Morgunblaðið - 16.06.2005, Blaðsíða 29

Morgunblaðið - 16.06.2005, Blaðsíða 29
arnar vorið 2004 stóðu yfir opnaði hún 12 þeirra sem ku vera met í bókum þeirra sem eru að telja. Andlit hennar mun prýða her- ferðir Lancôme frá og með næsta vetri í Evr- ópu og Ameríkumarkaður fylgir í upphafi næsta árs. Meðal fyrstu verkefna innan samn- ingsins er kynning á nýju ilmvatni undir nafni Lancôme og þegar er ljóst að þegar því verður hleypt af stokkunum verður um að ræða einn helsta viðburðinn í þessum geira í ár. Carmen Kass Sem fyrr sagði er Carmen Kass reynsluboltinn í genginu og lítur á sig í dag sem ömmuna í hópnum. Það kann að hljóma sérkennilega að 26 ára kona skuli sjá sig sem ömmu, en fyr- irsætubransinn leyfir aðeins örfáum útvöldum að vera með svo árum skipti. Carmen hefur verið í fremstu röð síðan hún var 19 ára og telst enn til súpermódela svo hún má vel við una – og gerir það. Hún skaust á stjörnuhimin þegar tískuhús Christian Dior kaus að nota hana sem andlit auglýsingaherferðarinnar kringum ilmvatnið J’Adore – tímaritahaukar muna eflaust myndina af henni þar sem hún stendur djúpt í gylltum vökva, gullinförðuð sjálf hið sama. Strax á 14. aldursári var fegurð Carmen Kass farin að koma henni áleiðis í lífinu. Þá hreppti hún titilinn Ungfrú Paide – sem er heimabær hennar, rétt utan við Tallinn – og móðir henn- ar hugði gott til glóðarinnar að koma stúlk- unni í keppnina um Ungfrú Eistland. Carmen hafði takmarkaðan áhuga á slíku, en sá í því tækifæri á að komast burt frá Paide. Ekki ein- asta var lífið þar daufleg vist og fátt um skemmtanir fyrir táninga, heldur bjó Carmen ásamt nóður sinni og systkinum í varasömu hverfi; hvenær sem hún þurfti út að erindast lét hún börnin hafa vasahnífa og breiddi teppi yfir þau með þeim orðum að vera þar kyrr uns hún kæmi aftur. Yrði brotist inn með- an hún væri frá skyldu þau ekki hreyfa sig nema einhver kippti af þeim teppinu – þá skyldu þau nota hnífana! En öll plön mæðgn- anna um Ungfrú Eistland breyttust hinsvegar þegar ítalskur útsendari (e. scout) kom auga á Carmen í stórmarkaði í Tallinn og vildi fá hana í myndatökur í Mílanó. Carmen leist vel á en móðirinn var á öðru máli; daman skyldi ein- beita sér að undirbúningi fyrir atlöguna að titli fegurðardrottningar Eistlands. Þar með leit út fyrir að fyrirsætuferillinn yrði enginn, því mamman harðneitaði að skrifa sem for- ráðamaður undir skjal sem leyfði henni að fara svo ung utan. En Carmen var ákveðin í að komast til Ítalíu og falsaði undirskrift mömmu sinnar á plöggin og komst þannig í 3 mánaða reynsludvöl í Mílanó. Sú reynsla reyndist hins vegar heldur ömurleg fyrir 14 ára stúlku sem talaði ekki orð í ítölsku, þekkti engan og átti þaðan af síður nokkra vini. Þegar hún hugðist svo halda heim var ítalski umboðsmaðurinn hennar því ósamþykkur og neitaði að láta af hendi vegabréfið hennar. Carmen átti hins- vegar vasahnífinn góða enn í fórum sínum og hótaði að slægja steinilostinn umbann sem af- henti henni passann undireins. Að svo búnu fór hún heim og sinnti þar fyrirsætustörfum uns hún var orðin 18 ára. Þá vogaði hún sér loks aftur út fyrir landsteinana og hélt til Par- ísar, og í þetta sinn fór ferillinn á flug. For- síðumyndir af henni tóku að birtast hver á fætur annarri og í kjölfarið varð hún ein vin- sælasta tískusýningardaman. Í dag er vart til sá hátískuhönnuður sem hefur ekki ráðið Carmen Kass nokkrum sinnum á pallinn í þeirri von að fötin seljist. Í viðbót við marg- vísleg fyrirsætustörf er hún einn talsmanna snyrtivöruverslanakeðjunnar Sephora. Frí- stundir hennar fara í líkamsrækt, hesta- mennsku og svo elskar hún að grufla í skák – og kvað vera feikisterkur skákmaður – og hef- ur hún náð miklum árangri á heimaslóðum sem kynningarfulltrúi fyrir Skáksamband Eist- lands. Hvað sem bollaleggingum í þá átt að ferill Carmen Kass fari að styttast í annan end- ann þá eru annir hennar í dag slíkar að þrjár umboðsskrifstofur þarf til að halda utan um verkefni hennar, eina í París, eina í London og loks eina í New York. Natalia Vodianova Önnur fegurðardís frá Austurblokkinni, sem kynnst hefur kringumstæðum býsna frá- brugðnum glaumnum og glamúrnum í höf- uðborgum hátískunnar, er hin rússneska Nat- alia Vodianova. Uppeldisaðstæður hennar voru jafnvel enn knappari en hjá Carmen, stöllu hennar. Enda er það ekki að undra að yfirlýst markmið hennar sem ofurfyrirsæta er ekki velgengnin og framinn per se – heldur er fyrirsætustarfið aðeins leið til að tryggja sér, móður sinni og tveimur hálfsystrum hennar sómasamlega afkomu. Það hefur henni tekist, svo ekki sé meira sagt. Þegar Natalia var ekki nema 11 ára varði hún dögum sínum í að selja ávexti á útimörkuðum í heimaborg sinni, Gorkíj. Uppúr því harki höfðust krónur og aurar sem gengu til heim- ilisins, en misvel gekk að nýta peningana því mamma hennar hafði ólukkans lag á því að leggja lag sitt við drullusokka sem voru ýmist ofbeldismenn, þjófar eða hvorttveggja. Heim- ilislífið var því jafnan í járnum og ekki það at- hvarf frá slítandi starfinu á markaðnum sem heimilið hefði átt að vera fyrir mjóslegna og pasturslitla táningsstúlku. Ávaxtasölunni sinnti hún uns hún var 15 ára, en þá hafði hún fengið pata af því að stúlkur úr ólíklegustu þjóðfélagsstigum gætu fengið skikkanleg laun fyrir fyrirsætustörf – sem henni fannst varla geta kallast vinna; að láta taka myndir af sér hljómaði ólíkt betur en hallærið sem æska hennar hafði verið. Natalia safnaði því nægilega mörgum rúblum til að skrá sig á fyrirsætunámskeið og þar lærði hún grund- vallaratriði í líkamsburði og framkomu. Í kjöl- far námskeiðsins bauðst henni að fara í nokk- ur viðtöl vegna fyrirsætuverkefna og við eitt slíkt tækifæri tóku heilladísirnar af skarið og splæstu á hana stóra tækifærinu. Útsendari frá París kom auga á hana og hafði það ekki af henni. Í framhaldinu gengu hlutirnir fyrir sig á methraða, áður en hún vissi af var hún farin að sinna forsíðumyndatökum jafnt sem tískusýningum. Í dag er Natalia Vodianova 23 ára en er þegar með fjögurra ára reynslu af lífinu í hringiðu hátískunnar. Eins og það sé ekki nóg þá hefur hún gifst og stofnað fjölskyldu meðfram öðr- um skyldustörfum. Sá lukkulegi heitir Justin Portman og er enskur milljarðaerfingi og eiga þau saman soninn Lucas. Staðfesta hennar og vilji í þá átt að láta hlutina ganga upp hafa gert henni kleift að halda fyrirsætustörfunum áfram í takt við hlutverk móður og eiginkonu. Hitt er annað mál að ríkidæmi eiginmannsins er slíkt að hún þarf ekki að vinna frekar en hún vill – en fyrir okkur sem fylgjumst með tískunni virðist hún blessunarlega hafa af því gaman ennþá svo vonandi fáum við að njóta nærveru hennar á blaðsíðum tímaritanna enn um sinn. Að sama skapi er vonandi að upp- sprettuna í austurhluta Evrópu þrjóti ekki töfrana heldur færi okkur áfram fylkingar fagurra fljóða. 21 Þetta þykja veigamikil ummæli frá honum komin en alþekkt er það álit hans að fyrirsætum láti flest betur en að hugsa rökrétt 1. Natalia Vodianova 2. Carmen Kass 29 LÍFIÐ & STÍLLINN

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.