Morgunblaðið - 15.10.2005, Síða 16

Morgunblaðið - 15.10.2005, Síða 16
16 m Vín frá Þýskalandi hafa ekki verið í náðinni hjá íslenskum neytend- um síðastliðin ár. Þrátt fyrir það eru ekki mörg ár síðan þýsk hvítvín voru þau vinsælustu sem á boðstólum voru. Það voru sætu þýsku vín- in sem voru ríkjandi á markaðnum og þegar smekkur Íslendinga þornaði skyndilega upp sneru flestir baki við þýsku vínunum. Þau höfðu fengið á sig ákveðinn stimpil og þó svo að Þjóðverjar búi til mörg af bestu þurru hvítvínum heims virðist það litlu skipta. Nú eru að koma kynslóðir vínneytenda sem hafa jafnvel aldrei bragðað á þýsku víni og missa þar af leiðandi ekki einungis af hinum hræðilegu liebfraumilch-vínum er eyðilögðu markaðinn fyrir þýsk vín heldur einnig öllum þurru og yndislegu hvítvínunum frá Mósel, Rín, Baden og fleiri svæðum. Hér verður hins vegar staldrað við svæði sem aldrei hefur náð fót- festu hér á landi og þykir jafnvel nokkuð sjaldgæft í Þýskalandi sjálfu: Franken. Þjóðverjar sjálfir segja stundum að þetta sé vín fyrir sérvitr- inga og eru þá gjarnan nefndir til sögunnar gáfumenn, læknar og lyfsalar af einhverri ástæðu. Löng vínræktarsaga Þetta hérað austur af Frankfurt, á milli borganna Aschaffenburg og Schweinfurt, á sér langa sögu líkt og önnur þýsk víngerðarsvæði. Ólíkt t.d. Rín og Mósel hefur enn ekki verið hægt að sýna fram á með óyggjandi hætti að það hafi verið Rómverjar sem hófu vínrækt í suðurhlíðum við ána Main þó svo að það teljist líklegt – að minnsta kosti eru margir heimamenn sannfærðir um það. Það er hins vegar allt eins líklegt að það hafi ekki verið fyrr en á áttundu öld að vínrækt festi þarna rætur og þá fyrir tilstilli kaþólsku kirkjunnar. Vínræktin breiddist hratt út og er talið að á miðöldum hafi um 40 þús- Vínframleiðsla frá þýska héraðinu Franken þykir sjaldgæfur fundur jafnvel í eigin heimalandi og Þjóð- verjar segja stundum vínin þaðan vera fyrir sérvitringa. Þeir eru því efalítið enn færri Íslendingarnir sem þekkja til þessara vína, enda hafa þýsk vín ekki átt upp á pall- borðið hjá landanum undanfarin ár, jafnvel þó að þar sé að finna fjölmargar gæðavínstegundir. Texti og ljósmyndir Steingrímur Sigurgeirsson. þurr og þýsk í skrýtnum flöskum Hin sérstæða bocks- beutel-flaska er hér hangandi á staur- um á vínekrunni. vín Langbestu vín Franken eru úr unnin úr Riesling.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.