Morgunblaðið - 15.10.2005, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 15.10.2005, Blaðsíða 26
26 m gæs Margir stoltir veiðimenn hafa lent í þeim hremmingum að þegar heilsteikja á villigæsina reynist hún ólseig. Þá hverfur ánægjan yfir gómsætri villibráð fljótt. Oft er þetta vegna þess að fuglinn er gamall eða að matreiðsluaðferðin fer illa með hráefnið. Of hár ofnhiti ásamt stuttum steikingartíma getur leitt til þess að kjötið þornar og sinar skreppa saman og stífna. Með því að hafa hitastig lægra og lengja steikingartímann má koma í veg fyrir að fuglinn ofþorni og sinar meyrni. Til að koma í veg fyrir þornun má líka gufusteikja fuglinn eða núa haminn með sykri en það kemur í veg fyrir uppgufun úr kjötinu. steikt villigæs fyrir 6 1 stk. gæs, reytt og sviðin 2 tsk. salt 1 tsk. pipar, ½ dl sykur 1 gulrót 1 laukur 8 einiber 2 lárviðarlauf ½ msk. rósmarín 2 msk. blóðberg (eða timjan) 1 glas vatn Blandið saman salti, pipar og sykri og nuddið utan á gæsina. Setjið gæsina í steik- ingarpott. Þvoið og grófsaxið gulrót og lauk og látið í steikingarpottinn ásamt einiberjum, lárviðarlaufi, blóðbergi og rósmarín. Hellið vatninu út í og setjið lokið yfir. Steikið við 110°C til 115°C í u.þ.b. 3 tíma. Takið soð úr ofnskúffunni til að nota í sósuna, ef það er lítið soð þá má bæta vatni út í til að fá meiri kraft. Síðustu 10 mín. er hitinn hækkaður í 180°C og lokið tekið af svo gæsin brúnist aðeins og fái stökka áferð. bláberjasósa fyrir 6 150 g bláber, fersk eða frosin 2 msk. púðursykur 6 dl soð af gæsinni ½ kanelstöng 1 dl púrtvín 60 g smjör 1 msk. maísenajafnari salt og pipar Setjið bláber og sykur í pott og hitið þar til sykurinn er bráðinn og berin maukuð. Bætið púrtvíni útí ásamt soði af gæsinni. Látið suðu koma upp í pottinum og setjið kanelstöng útí. Látið sjóða við vægan hita í 25 mín. Síið sósuna yfir í annan pott. Hrærið köldu smjöri sam- an við hana og jafnið með maísenajafnara. Smakkið til með salti og pipar. gæsaveisla Steikt gæs með berjasósu og rauðlauksmarmelaði Geitaosts-gratíneruð basílíkumús Exótískt ávaxtasalat með vanillugljáa rauðlauksmarmelaði fyrir 6 ½ dl ólífuolía 3 rauðlaukar, skornir í sneiðar 3 msk. balsamedik 2 tsk. sojasósa ½ tsk. svartur pipar Hitið olíu í potti, setjið laukinn í pottinn og steikið í stutta stund þar til hann er orðinn mjúkur. Lækkið þá hitann og setjið balsamedikið útí og látið sjóða í 15 mínútur með loki á. Bætið sojasósu út í og smakkið til með svörtum pipar.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.