Morgunblaðið - 15.10.2005, Síða 22

Morgunblaðið - 15.10.2005, Síða 22
22 m Vel hefur veiðst af hreindýri, önd og gæs en margt fleira er veitt hér á landi og þar má nefna rjúpur, lunda, svartfugl (álku, lang- víu, teistu, skarf) sel og jafnvel smáhveli. Rjúpur verða sjaldséð hráefni í vetur, en þó ná vonandi einhverjir að næla sér í fugl a.m.k. fyrir jólin. Hægt er að nálgast villibráð í góðum kjötversl- unum og því er ekki nauðsynlegt að veiða sjálfur þó að þeir sem gera það telji það auðvitað alltaf bestu villibráðina. Kjöt af ís- lenskri villibráð er almennt mjög bragðmikið og þykir mér best að krydda kjötið annaðhvort bara með salti og pipar eða með ís- lenskum jurtum sem kalla fram villta bragðið af kjötinu. Sem dæmi um heppilegar kryddtegundir eru einiber, blóðberg, birki og berjalyng. Það er þó fullseint að huga að tínslu á þessum jurtum þetta árið en það má líka vel nota garðablóðberg sem er ein teg- und af timjan, rósmarín eða einhverja góða kryddblöndu sem seld er fyrir villibráð. Það er líka um að gera að leita leiða til að nýta allt kjötið af villi- bráðinni á þann hátt sem best hentar hverjum hluta. Læri og vöðvar af hreindýri eru oft heilsteiktir, á meðan bógur og annað kjöt hentar betur í paté eða pottrétti. Fuglar eru ýmist steiktir heilir eða bringur steiktar sér og afgangur fuglsins settur í pottrétti, paté eða búin til súpa eins og rjúpusúpa sem margir eru afar hrifnir af. Fína vöðva af villibráð þarf að meðhöndla rétt til að ná fram bestu mögulegu bragðgæðum. Mikilvægt er að sinahreinsa kjötið vel og fituhreinsa ef mikil fita er á kjötinu. Það er þó nauðsynlegt að hafa einhverja fitu á kjötinu þar sem kjöt af villibráð er magurra en kjöt af alidýrum og fitan leggst á milli vöðva en ekki inn í vöðvana. Gott er að marinera villibráð í 2–3 daga en þá verður kjötið meyr- ara og mýkra undir tönn. Marineringin þarf ekki að vera flókin og oft er nóg að láta kjötið bíða í kæli án mikilla kryddkúnsta. Það er erfitt að gefa upp nákvæmlega réttan kjarnhita eða steik- ingartíma fyrir villibráð enda er hann mjög misjafnt eftir hvaða vöðva eða dýr er verið að steikja og hver smekkur manna er á því hve mikið steikt kjötið á að vera. Að steikja heila vöðva þar til kjarnhiti er í kringum 60°C er oftast passlegt en hafa ber í huga að Umhverfisstofnun mælir með að allt kjöt, sérstaklega fuglakjöt, sé steikt þar til kjarnhiti er 75°C. Meðlæti með villibráð má gjarna vera létt eins og steikt grænmeti eða salat en sætt meðlæti passar einnig vel. Mörgum finnst villi- bráðamáltíðin líka ansi fátækleg ef ekki væru kartöflur á borðum, en soðnar, bakaðar, grillaðar eða steiktar kartöflur eru nánast ómissandi með svona bragðmiklu og góðu kjöti. Hér eru tveir matseðlar sem auðvelt er að mæla með. villibráð úr íslenskri náttúru Áhugi á veiði og villibráð er mikill og hefur kannski aldrei verið meiri á Íslandi. Nú er vel liðið á skotveiðitímabilið á flestum teg- undum sem leyfilegt er að veiða á Íslandi og margir eflaust komnir með fullt af frábæru hráefni til matargerðar. Umsjón Heiða Björg Hilmisdóttir. Ljósmyndir Arnaldur Halldórsson. hreindýr

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.