Morgunblaðið - 15.10.2005, Page 38
38 m
Það eru margir sem njóta
þess að drekka gott laufte, en
finnst full mikið að laga heil-
an ketil af tei í hvert sinn. Te-
eggið svo nefnda frá Ros-
endahl er hannað fyrir slík til-
efni, þegar bara skal drekka
einn bolla af tei í ró og næði.
Hönnun eggsins er strauml-
ínulaga og nýtur sín efalítið
vel í flestum bollum, en höf-
undar þess eru Danirnir Hen-
rik Holbæk og Claus Jensen.
Eggið er unnið úr stáli og
plasti og fæst hjá Kúnígúnd.
bara einn bolli
Þurrkaðar kryddjurtir úr íslenskri náttúru komu nýlega á mark-
að frá Blóðbergsgarðinum, en unnendur jurtates kannast efalít-
ið við te sem lengi hefur verið í framleiðslu hjá fyrirtækinu. Það
er Sigfús Bjartmarsson sem á heiðurinn að Blóðbergsgarðinum,
en hugmyndina segir hann lengi hafa verið að gerjast með sér
þó ekki hafi verið far-
ið á fullt í framleiðsl-
una fyrr en í sumar.
Kryddjurtirnar sem í
boði eru undir heit-
inu Arctic herbs eru
annars vegar villi-
krydd sem Sigfús
segir passa einkar
vel með lambakjöti
sem og allri villibráð
og síðan blóðberg,
sem hentar vel með
fiski og fuglakjöti.
Blóðbergið er hið sama og finna má uppi á íslenska hálendinu
og skyldi ekki ruglað saman við garðablóðberg, eða timjan, sem
gefur allt annað bragð „Við erum líklega með eina blóðbergs-
garðinn í heiminum,“ segir Sigfús sem ræktar blóðbergið sér-
staklega bæði fyrir te- og eins kryddjurtaframleiðsluna.
Kryddjurtirnar fást m.a. í verslunum Tes og kaffis og eins í
Heilsuhúsinu.
úr íslenskri náttúru
eitt og annað . . .
Ferskur engifer
geymist í nokkrar
vikur í ísskáp. Ef af-
gangur er af rifnum
engifer þá má setja
hann í krukku og
hella koníaki yfir,
þannig geymist hann lengi og er tilbúinn til að
lyfta venjulegasta rjómaosti á annað plan. Margt
hefur verið rannsakað í sambandi við virkni engi-
fers á mannslíkamann og víst er að hann hefur í
margar aldir verið notaður sem lyf gegn ýmsum
kvillum, en hann er talinn hreinsandi og virka
gegn pestum.
engifer
Matarlím er glært hleypiefni, unnið úr svínshúð og
ákveðnum þörungum. Það er til í duftformi en hér-
lendis eru matarlímsblöð meira notuð. Frekar ein-
falt er að nota matarlím, en það er lagt í bleyti í
köldu vatni í nokkrar mínútur, síðan þerrað, brætt
við vægan hita og blandað varlega saman við það
sem á að hleypa. Aðeins þarf að hafa í huga að
matarlím bráðnar við 27°C en stífnar við 23°C . Því
skal varast að hella heitu matarlími út í kaldan
vökva því þá getur það farið í kekki. Ef notað er
duft er best að bræða það varlega í smá vökva og blanda saman við með sama
hætti. Kæla þarf vel það sem á að stífna. Ferskur ananas og kíví innihalda efni sem
kemur í veg fyrir að matarlím virki og henta því síður í ávaxtahlaup. Matarlím er
notað til að búa til hlaup ýmiskonar, paté og búðinga, pylsur, sælgæti og læknislyf.
matarlím
matargerð
Kryddkvarnirnar frá
Rosendahl eru
þannig úr vegi gerð-
ar að kryddið er
geymt í heilu lagi í
kryddstaukunum og
ekki malað fyrr en
við matargerðina til
að ferskleiki krydds-
ins haldi sér sem
best. Krydd-
kvarnirnar eru
hannaðar til að falla að Grand Cru línunni frá Rosendahl og sam-
anstanda af kryddstauk og svo kvörninni sem flutt er milli stauk-
anna og stillt eftir þörfum og kryddið þannig malað með svipuðum
hætti og í mortéli. Besta leiðin til að hreinsa kryddkvörnina er svo
einfaldlega að mala í henni smávegis gróft salt, en einnig má þrífa
búnaðinn með vatni eða litlum bursta. 25 ára ábyrgð er á kvörninni
sjálfri sem m.a. fæst í Kúnígúnd.
að mala eigið krydd
salt með
reykjarangan
Salt er ekki bara salt eins og Íslendingar hafa uppgötvað und-
anfarin ár og reykt salt er óneitanlega ein nýjungin enn í hina stór-
bættu saltflóru sem nú er að finna víða í verslunum. Reykta saltið
kemur frá Halen Môn-fyrirtækinu og er framleitt með því að tært
sjávarsaltið er reykt yfir hægum eldi af eikarspæni. Saltið sjálft er
síðan sjávarsalt sem handunnið er úr tæru Atlantshafinu við eyj-
una Anglesey í Wales. Kristallarnir þykja sérlega tærir og auðvelt
er að mylja stórar flögurnar milli fingra sér. Mild reykjarlykt er síð-
an af saltinu og bragðið þykir ótrúlega mikið með ljúfum og sætum
eftirkeim sem passar einkar vel með fiski og fuglakjöti.
Halen Môn-saltið fæst í Kokku, en einnig má fá saltið þar tært sem
og í kryddblöndu með 9 tegundum af lífrænt ræktuðu kryddi.