Morgunblaðið - 15.10.2005, Page 31
m 31
brauð og annað bakkelsi að aðstandendur veitingahússins ákváðu
að opna sérstakt bakarí rétt við Spitalfields-markaðinn gamla, en
þar er hægt að fá brauðmeti og ýmsan mat til að taka með sér
heim, aukinheldur sem þar er selt vín.
Blythe leiðir okkur upp í gamla pökkunarsalinn, en þar er hið eig-
inlega veitingahús. Ekki verður annað sagt en að skrauti sé haldið í
lágmarki, veggir hvítmálaðir, ekkert fyrir gluggum, enda vísa þeir
inn, ekki út, og fyrir aftan hvert borð er snagi til að hengja upp flík-
ur. Innréttingar eru einfaldar í meira lagi, stólar úr lútuðum við og
borðin líka, naumhyggjan allsráðandi. Mikið er um að borð séu sett
mörg saman, minnir eilítið á matsal eða messa á togara, en hlýlegt
þó.
Við setjumst niður skammt frá eldhúsinu, sem er ótrúlega lítið, en
inn af því er vinnsluherbergi þar sem kjötið er skorið og meðhöndl-
að, sláturhúsið eins og Blythe kallar það. Eldhúsið blasir við þeim
sem sitja inni á veitingastaðnum, það er ekkert verið að fela það
sem fram fer og oft mikill handagangur í öskjunni.
Skepnan öll
Þegar St. John Restaurant var opnað fyrir rúmum áratug fékk það
snemma á sig orð fyrir það að þar væru menn að matbúa það sem
aðrir helst ekki vildu sjá. Fergus Henderson var áhugamaður um
matreiðlu á skepnunni allri, eins og má orða það; hann vildi ekki
bara elda steikur úr hrygg og innanlærisvöðva, heldur fannst hon-
um einnig spennandi að glíma við það sem menn hentu nú orðið
en var áður talið hinn besti matur.
Íslendingar kippa sér ekki upp við það þó menn gjörnýti skepnur, í
Innréttingar eru naum-
hyggjulegar í meira
lagi, opið inn í eldhús,
borð og stólar úr lút-
uðum viði, hvítir snag-
ar á hvítmáluðum
veggjum og fátt annað.
Svolítið eins og mat-
urinn, einfalt hráefni
og markviss mat-
reiðsla.
Innréttingar eru naum-
hyggjulegar í meira lagi,
opið inn í eldhús, hús-
gögn einföld og veggir
hvítmálaðir og berir -
segja má að þeir séu
ekki skreyttir neinu
nema snögum.