Morgunblaðið - 16.06.2005, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - 16.06.2005, Blaðsíða 13
„Það er nú aðallega mest sér- valin gömul tónlist sem er heit á dansgólfinu þessa dagana. Já, ætli það ekki bara. Að minnsta kosti spilum við mikið til þannig tónlist. Þú sérð að þessi lög sem eru í spilun núna, eftir 15-20 ár, hver heldurðu að eigi eftir að blístra þau? Það er ekki hægt! [setur stút á munninn og gerir tilraun til að flauta bassalínuna úr „In the Club“ 50 Cents]. „„Fifty ways to leave your lover“ með Paul Simon, það er hægt að blístra. Mikið stuðlag.“ Að þessu sögðu tekur Jóhannes Bragi Bjarnason, annar helm- ingur plötusnúðadúósins Gullfoss og Geysis, sér drjúgan sopa úr ölglasi sem hvílir á borðinu fyrir framan hann. Við hlið hans situr Reynir Lyngdal, hinn helming- urinn. Við erum stödd í bjórgarði allþekktrar ölkrár í miðbæ Reykjavíkur. Sólin skín á nær- stadda, en meðal þeirra má finna íslenskar rokkstjörnur, list- nema, löndunarmenn og nýbak- aðar mæður sem gefa brjóst og ræða við vinkonur sínar. Svo er hérna ein ólétt stelpa sem dreyp- ir á vatnsglasi. Plötusnúðarnir sitja við borð með samtíningi af vinum og kunningjum sem þekkjast mis- mikið innbyrðis. Nýrakaður sjúkraþjálfi leggur á ráðin um væntanlega glæsilegan kvöld- verð sem hann hyggst bera fram síðar í kvöld. Bróðir hans festir á sig bakpoka og kveður við- stadda, enda bíða hans kona og fimm daga gamalt barn í litlu húsi í vesturbænum. Fyrrverandi flugvirki rúllar sér sígarettu og segir starfsmanni ÍTR frá nýaf- staðinni utanlandsferð („Jo biður að heilsa“). Þarna situr líka síð- hærður Englendingur sem segir fátt, en brosir þeim mun meira og virðist vinalegur náungi. Síðar þetta kvöld munu Gullfoss og Geysir koma sér fyrir aftan við eitthvert borð og spila hress- andi músík fyrir drukkna Íslend- inga og stöku ferðamann. Undir þeirra stefi (sem verður að vera hægt að blístra) munu hjörtu og glös brotna, símar týnast og svo eiga einhverjir eftir að kyssast. En fyrst og síðast verður dansað. Það eru hinsvegar einhverjar klukkustundir í það; nú er tími til að halda heim á leið í steypi- bað. GULLFOSS OG GEYSIR SVIPMYND 1 LÖG SEM HÆGT ER AÐ BLÍSTRA 13 HÉR KEMUR TEXTI. HÉR KEMUR TEXTI. HÉR KEMUR TEXTI. HÉR KEMUR TEXTI. HÉR KEMUR TEXTI. HÉR 2. Nanna eigandi Nine West í Kringlunni ásamt tveimur starfs- mönnum Whistles. 3. Karen Millen, Svava Johansen og Ellý verslunarstjóri versl- unarinnar Karen Millen í Kringlunni. Myndir Árni Torfason Í tengslum við Cool Fashion mátti sjá frægt fólk á hverju strái í Reykjavík. Blaðamenn rákust m.a. á Kar- en Millen í samnefndri verslun í Kringlunni. 2 3 KAREN MILLEN Texti og mynd Haukur Sigurbjörn Magnússon 1. Jóhannes Bragi Bjarnason og Reynir Lyngdal.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.