Morgunblaðið - 15.10.2005, Síða 34
34 m
Þegar menn heyra Katalóníu nefnda verður þeim sjálfsagt hugsað til
héraðsins á Norðaustur-Spáni, en einnig voru stór héruð í því sem nú
er Frakkland hluti af konungsríkinu Katalóníu fram á sautjándu öld.
Veitingahúsið Vox heldur fransk-katalónska daga í næstu viku, 20.,
21. og 22. október, í samvinnu við Vínekruna og franska sendiráðið á
Vox. Gestakokkur á Vox verður Gilles Bascou sem er matreiðslumeist-
ari og eigandi veitingahússins Les Loges du Jardin d’Aymeric í þorp-
inu Clara í Roussillon. Á matseðlinum er m.a. boðið upp á smokkfisk
fylltan með katalónsku grænmeti og svínasultu sem framreidd er í
eigin safa bragðbættum með kakói og Banyuls vínediki, saltfiskur
„Ollada“ með franskri andalifur og „sagí“ og léttsteiktan lamba-
hryggvöðva og langtímaeldaðan lambabóg með cappuccino úr
hvítum baunum og hvítlaukssteinseljusoði.
Eitt elsta vínsvæði Frakklands
Í frönsku katalóníu er Roussillon, eitt sólríkasta og þurrasta vínhérað
Frakklands sem þekktast er fyrir styrkt vín, Vin doux naturel. Vínupp-
skera er ekki mikil á þessum slóðum, enda er jarðvegur rýr, leir og
möl, og loftslag þurrt, heitt og vindasamt, en vín þaðan þykir einkar
gott, bragðmikið og ljúft.
Auk styrktu vínanna framleiða menn rauðvín með flokkuninni Côtes
de Roussillon, Côtes de Roussillon Village og Collioure, en tveir
þriðju hlutar vínekra í Roussillon eru með upprunavottorð. Ræktunin
er almennt á hendi smáfyrirtækja, sem eru alls um 4.500 starfandi,
flest lítil með að meðaltali um 9 hektara.
Vínin sem verða í boði í Vox eru eftirfarandi: Styrktu vínin Rivesaltes,
Banyuls og Muscat de Rivesaltes, sem eru ekki eins áfeng og púrtvín
og passa því yfirleitt betur með mat. Þessi vín eru um 15% að styrk-
leika en púrtvín nær 20% því mun meira alkóhól er notað í púrtvíns-
framleiðslu.
Boðið verður upp á hvítvínin Vin de pays des Côtes Catalanes frá
Pujol, sem er úr Sauvignon blanc og Maccabeu (50/50) og Collioure
„les Padreils“, sem er úr hvítri grenache (90%) og nokkrum öðrum
þrúgum (Maccabeu, Malvoisie og Roussane).
Af rauðvínum verður boðið upp á Côtes du Roussillon Mistéri frá
Pujol, sem er úr carignan, grenache, syrah og mourvèdre, Côtes du
Roussillon Villages Notre Terre frá Mas Amiel, sem er úr carignan,
grenache og syrah, og Collioure „cuvée de la Colline Matisse“ frá
Dominivcain, sem er úr rauðri grenache (80%), mourvèdre og carign-
an.
veitingastaðir
Texti Árni Matthíasson. Ljósmynd Arnaldur Halldórsson.
Kynning á ólíkum land- og vínræktarsvæðum hefur notið vax-
andi vinsælda hér á landi. Í haust stendur landsmönnum m.a.
til boða að kynnast fransk-katalónskri matar- og víngerð.
fransk-katalónskir dagar
Síðastliðinn fimmtudag hófst í Perlunni ár-
legt villibráðarhlaðborð sem stendur fram í
nóvemberbyrjun, til 9. nóvember, er það
víkur fyrir jólahlaðborðum. Mikið er lagt í
villibráðarhlaðborðið að vanda og ýmislegt
flutt inn af hráefni til að tryggja að úrvalið
sé sem mest.
Á matseðlinum er öll villibráð sem fæst hér
á landi: hreindýr, heiðagæs, lamb, reyktur
lundi, reyktur áll, heitreykt fjallableikja,
reyktur villtur lax (veiddur á stöng), graflax,
síld, svartfugl, hvalkjöt og önd. Síðan flytur
Perlan inn dádýrskjöt, tvær tegundir af öðu-
skel frá Nýja-Sjálandi og ostrur koma einnig
þaðan, humar og klær frá Maine.
Dæmi um rétti sem boðið verður upp á á
villibráðarhlaðborðinu: Villibráðasúpa
hreindýra terrine, hreindýrabuff, heiða-
gæsalifrafrauð, villiberjagrafnar villigæsa-
bringur, lamba carapaccio, villigæsabring-
ur með madeirasósu, heilsteiktir hreindýra-
vöðvar, dádýr, heiðagæsasmásteik með
týttuberjum, sultuð andalæri, heitreyktur
lundi með valhnetum og eplum og svart-
fuglsbringur.
Með matnum er boðið upp á vín frá banda-
rísk-ítalska vínframleiðandanum Banfi og
sérstök vínsmökkun á Banfi vínum á hverju
kvöldi.
John F. Mariani, Bandaríkjamaður af ítölsku
bergi brotinn, stofnaði Banfi 1919 og gekk
flest í haginn framan af, fagurkeri á mat og
drykk, og smekkmaður á listmuni, sem lét
lítið fyrir sér fara, en refur í viðskiptum og
fylginn sér. Það var honum áfall þegar vín-
bann var samþykkt en ólíkt mörgum öðrum
álíka fyrirtækjum hélt Banfi velli og er í dag
stærsti víninnflytjandi Bandaríkjanna.
Á Ítalíu á Banfi búgarðinn Castello Banfi í
Montalcino í Toscana-héraði á Ítalíu. Vín
þaðan hafa hlotið verðlaun víða um lönd,
en Banfi framleiðir einnig freyðivín í Pied-
mont-héraði. Castello Banfi búgarðurinn
nær yfir ríflega 2.800 hektara, en Mariani
fjölskyldan stofnaði búgarðinn 1978.
Boðið verður upp á eftirfarandi vín í smökk-
uninni, þrjú vín hvert kvöld og breytilegt
milli kvölda: Hvítvín: Banfi Le Rime Char-
donnay & Pinot Grigio. Rauðvín: Banfi Col
di Sasso Cabernet Sauvignon & Sangion-
ese, Banfi Chianti, Banfi Rosso di Montalc-
ino, Banfi Brunello di Montalcino og Banfi
Summus.
villibráðarhlaðborð og vínsmökkun