Morgunblaðið - 16.06.2005, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 16.06.2005, Blaðsíða 17
17 VIÐTALIÐ Ingvar Helgi Kristjánsson Ingvar Helgi Kristjánsson er for- maður Brettafélags Reykjavíkur, sem stofnað var í kringum þá sem stunda hjólabretti. Félagið sem leit fyrst dagsins ljós árið 1996 er ekki umfangsmikið í rekstri og frekar óformlegt í flesta staði að sögn formannsins sem gegnt hef- ur embættinu í tvö ár. Ingvar sér m.a. um daglegan rekstur Skeit- parksins í Héðinshúsinu og að skipuleggja mót sem haldin eru nokkrum sinnum á ári. „Það er mikið að gerast í þessum bransa í dag; sumt gott en annað mjög vanhugsað,“ segir Ingvar og bætir við að opnun Skeitparksins í Héð- inshúsinu hafi verið hápunkturinn í brettamenningunni það sem af er þessu ári. „Skeitparkið var opn- að fyrir tveimur og hálfu ári en var einungis starfrækt í eitt ár áð- ur en því var lokað af öryggis- ástæðum. Ári eftir lokunina, í mars á þessu ári, þegar talsverðar endurbætur höfðu verið gerðar á húsnæðinu var parkið opnað aft- ur. Aðstaðan í Héðinshúsinu skipt- ir okkur miklu máli, enda veð- urfarið frekar ótraust fyrir hjólabrettaiðkun.“ Hvernig fjármagnið þið rekst- urinn? „Með fjárframlögum og styrkjum; en fjármagnið er lítið. Ég get nefnt fyrirtæki eins og verslunina Brim og Orkuveituna sem hafa styrkt okkur dyggilega. Svo borg- ar ÍTR leiguna í Héðinshúsinu sem hefur mikið að segja.“ Nú virðast ramp-pallar spretta upp eins og gorkúlur víða um landið, er það ekki af hinu góða? „Jú, ekki spurning. Það sem er hins vegar sorglegast við þetta allt saman er að mörg sveit- arfélögin tala ekkert við okkur áður en þau eyða mörgum millj- ónum í ramp-palla sem takmark- að er hægt að nota.“ Aðspurður um bæjarfélag sem hefur staðið sig hvað best í stykk- inu nefnir Ingvar Mosfellsbæ sem fékk Troels Jörgensen til að hanna og smíða nýja parkið. Troels Jörgensen Troels tekur undir orð Ingvars og segir að um margt þurfi að hugsa þegar settir eru upp ramp-pallar. „Mikilvægt er að setja upp pall- ana á vönduðum grunni og þess vegna skiptir undirlagið öllu máli. Nauðsynlegt er að steypa undir pallana, en ekki bara skella þeim ofan á ósléttan flöt með fullt af grjóti og holum í,“ segir hann. Troels er reynsluboltinn í hópn- um, ættaður frá Danmörku en á íslenska kærustu. Hann er vinsæll og vel kynntur í Danmörku og er sagður hafa mikil áhrif á íslensku skeitmenninguna þrátt fyrir að hafa einungis búið hér í stuttan tíma. „Ég kom til landsins fyrir tveimur árum og stunda nú nám í grafískri hönnun við Listaháskóla Íslands.“ Troels er mikill brettamaður og hefur stundað sportið í 17 ár og tekið þátt í fjölmörgum keppnum víðsvegar um heiminn. Hann sigr- aði í eldri flokki á síðasta móti sem haldið var í mars á vegum Brims og Brettafélags Reykjavíkur og gefur yngri krökkunum lítið eftir, en allmörg góð ráð. Er mikill munur á aðstæðunum hér og í Danmörku? „Já, töluverður. Aðstæðurnar mættu vera betri hér en við redd- um okkur alltaf, enda hægt að skeita nánast hvar sem er á steypu.“ Hvernig er félagsskapurinn í þessu? „Bara mjög fínn. Þetta er mikið hópsport þar sem lítið er um met- ing og innbyrðis keppni.“ Hvað þarf sigurvegarinn til brunns að bera að mati Troels? „Sá sem sigrar er sá sem hefur mest gaman af þessu og æfir sig mest. Eins einfalt og það hljóm- ar.“ Aðspurður um björtustu vonina liggur ekki á svari hópsins og benda þau öll á Ómar. Ómar „Snake“ Ómarsson Ómar er fimmtán ára en hefur ver- ið á bretti frá unga aldri. Hann er búsettur á Akureyri og en segist nota flest þau tækifæri sem hon- um býðst til að koma suður og skeita með hópnum hér. Ómar hef- ur sigrað í allnokkrum keppnum hér á landi, m.a. í keppninni í mars, sem nefnd er hér að framan, í sín- um aldurshóp eða fimmtán ára og yngri. Ómar tekur ekki undir þá staðhæfingu að hjólabrettaiðkun sé hættulegt sport. „Það halda allir að þetta sé hættulegt en það er bara ekki rétt. Ég held að það séu til dæmis miklu meiri meiðsli í fót- boltanum en í þessu,“ segir hann. En hvernig er aðstaðan fyrir skeit- ara á Akureyri? „Ömurleg, en það er reyndar að koma einhver pallur. En ekkert sem lagt hefur verið neina hugsun í, bara eitthvað staðlað.“ Hvað með stelpur, eru fáar stelpur í þessu? „Já, mun færri en strákarnir og þær mæta t.d. aldrei í neinar keppni eða þannig,“ segir Ómar og Ingibjörg tekur við. Ingibjörg Finnbogadóttir „Ég held þetta sé ekki spurning um að mæta, okkur er ekkert boðið upp á að keppa með strákunum. Ég er reyndar ekki að gera þetta af því ég ætli í atvinnumennsku eða 1 2 1. Ingvar Helgi Kristjánsson 2. Troels Jörgensen Það er mikið að gerast í þessum bransa í dag; sumt gott en annað mjög vanhugsað

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.