Morgunblaðið - 16.06.2005, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 16.06.2005, Blaðsíða 8
8 HEILSA SUMARIÐ ER TÍMI... VATNSMELÓNUNNAR Texti Svanbjörg Helena Jónsdóttir Myndir Getty Images HOLL RÁÐ Möguleikar við matreiðslu á vatnsmel- ónum eru óþrjótandi og takmarkast sennilega einungis við okkar eigið ímynd- unarafl. Í sumum löndum eru vatnsmelónufræin ristuð, krydduð og borðuð sem snakk eða mulin niður og notuð í bakstur. Amma var vön að skera melónuna í litla geira og frysta. Síðan fengum við okkur ferska, holla og óviðjafnanlega ömmu- melónu sem sló allt annað sælgæti út. Fyrir þá sem eiga það til að fá bjúg getur vatnsmelónan haft vatnslosandi áhrif. Sneiðið melónuna niður og hafið hana ávallt við höndina þegar hungrið steðjar að. Einnig er mikilvægt að drekka nóg af vatni. Forðist unnar og mikið saltaðar matvörur og stundið hreyfingu af ein- hverju tagi. VATNSMELÓNU GRANITA (fyrir 4) 3 bollar vatnsmelónu puré (maukuð melóna í matvinnsluvél) 1/3 bolli hrásykur ¼ bolli sítrónusafi  Hreinsið fræin/steinana úr melónunni og setjið hana í matvinnsluvél. Gott er að gera þetta í smáskömmtun þar til fengist hafa þrír bollar.  Hitið sítrónusafann og hrásykurinn saman í potti og hrærið vel þar til syk- urinn leysist upp.  Hrærið öllu saman og setjið í fremur grunnt mót eða skál. Setjið mótið í frysti og hrærið í blöndunni á 20 mínútna fresti í 2 klst. Skafið blönduna með ísskeið eða hvaða áhaldi sem þið hafið við höndina og berið fram með ferskum ávöxtum og berjum. Í hverjum skammti eru 116 kcal, 28 g kol- vetni, 1 g prótein, 0,7 g fita, 1 g trefjar, 6 mg sodium. Á sumrin eru vatnsmelónur hvað sætastar, ferskastar og jafnframt ótrúlega góðar. Segja má að vatnsmelónan beri nafn með rentu því um 90% melónunnar er vatn. Þær eru yfirfullar af mikilvægum næringarefnum og vítamínum á borð við A-, C-, B6-, B1- vítamín, potassium, magnesíum og því stór- kostlega efni lycopene (leggið það á minnið). LYCOPENE Er afar öflugt og virkt andoxunarefni sem talið er geta unnið gegn myndun krabba- meinsfrumna. Vatnsmelónur innihalda hvað mest lycopene af allri ávaxta- og grænmet- isflórunni. Lycopene er einnig að finna í þó- nokkrum mæli í rauðum tómötum, en t.d. ekki í gulum (þess ber að geta að tómat- og vatnsmelónuframleiðendum ber ekki saman um hvor afurðin inniheldur meira af Lycopene). Lycopene er einnig að finna í tómatsósum, tómatsafa, guava-ávextinum og bleiku greipaldini. Meðfylgjandi er uppskrift að einstaklega léttum og góðum eftirrétti sem Ítalir kalla „granita“ en Frakkar kalla „granite“. Útkom- an er í ætt við það sem við þekkjum sem „sorbet“. Hægt er að setja hvaða ávexti sem er í stað melónunnar, hugsið þó vandlega um kosti Lycopene áður en þið ákveðið að setja annan ávöxt í stað vatnsmelónunnar. Verum dugleg að borða vatnsmelónur í sum- ar og sjáum líkamanum fyrir nægilega miklu af hinu góða efni lycopene, auk vítamína og steinefna. Segja má að vatnsmelónan beri nafn með rentu því um 90% melónunnar er vatn

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.