Morgunblaðið - 16.06.2005, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 16.06.2005, Blaðsíða 18
18 VIÐTALIÐ þannig. Ég lít frekar á þetta sem góða og skemmtilega hreyfingu,“ segir Ingibjörg sem hefur getið sér gott orð fyrir fatahönnun hjá fyr- irtækinu Nikita. „Við eigum reyndar stelpubretta- félag þar sem 25 stelpur eru skráð- ar í félagið. En það er lítið verið að keppa í því félagið, meira bara að koma saman og skeita.“ Þekking Ingibjargar á brettaiðkun hefur án efa fleytt henni langt í hönnun fyrir Nikita enda fyr- irtækið mjög vinsælt í m.a. Evrópu fyrir götufatnað í anda brettatísk- unnar. „Ég steig fyrst á hjólabretti 11 ára, þegar strákarnir í hverfinu voru byrjaðir að skeita. Mig lang- aði að prófa líka og heillaðist strax. En það passaði víst ekki á þessum tíma að stelpa væri að skeita og eignaðist ég því ekki hjólabretti fyrr ein einhverjum árum seinna. Þá var ég byrjuð á snjóbretti og stundaði það sport grimmt frá árinu 1995 í 7 ár. En eftir að lofts- lagið breyttist og lítið hefur verið um snjó þá hef ég fært mig al- gjörlega yfir í að skeita og finnst það æðislegt. Ég fer reyndar ekki á hverjum degi, en þegar ég fer þá get ég alveg gleymt mér í þessu,“ segir hún. En hvert stefna þau tengt áhuga- málinu? „Við stefnum bara að því að gera aðstöðu fyrir skeitara meiri og betri og viljum fá Troels til að hanna mun meira fyrir okkur en hann hef- ur fengið tækifæri til að gera,“ seg- ir Ingvar og heldur áfram: „Skeit- menningin er að koma sterk inn í Evrópu og margir hæfileikaríkir krakkar að koma að skeitinu með einum eða öðrum hætti. Til dæmis hefur Sigurður Júlíus Bjarnason ver- ið að taka upp myndband fyrir okk- ur sem hann gefur út. Hann hefur nú þegar gert tvö og er að vinna í því þriðja. Þrátt fyrir að þessi mynd- bönd séu ekkert endilega þau heit- ustu á myndbandaleigunum skipta þau miklu máli fyrir okkur sem er- um í þessu.“ Þess má geta að Ingibjörg er ekki eini hönnuðurinn í hópnum því Sig- urður hannar mjög flott brettaföt undir merkjum Kanzki. Fötin ætlar hann að framleiða og markaðssetja að einhverju ráði þegar hann hefur klárað þriðja myndbandið, sem hann gerir af mikilli samviskusemi og lætur vélina lítið frá sér, nema kanzki til að skeita. 1 2 Við stefnum bara að því að gera aðstöðu fyrir skeitara meiri og betri 1. Sigurður Júlíus Bjarnason 2. Ingibjörg Finnbogadóttir

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.