Morgunblaðið - 16.06.2005, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 16.06.2005, Blaðsíða 11
í hugann þegar rennt er í gegnum þau sex lög sem hljómuðu í hljóðverinu þetta örlagaríka miðvikudagskvöld. Stuð … og … partí og fjör og gaman … Þetta var allt einhvern veginn frábært, það er erfitt að segja frá nýju Dáða- drengjaplötunni án þess að hljóma eins og ör- væntingarfull unglingsstelpa. Og því er kannski bara nóg að segja að hún verði góð. Mjög góð. Þessi lög fengum við að heyra: Bara smá Slagari síðasta sumars sem flestir ættu orðið að þekkja vel. Fjallar að þeirra sögn um „stelp- ur og eiturlyf“. Robosexual Greinarhöfundur verður að viðurkenna að þegar hann heyrði þetta lag í heild sinni átti hann erfitt með rassinn á sér og aðra útlimi, þá langaði bókstaflega út á land í einhverjum dansæsingi. Þeir segja að það fjalli um „að ríða vélmennum“ og lagið hljómar eftir því (þó það sé kannski fjarstæðukennt). Stereo ’82 Er „lesbíupönklag um sæta eitísstelpu“. Nokk- uð nærri lagi. Andi áttunda áratugarins fangast vel fyrir tilstilli hins magnaða gít- arhljómborðs. 1, 2, 3, bjór! Nú, þetta lag fjallar um að drekka bjór. Hver sá sem hefur setið í góðra vina hópi með dós eða kollu milli lappanna ætti að geta fundið sig í því. Tokyo Vendetta Þetta lag er uppáhald bassaleikarans Hauks. Umfjöllunarefnið er dóp og óheilbrigð ást. Lofar góðu. Ég elska þig „Reyndu að vera glaður þótt þú hatir að elska einhvern.“ Falleg skilaboð og eiga fullt erindi við nútímamanninn. – Hvað á platan svo að heita? Eruð þið á mála hjá einhverjum útgefanda? Og hvenær á hún eiginlega að koma út? Eruð þið annars undir miklum áhrifum frá íslenskri rímnahefð? Er hún mikill þáttur í sérstöðu tónlistar ykkar (sbr. Gargandi snilld). Plötusnúðurinn Eiki lifnar allur við við síðustu spurninguna, enda sjálfsagt ýmsu vanur frá veru sinni í XXX Rottweilerhundum. Hann set- ur upp skrýtinn svip og dregur augað í pung. „Jú, jú, það eru náttúrulega miklar hliðstæður milli rappsins og rímna fortíðar. Dáðadrengir vita fátt betra en að fara í náttúruna með góð- an rímnadisk, ná tengslum við máttarvöldin og fá hugmyndir að nýjum tónverkum sem túlka sérstöðu þess að vera Íslendingur.“ Hann fer að hlæja. Sem er svo sem það sem ætti að gera þegar þessi kenning er sett fram. „Við erum ekki búnir að ákveða með útgef- anda á plötunni. Okkur hefur dottið í hug „Synir Bjarkar“ eða „Vondi kafarinn“ en höf- um allar dyr opnar hvað þessa hluti varðar. Við erum ekki búnir að skrifa undir neina útgáfu- samninga, en höfum ýmislegt í sigtinu. Þó er ólíklegt að hún komi út hjá okkar eigin út- gáfu, „Puffin’ puffin’ Entertainment“, sem starfar þó enn af fullum krafti [Puffin’ puffin’ gáfu m.a. út sólóskífu plötusnúðarins Eika fyrir síðustu jól]. Við stefnum á að platan komi út síðla sumars og ætlum þá að fara í rútuferð um landið – fara í gamaldags Íslandstúr – og selja hana í félagsheimilum. Hulstrið verður annars rosalegt, vinur okkar í New York, graf- ískur hönnuður og snyrtimenni, mun vinna það í sameiningu við okkur; við höfum ým- islegt bitastætt í sigtinu.“ Fulltrúi Málsins dokar ögn lengur við í hljóð- verinu. Heyrir af miklum sorgum (söngvarinn Kalli var nýlega svikinn af kærustunni sinni til nokkurs tíma og ber greinileg ör á hjartanu), miklum ástum og mikilli gleði (Dáðadrengir eru sérstaklega spenntir fyrir væntanlegum hljómleikum stórsveitarinnar Megadeth – þó sérstaklega metaltröllið). Þetta eru þó mikil leyndarmál sem eiga ekki heima á síðum víð- lesinna vikublaða. Því þakkar upptökutækið fyrir sig og þeim samræðum sem eftir fylgja er látið eftir að svífa út í eilífðina, dæmdar til þess að dofna og gleymast eftir því sem minni viðstaddra hrakar.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.