Morgunblaðið - 16.06.2005, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 16.06.2005, Blaðsíða 22
22 Í KAFFI BANKINN Á miðju gólfinu stendur útigrill. Risavaxið gas- grill. Þessi uppstilling væri ef til vill ekki svo út úr kú í Byko eða á bensínstöð, en við erum stödd inni í hinni fornfrægu bókaverslun Máls og menningar við Laugaveg. Gasgrillið er um- kringt stöndum sem sýna allt frá sniðugum kaffikönnum („Beer – connecting people…“) til ísskápasegla og sparibauka. Og svo er hægt að gera reyfarakaup á… reyfurum. „Búðin um- turnast öll á sumrin, enda fyllist þá bærinn af túristum sem hafa mikinn áhuga á því að kaupa boli með mynd af lundum eða víkingalykla- kippur. Grillið er reyndar hérna í tilefni af mat- reiðslubók sem við erum að kynna þessa dag- ana. Mál og menning er þó fyrst og fremst bókaverslun, eins og sést þegar stigið er úr and- dyrinu.“ Kristján Freyr Halldórsson, bóksali, Hnífsdæl- ingur og trommari, býður í kaffi á þriðju hæð verslunarinnar og segir frá búðinni. Þrátt fyrir að hann sé ugglaust ágætis aðstoðarversl- unarstjóri ber hann með sér að starf fjölmiðla- fulltrúa hentaði honum jafnvel enn betur. Hann er tungulipur að hætti sölumanna og virðist hafa algera yfirsýn yfir starfsemi verslunarinnar. „Búðin verður svolítið eins og tyrkneskur basar á sumrin, bæði hvað varðar vöruúrval og um- ferð. Ferðamenn sækja rosalega hingað yfir sumarið, stundum myndast röð fyrir utan áður en við opnum klukkan níu. Þeir kaupa voða mikið frímerki, lunda og lyklakippur, en Íslend- ingasögurnar og þýddar íslenskar skáldsögur eru líka alltaf vinsælar.“ Hverju mælir Kristján með? Frá svölunum í Máli og menningu sést vel yfir verslunina. Húfuklædd höfuð goretexklæddra ferðamanna stinga nokkuð í stúf við föstudags- sólina sem úti skín, en stuttbuxur innfæddra og pils eru svo sem ekki í takt við hitastigið heldur. Allt jafnast út á endanum, einhvern veginn. „Að túristavörunum undanskildum eru kilj- urnar helsta söluvaran yfir sumartímann, það hefur orðið mikill og ánægjulegur skurkur í þeim útgáfumálum upp á síðkastið,“ segir Krist- ján og bendir á borð sem á hvíla ódýrar útgáfur af um hálfsársgömlum jólabókunum. Þarna liggja þau Bragi, Auja, Eiríkur og Stefán og bíða átekta í sumarbústaðnum eða úti á palli. Krist- ján þekkir eins og áður sagði búðina eins og handarbakið á sér og tekur vel í að segja frá vörum sem minna fer fyrir en Arnaldi og Rowl- ing. Söngur Riddarans: Sungin ljóð Páls Ólafssonar – Ragnheiður Ólafsdóttir og Þórarinn Hjartarson „Þessi plata kom út fyrir þremur eða fjórum ár- um og fór heldur lágt. Við settum hana á fón- inn af rælni og höfðum gaman af; þegar fólk heyrði hana hljóma hérna byrjaði hún að rjúka út. Platan er enda frábær. Síðan þá hefur hún selst jafnt og þétt í krafti umtals og orðspors – um þessar mundir selst hún hérna svipað og Mugison.“ 90 sýni úr minni mínu – Halldóra Kristín Thoroddsen „Þessi bók samanstendur af skemmtilegum litlum sögum og er algjör unaður. Ég hló mig máttlausan,“ segir Kristján og les upphátt úr henni prósa um konu sem krunkar á svölum menntamálaráðuneytisins. Sá lofar góðu. Culinaria-bækurnar (t.d. Italy – Spain – Greece) „Þrátt fyrir að Culinaria-bækurnar snúi fyrst og fremst að matargerð má eins skoða þær sem ljósmyndabækur, uppsláttarrit eða jafnvel ferðahandbækur. Farið er í matargerðarlist til- tekinna landa af mikilli nákvæmni, eftir hér- öðum, hráefni o.fl., á litríkan og skemmtilegan hátt. Bækur úr þessari seríu er alltaf gaman að skoða.“ Comrade Rockstar – Reggie Nadelson „Þessa kilju lánaði Óttarr Proppé mér á dög- unum. Hún fjallar um Bandaríkjamanninn Dean Reed, sem var á sínum tíma skærasta rokk- stjarna Sovétríkjanna, og sovéska rokkmenn- ingu almennt. Virkilega áhugaverð bók.“ Kind „Já, ég mæli með kindum þessa dagana. Mér þykir forskotið sem lundarnir hafa haft á þær í bola- og bangsasölu vera ósanngjarnt. Kindur eru þjóðlegar og skemmtilegar; hér er hægt að fá kindaboli, -bolla, -lyklakippur og jafnvel der- húfur. Ég spái því að kindin komi sterkar inn í sumar, líkt og ullarpeysan.“ Í KAFFI HJÁ KRISTJÁNI Í MÁLI OG MENNINGU Rúnar Már Sigurvinsson er 23 ára Keflvíkingur sem er á leið- inni í nám við Háskólann í Reykjavík næsta haust. Tölu- verður kostnaður fylgir því að hefja háskólanám auk þess sem Rúnar gerir ráð fyrir því að flytjast búferlum til Reykjavíkur. „Þetta er frekar dýrt þegar litið er á heildarpakkann. Skóla- gjöldin sjálf eru minnsti hlutinn í raun, allar bækurnar og nátt- úrulega reksturinn á manni sjálfum tekur sinn toll. Og ekki má gleyma því að ég þarf sennilega að kaupa mér nýja tölvu,“ segir Rúnar. Eftir að hafa búið í leigu- húsnæði síðasta vetur hefur Rúnar ákveðið að söðla um og reyna að kaupa sér íbúð sjálfur. „Maður sér þetta eftir að hafa verið í leiguhúsnæði í smá tíma að maður er í raun að henda peningunum. Maður ætti frekar að vera að borga upp í lán frekar en í leigu enda er miklu skemmtilegra að borga þegar maður veit að maður eignast íbúðina.“ Eftir smá eftirgrennslan kemur í ljós að Rúnar hefur dreymt um að kaupa sér íbúð en aldrei nennt að fara í bankann og fá upplýsingar. Þegar kemur að tölum, vaxtaprósentum og svo framvegis er oft erfitt að klóra sig í gegnum þennan frumskóg. Málið hefur því boðið Rúnari að koma í viðtal hjá fjár- málaráðgjafa á vegum Lands- bankans þar sem þeir munu finna út í sameiningu bestu lausnina fyrir Rúnar. Fylgist með í næsta blaði hvernig Rúnari tekst að stokka upp sín fjármál og ef þig vantar aðstoð þá get- ur þú sent póst á malid@mbl.is og fengið aðstoð Landsbank- ans. YFIRSTÍGÐU BANKAFÓBÍUNA Texti Haukur Sigurbjörn Magnússon Mynd Sigurður Jökull

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.