Morgunblaðið - 16.06.2005, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 16.06.2005, Blaðsíða 10
10 TÓNLIST ei, þetta er lygi. Þær gera það ekki. Skipta engu máli, þó margar séu fín- ar, aðrar frábærar og sumar hund- ömurlegar (og þegar ákveðin lög setjast á heil- ann eins og leðurblökur og gera sitt besta, sjúga úr manni sálina til lengri eða skemmri tíma er jafnvel hægt að trúa á tilvist hins illa). Eða kannski er of hart að halda því fram. Tón- list og þá um leið hljómsveitir, tónlistarmenn, tónskáld og textahöfundar eiga stóran þátt í því að móta umhverfi okkar og andlegt ástand, jafnvel viðhorf og afstöðu í einhverjum tilfellum. Og rétt eins og með aðrar afurðir samfélagsins má fá ágæta hugmynd um hvar það er statt og hvert það stefnir með því að glöggva sig á henni (kannski sérstaklega því sem nýtur mestrar almennrar hylli tiltekna stund, þó það sé svo sem engin regla). Tónlist er bæði mikilvæg og ekki mikilvæg, það er engin lygi (og að auki áhættulaus fullyrðing sem engin leið er að hrekja). Höldum okkur við það. En nóg um tónlist. Aðrir miðlar (útvarp?) sinna þeim málaflokki af miklum sóma hér á landi. Tölum frekar um Dáðadrengi, fyrrverandi Ís- landsmeistara í tónlist og núverandi tökubörn. Eða jafnvel bara við þá? Þeir eru um þessar mundir staddir í hljóðveri að berja frumburð sinn þungum smiðshöggum, enda stakir full- komnunarsinnar þar á ferð, hugsanlega vilja þeir taka hlé frá barsmíðunum til þess að upp- lýsa lesendur Málsins hvernig þeir eigi eftir að hljóma í partíum 21. aldarinnar. Geimurinn Klukkan nálgast ellefu um kvöld eftir fallegan en viðburðasnauðan miðvikudag og hið ljós- hærða verslunarskólagoð Atli Dáðadrengur, einn af sex, lóðsar okkur bílstjórann gegnum farsíma að upptökuveri hljómsveitarinnar (hvers staðsetningu er því miður ekki heimilt að gefa upp, enda hafa þeir komið sér upp dá- góðu safni af hágæða svuntuþeysum sem geta líkt eftir öllum þeim hljóðum sem mannseyrað nemur og gott betur, auk öflugra hljóðnema hannaðra af færustu tæknimönnum Banda- ríkjanna og Japans í sameiningu). Atli er hávaxinn og kvöldsólin bjarmar í ljósu hárinu á honum. „Velkomnir,“ segir hann og lóðsar okkur af götunni og úr sólskininu inn í dimmt húsasund. „Hér er svo hljóðver Dáða- drengja, Stúdíó Geimur, eða Geimurinn. Við tökum upp alla grunna hér, allt nema tromm- urnar.“ Blaðamaður veit ekki alveg við hverju hann á að búast, en í ljósi sagnanna sem sagð- ar eru af ævintýrum drengjanna og æsandi sviðsframkomu þeirra á tónleikum á hann frekar von á því að þeir hangi úr loftinu með gyrt niður um sig, djúpt sokknir í einhver apa- læti. Og þó slíkt sé kannski ekki alveg fjarri sannleikanum eftir því sem á líður (þeir eru alltaf eitthvað að grínast, spjátrungarnir) er sú hljómsveit sem við hittum fyrir í þetta skiptið furðu einbeitt og alvarleg heild. Enda ekkert gamanmál að framleiða plötu sem gæti breytt gangi veraldarsögunnar (og nú munum við að allar menningarafurðir bera í sér möguleika á stórtækum áhrifum á menningu og samfélag manna, sjá t.d. Bítlana, Michael Jackson og Purple Rain, plötu Prince) og því eins gott að passa sig. Hótel mamma Blaðamanni eru sýndar vistarverur drengj- anna, sem bera þess greinileg merki að þar hafast að sex karlmenn sem flestir eru ekki fluttir út af hóteli mömmu (nema reyndar me- tal- og bassatröllið Haukur, sem hefur einmitt aðsetur í hljóðverinu). Sælgætisbréf og geisla- diskahulstur þekja borð, gólf og veggi – sem reyndar eru líka þaktir gæfulegum plaggötum (t.d. einu ofsaflottu af Jack Nicholson úr Shin- ing). Við hliðina á „eldunaraðstöðunni“ hvílir forláta ofurtölva, sem gegnir því mæta hlut- verki að festa á stafrænt form hljóðfæraleik og óp Dáðadrengja. Hér gerast galdrarnir; á 25 fermetrum af hreinni ást. 500 Dáðadrengjalög – Þetta er glæsilegt hljóðver, búið nýjustu tól- um og tækni. Takið þið einir hér upp eða hafa fleiri hljómsveitir aðgang? Og fer platan ekki að verða tilbúin? Nú eru Íslendingar búnir að bíða ansi lengi eftir því að geta smellt Dáða- drengjum á fóninn. „Takk, takk,“ segja Dáðadrengir, „hér hefur ýmislegt verið á seyði gegnum tíðina, m.a. hélt hljómsveitin Hot Damn! hér kynningartónleika fyrir nokkru. En Dáðadrengir eru þeir einu sem nýta upptökuaðstöðuna, enda er hún sniðin að þörfum okkar. Jú, reyndar tróðst hin leynd- ardómsfulla rappsveit Phat Krew hér einhvern tímann inn og vann lög. En við viljum ekki tala um það,“ segir Haukur og ekki er laust við að greina megi hræðslumerki í andlitum hinna. „Inni á þessari tölvu leynast rúmlega fimm hundruð Dáðadrengjalög,“ segir Kalli (söng- spíra og prógrammari) við mikla undrun blaða- manns. „Á plötunni verða milli 10 og 15 lög, þannig að tryggt er að hlustendur fái aðeins það besta úr því sem við höfum gert gegnum árin.“ – Fimm hundruð heil lög? Er það ekki frekar mikið? Og hvernig semjið þið eiginlega, er einn einvaldur eða hvað? „Jú, en reyndar er meirihlutinn af þessu hálf- unnar hugmyndir sem við höfum yfirgefið á einhverjum tímapunkti. Það sem slapp ekki í gegnum síuna. En mikið af þessu eru fín lög. Alveg ágæt bara. Ekki jafngóð og þau sem fara á plötuna samt. Varðandi lagasmíðaferlið gengur það yfirleitt þannig fyrir sig að einhver kemur með hug- mynd sem hann leggur fyrir hina og í hendur þeirra. Þannig gengur lagið kannski manna á milli í nokkrar vikur – og er kannski orðið allt annað þegar við höfum loksins lokið okkur af. En afraksturinn er jafnan góður og að auki er skemmtilegra að allir Dáðadrengirnir geti fundið sig í lögunum.“ Að þessu sögðu smella drengirnir prufueintaki af væntanlegri skífu á fóninn og láta hljóma. Erfitt er að koma „stuði“ til skila á prenti, yf- irleitt hljómar maður bara eins og fáviti, en það er eitt helsta lýsingarorðið sem kemur upp HLJÓMSVEITIR SKIPTA MIKLU MÁLI DÁÐADRENGIR Það er erfitt að segja frá nýju Dáðadrengja- plötunni án þess að hljóma eins og örvæntingar- full unglingsstelpa Texti Haukur Sigurbjörn Magnússon Mynd Þorvaldur Örn Sigmundsson N 1. Atli Erlendsson, Björgvin Karlsson, Karl Ingi Karlsson, Eiríkur Ragnarsson, Haukur Viðar Alfreðsson og Helgi Pétur Hannesson.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.