær

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.