Morgunblaðið - 15.10.2005, Síða 14

Morgunblaðið - 15.10.2005, Síða 14
14 m Daði var fús til að deila með okkur uppskriftinni sem hann þróaði í Bjarnarey fyrir nokkrum árum. Uppskriftin er óvenjuleg þar sem lund- inn er borinn fram með tómatsósu. Að sögn Daða hentar þessi réttur afar vel í matarboð þar sem fólk má borða með hönd- unum. Borið fram með góðu rauðvíni og bragð- miklu couscous salati er þetta listaverk sann- arlega nokkuð sem vert er að bragða á. fuglakjöt lundi í tómatsósu Daði útbýr lundaréttinn með tilheyrandi meðlæti. Texti Heiða Björg Hilmisdóttir. Ljósmyndir Arnaldur Halldórsson. Við heimsóttum Daða Guðbjörnsson myndlistarmann þar sem við höfðum frétt að hann og fjölskylda hans hefðu annað slagið nýstárlegan lundarétt á borðum. lundi með tómatsósu fyrir 4–6 smá olía 10 lundar 200 g beikon, skorið í bita 2 laukar, skornir í bita 2 tsk. sojasósa 1 tsk. karrí 1 tsk. rósmarín 1 tsk. kóríander 1 gulrót, skorin í sneiðar 2 lárviðarlauf 1 tsk. púðursykur salt og pipar 7½ dl vatn 1 dós n.s. tómatar, saxaðir 1 dós tómatmauk, (pure) Hitið olíu á pönnu og steikið lundana þar til þeir eru brúnir. Setjið í pott með öllu sem er í uppskriftinni nema tómötunum. Látið sjóða í þrjá og hálfan tíma. Takið þá af hitanum og geymið þar til næsta dag, á köldum stað. Hitið innihald pottsins aftur þannig að kjarnhitastig lundans sé 75°C. Takið lundann upp úr soðinu og sigtið soðið í minni pott. Blandið tómötum og tómatmauki út í og þynnið með vatni ef þarf, smakkið til með salti, pipar og kóríander. Borið fram með góðu couscous salati.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.