Morgunblaðið - 16.06.2005, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 16.06.2005, Blaðsíða 26
26 INNLIT ristín Ninja Guðmunds- dóttir er 22 ára lög- fræðinemi og býr í fal- legri risíbúð við Hverfisgötu. Íbúðina keypti hún sér í október á síðasta ári. Í miðbæ Reykjavík- ur er mikið til af vel varðveittum gömlum húsum og má segja að húsið sem Kristín býr í sé eitt slíkt. Húsið, sem er timburhús klætt bárujárni, var byggt í byrjun 20. aldarinnar en fékk andlitslyft- ingu á tíunda áratugnum. „Þetta er fyrsta íbúðin mín en ég var ekki í nokkrum vafa með hana. Það sem heillaði mig við íbúðina var fyrst og fremst stað- setningin og einnig hversu hátt er til lofts. Svo varð ég strax mjög hrifin af eldhúsinu, sem er stórt og rúmgott. Íbúðin virkaði mjög hlýleg á mig frá byrjun,“ segir Kristín. Hún segir íbúðina mjög hentuga fyrir matarboð. Hún sé dugleg að bjóða vinum og ættingjum í mat og svo sé hún í matarklúbb með bekkjarsystrum sínum sem hittast á miðvikudagskvöldum og elda saman. „Við eldum bara fiskrétti og aðallega upp úr Fisk- bók Hagkaupa. Bókin er frábær í alla staði og erum við nánast búnar að elda okkur í gegnum hana. Hráefnið verslum við svo í fiskbúðinni Vegamótum,“ segir Kristín. Innbúið fékk Kristín svona hér og þar. „Eldhúsborðið og stólana fékk ég í Línunni eftir mikla leit. Allir diskar eru úr Ikea, en ég hef líka verslað talsvert í Kokku. Inn í stofu blanda ég gömlu og nýju, sófa úr Habitat, borði úr Ikea og stólum, sem ég hef látið gera upp og klæða, sem ég fékk frá ömmu og afa.“ Aðspurð um gardínur eða gardínuleysið segist Kristín vilja njóta birtunnar og á meðan hún hafi ekki ennþá fundið flottar gardínur vilji hún bara hafa þetta svona. ,,Ég er reyndar ennþá með jólaseríurnar hangandi í eldhúsinu en það er með ráðum gert því mér finnst svo flott birtan frá þeim á kvöld- in.“ Varðandi staðsetningu íbúðar- innar segist Kristín mikið sækja í nánasta umhverfi og skreppa oft á Vegamót og önnur kaffihús í nágrenninu. ,,Það er æðislegt að búa svona miðsvæðis. Ég er alin upp í vesturbænum og kunni vel við mig þar. Í framtíðinni mun ég eflaust sækja aftur þangað en ég gæti líka vel hugsað mér að kaupa land fyrir utan Reykjavík og byggja þar hús. Ég væri alveg til í að vera nálægt náttúrunni og í barnvænna umhverfi.“ 101 REYKJAVÍK GAMALT Í BLAND VIÐ NÝTT K Ég er reyndar ennþá með jólaseríurnar hangandi í eldhúsinu en það er með ráðum gert því mér finnst svo flott birtan frá þeim á kvöldin Umsjón Kristrún Helga Hafþórsdóttir Texti Elínrós Líndal Myndir Sigurjón Guðjónsson

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.